Rúv peningana í LSH

Það er almenn sátt í þjóðfélaginu að forgangsraða í þágu velferðarkerfisins og þessvegna er eðlilegast og enginn ætti að geta sett neitt út á það að Rúv peningarnir fari beint til LSH.

Munurinn á LSH og Rúv er sá að LSH gegnir lykilhutverki í okkar samfélagi en Rúv gerir það ekki.

Fyrrv. ríkisstjón skar allt of mikið niður til LSH og þó svo að núverandi ríkisstjórn hafi lift grettistaki og í raun endurreist LSH eftir þanni mikla niðurskurð þá þarf einfaldelega að geta betur.

Allir íslendingar vilja öflugt velferðarkerfi og forsetna þess að öflugur LSH.


mbl.is Fé skortir í reksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Málið er einfallt Óðinn, það er almenn sátt um RÚV, einnig að halda úti öflugu heilbrigðiskerfi. Málið er það, að samflokksmaður þinn heilbrigðisráðherra, gerir allt til þess að rústa því. Það er hinn ljóti veruleiki. Hvað RÚV varðar, þá er bráð nausýnlegt að halda úti öflugum óháðum fjölmiðli sem RÚV er, til þess að fólk geti fengið ómengaðar fréttir. Ekki eihverjar sérhagsmuna fréttir, enda áttu að sjá það í hendi þér, að þeir einu sem geta haldið úti álíka fjölmiðli sem RÚV er, er fólk, sem á mikilla hagsmuna að gæta sb. úgerðarmenn á morgunblaðinu ofl. 

Jónas Ómar Snorrason, 23.11.2015 kl. 08:31

2 identicon

Ekki er ég sáttur við Rúv, ég  selja það og þeir sem vilja horfa kaupa sér bara áskrift að því.Fréttirnar eru langt frá því að vera  ómengaðar frá þessum fjölmiðli. Og í sambandi við spítalann þá á ekki að byggja yfir gamlan myglaðan spítala. Byggja hann alveg frá grunni. Það hljóta að vera til staðlaðar teikningar úti í heimi af hátæknispítala sem hægt væri að nota og spara þannig tíma.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 09:01

3 identicon

 Ætlaði að segja eg vil selja það!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 09:02

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - er almenn sátt  um Rúv, nei það er ekki svoleiðis, landsfundur SJálfstæðisflokksins er nýbúinn að álykta um meiriháttar breytinghu á r4v t.d fyrir hagsmuni frjálsu fjölmiðlana.

Rúv hefur ekki sömu skyldur í dag og 1970, það hefurátt sé stað alger bylting varðandi fjölmiðla og tími kominn t.d að selja Rás 2 og Rúv flytji út úr Efsaleiti 1.

Það er bara grín að halda því fram að fréttastofa rúv sé með ómengaðar fréttir, það er ekki þannig.

Kristján Þór hefur staðið sig mjög vel í heilbrigðisráðneytinu ólíkt Illuga sem er að leggja fram tillögu um að halda skylduskattinum óbreyttum sem er ekki boðlegt miðað við landsfundarályktun flokksins

Óðinn Þórisson, 23.11.2015 kl. 11:19

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - það er í raun fullkomlega fáránlegt að 2015 sé íslensk þjóð skylduð til að borga fyrir Rúv hvort sem það vill það eða ekki. Að lækka skylduskattinn í skrefum og það verður að taka rúv af aulýsingamarkaði sem fyrst.

Sammála þeir sem vilja borga fyrir Rúv geri það aðrir ekki, spunirng að þessi skylduskattur verði færður frá Rúv yfir til LSH.

Það er ólíklegt að það verði hægt að breyta staðsetingu nýja LSH en þá verða menn bara að standa vaktina að Reykjávikurflugvöllur verði þarna áfram.

Óðinn Þórisson, 23.11.2015 kl. 11:35

6 identicon

Það mætti skera niður hjá ríkiskirkjunni og láta þá peninga í LSH. En annars er alveg sama hvaða ríkisstjórn er við völd, það hefur engin dug í sér til að styðja og styrkja heilbrigðiskerfið og núverandi ríkisstjórn er engin undantekning. 

Það mætti alveg selja Efstaleitið en Rás 2 er ekki hægt að selja. Rás 2 er bara fólkið sem vinnur þar.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 12:32

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - það er rangt hjá þér að setja þjóðkirkuna okkar inn í umræðuna um rúv enda eins og ég hef margsagt þá gegnir hún lykilhlutverki í okkar samfélagi og Rúv ekki.

En sammála það er hægt að gera mun betur varðandi LSH og hluti af því er að forgagnsraða peningum þangað sem þeir skipta máli en ekki í skuldsetta risaeðlu sem Rúv er.

Óðinn Þórisson, 23.11.2015 kl. 16:56

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, ég sé ekkert samhengi milli ályktunar landsfundar sjálfstæðisflokksins og þess sem stór meirihluti þjóðarinar vill. Ég er sannfærður um það, að utan örfárra, þá vill fólk ekki þurfa að horfa upp á það, að fjölmiðlar á Íslandi séu eingöngu í eigu sérhagsmunahópa. Sporin hræða, þú átt að vita það, bara með því að sjá tap og eignasamsetningu þessa miðils, eignasamsetningu og tap 365 etc. Mér finnst einkennilegt að svona oftast glöggur þjóðfélagsrýir eins og þú ert, sjáir þetta ekki, nema þú viljir ekki sjá þetta. Það eru fréttir um vanda LSH á hverjum degi, og dugar ekkert að benda á síðustu ríkisstjórn, sem tók við nánast gjaldþrota búi, meðan núverandi stjórn tók við eins góðu búi og hægt var að ætlast til, þó eðlilega sumt hefði mátt vera betur að staðið, sérstaklega vitað eftirá. 

Jónas Ómar Snorrason, 23.11.2015 kl. 17:19

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - Þorgerður Katrín gerði klárlega mistök í að OHF væða Rúv og það er hluti af vanda stofnunnar ásamt Efstaleiti 1.

Ég er alveg sannfærður um það að ef þessi mikli vilji er meðal þjóðarinnar að halda í Rúv þá mun það fólk borga fyrir afnot ( eða fjráls framlög ) að stöðinni og þannig leyst okkur hin sem viljum ekki borga úr fjötrum Rúv.

18 þús á ári er í raun ekki stór peningur þannig en að vera skyldaður 2015 að borga þetta gjald er eitthvað mjög skrítið og þar sem fréttastofan að mínu mati er mjög pólitísk þá er ég alls ekki sem frjálsyndur hægrimaður sem styð frelsi í viðskiptum samþykkt þennan Rúv skylduskatt.

Óðinn Þórisson, 23.11.2015 kl. 19:51

10 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Ekki spurning að draga verulega úr framlögum til RUV, láta RUV einfaldlega sníða sér stakk eftir vexti. Miklu frekar að setja þá peninga sem RUV heimtar í viðbót í Heilbrigðisþjónustuna. Illugi er greinilega ofsahræddur við áhrifamátt RUV fjölmiðlunar (annars hefði hann aldrei bakkað) og vill gera allt til að þeir hætti að gera honum allt til miska ala ólafur G Einarsson. Peningunum er hinsvegar mun betur varið í Heilbrigðisþjónustuna.

Kolbeinn Pálsson, 23.11.2015 kl. 20:48

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolbeinn - Illugi hefur fengið á sig mjög mikla gagnrýni undanfarið út af ákveðnu máli og það er líklega rétt hjá þér að hann er einfaldlega hræddur við Rúv.

Illugi er í dag pólitkt mjög veikur ráðherra og er kannski að sækjast eftir jákvæðari umfjöllun með því að halda skylduskattinum áfram óbreyttum.

Þetta er nákvæmlega málið, láta rúv sníða sér stakk eftir vexti og eins og staðan er í dag þá er Rúv gríðarelga laskað frjáhagslega og þarf að fara í uppsökkun og niðurskuð á öllu hjá sér.

Mín skoðun Rúv á að vera lítil stofnun og á ekki að vera á auglýsingamarkaði.

Óðinn Þórisson, 23.11.2015 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 127
  • Sl. sólarhring: 284
  • Sl. viku: 486
  • Frá upphafi: 872233

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 360
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband