Bjarni Ben. stjórnmálamaður árisins 2015

Bjarni Ben"Bjarni benti einnig á að það voru flokk­arn­ir sem nú eru í stjórn­ar­and­stöðu sem skertu bæt­ur á síðasta kjör­tíma­bili. „Mér finnst þau ekki hafa neitt sér­stak­lega góðan málsstað að verja og koma svo núna og tala um aft­ur­virkni þegar lög­in eru al­veg skýr.“

Bjarni hefur styrkt stöðu sína mjög á þessu ári og á stóran hlut í því sem fjármálaráðherra að landið er að rísa aftur eftir Jóhönnustjórnina.

Bjarni hefur skilað hallalausum fjárlögum öll þau ár sem hann hefur verið í fjármálaráðuneytinu, sýnt aga í ríkisfjármálum og þessvegna hafa allir þessar stéttir farið fram á launahækkanir og fengið sem ekki voru í boði í tið Jóhönnustjórnarinnar.

Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra er klárlega stjórnmálamaður ársins 2015.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt


mbl.is Bjarni Ben: Ekki búast við afturvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

"Bjarni benti einnig á að það voru flokk­arn­ir sem nú eru í stjórn­ar­and­stöðu sem skertu bæt­ur á síðasta kjör­tíma­bili. „  Þú hlýtur að hafa heyrt um "hið svokallaða hrun" Óðinn.  Sjálfstæðisflokkurinn skildi landið eftir gjörsamlega í rúst fyrir síðasta kjörtímabil, 300 milljarða fjárlagahalla, 20% verðbólgu svona svo eitthvað sé nefnt.  Verkefnið á síðasta kjörtímabili var að rækta aftur þessa sviðnu jörð og öll þjóðin þurfti að færa fórnir.  Stjórnin sú skilaði svo afbragðsgóðu búi í hendurnar á glæpalyðnum sem þjóðin var svo foráttuheimsk að kjósa til valda.  Nú drýpur smjör af hverju strái en glæpalýðurinn deilir út þjóðarauð til vina, vandamanna (Borgun)og milljarðamæringa.  Nú þegar svo sannarlega er lag til að bæta kjör þeirra sem minnst meiga sín þá er það auðvitað ekki gert.  Bjarni röflar hér um prósentur, forðast algjörlega að nefna krónur, staðreyndin er nefnilega sú að kjör öryrkja og aldraðra hafa hækkað um 15000 krónur á kjörtímabilinu meðan laun hans sjálfs og stjórnarliðsins hafa hækkað um hundruð þúsunda per haus.  Svo vilt þú nefna þennan glæpahund stjórnmálamann ársins!!

Óskar, 13.12.2015 kl. 12:42

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þú ert náttúrulega búinn að gleyma því Óðinn, hvernig búi síðasta ríkisstjórn tók við, aðallega eftir núverandi stjórnarflokka, landið nánast gjaldþrota. Meðan núverandi stjórn tók við eins góðu búi eins og nánast best gat verið, miðað við allt. Þú verður stundum að vera raunsær, láta ekki stjórnast of mikið af fótboltaliðs pólitík:) 

Jónas Ómar Snorrason, 13.12.2015 kl. 12:46

3 identicon

Það voru bara VG og Samfylking sem voru í síðustu ríkisstjórn Óðinn

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 13:33

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - það varð alþjóðlegt fjármálahrun 2008 og ísland lenti líka í því.

Minnihlutastjórn VG og Samfylkingarinnar tók við 1.feb 2009 eftir að Samfylkingin sprakk í tætlur á eftirminnlegum fundi í Þjóðleikhúskjallarnum.

Framsókn gerði þau mikstök að verja minnihlutastjórnina falli gegn ákveðnum hlutum sem yrði gerðir en eins og hefur komið fram hjá Sigmundi Davíð þá stóð minnihlutastjórnin ekki við þau loforð gagnvart Framsóknarflokknum.

Óðinn Þórisson, 13.12.2015 kl. 14:10

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ef Jóhönnustjórnin stóð sig svona vel hversvegna kolféll hún vorið 2013 og Samfylkiningn tapaði 11 af 20 þingsætum ?

Gæti það hafa verið fyrir Svavarsamniginn, landsdómsmálið og ESB ?

Óðinn Þórisson, 13.12.2015 kl. 14:13

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - rétt hjá þér þetta var hrein og tær vinstri stjórn sem var svo kosin burt af þjóðinni.

Óðinn Þórisson, 13.12.2015 kl. 14:15

7 identicon

Ég var bara að benda þér á að núverandi stjórnarandstaða var ekki öll í síðustu ríkisstjórn ef þú skildir ekki hafa áttað þig á því.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 14:52

8 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Að nota slagorð frá Mussolini, stétt með stétt, hæfir þessum flokki vel. Það merkir að allar stéttir verði að sætta sig við sitt hlutskipti í lífinu.

Jón Páll Garðarsson, 13.12.2015 kl. 15:10

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - Róbert, Guðmudnur og Birgitta voru ekki beint andstæðingar fyrrv. ríkisstjórnar.

Óðinn Þórisson, 13.12.2015 kl. 15:15

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll - þetta er mjög ósanngjarnt af þér og rangt að halda þessu fram sem þú segir. 

Óðinn Þórisson, 13.12.2015 kl. 15:18

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nei Óðinn, ekki fyrir neitt af þessu sem þú nefnir. Hún féll fyrst og síðast fyrir kostningalygi framsóknar, sem yfirtók alla umræðu. 70% íslendinga vilja t.d. klára samninga við ESB, og setja í þjóðaratkvæði. 70% íslendinga vilja nýja stjórnasrskrá etc. Það gagnast þér ekkert að vera með svona fleipur, þú veist betur!!!

Jónas Ómar Snorrason, 13.12.2015 kl. 19:28

12 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Vitað er að "stétt gegn stétt" var slagorð Mussolini og vitað er einnig hvað það stóð fyrir. En okkur getur greint á um hvort slagorðið hæfi þínum flokki.

Jón Páll Garðarsson, 13.12.2015 kl. 19:47

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - rétt Framsókn vildi hjálpa heimilum landsind en Jóhanna hafði sagt 2010 eð ekki yrði gert meira fyrir þau. Fyrrv. ríkisstjórn féll á prófinu og verðskuldaði rauða spjaldið frá þjóðinni.

Allt stjórnarskrárferið á síðasta kjörtímabili var algert klúður sem endaði með þvi að stjórnlagaþingskosningarnar voru dæmdar ógildar. Það hefur aldrei staðið á Sjálfstæðisflokknum að vija gera breytingar á stjórnarskránni en aldrei að kolsteyða henni eins og Jóhanna vildi.

Óðinn Þórisson, 13.12.2015 kl. 20:13

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll - sá mynd á fésbókinni um daginn þar sem heiðurskonan Vigdís Hauksdóttir var sett í Nazistabúning með Framsóknarmerkið á erminni og það var lágkúra.

Óðinn Þórisson, 13.12.2015 kl. 20:15

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég mæli með dömubinda/túrtappa feministanum sem náði að afnema skatta á met tíma, verði kjörinn Stjórnmálamaður ársins.

Ef henni dytti í hug að hækka persónuafsláttinn, þá er ég viss um að hún kemur því í gegn á no time, eða kanski verðtrygginguna á húsnæðislánum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 22:03

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - Það má vel vera að hún hafi staðið sig vel í trúrtappa&dömubindamálinu en hún Heiða Helga er á móti einksbílnum og Reykjavíkurflugvelli þannig að hún er mjög neðarlega á listanum með öðrum úr sínum flokki.

Óðinn Þórisson, 13.12.2015 kl. 23:33

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað hefur Bjarni Ben gert í að mótmæla einkabíla ofsóknini og Reykjavíkurflugvallamálinu?

Ég svara spurninguni sjálfur af því að ég veit svarið; svarið er EKKERT.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 23:44

18 Smámynd: Sigurður Valgarður Bjarnason

 Það er gersamlega tilgangslaust að hafa viðtal við mann eins og þann sem hóf þessa umræðu, í mínum huga er svona fólk haldið trúblindu í pólitík.

Sigurður Valgarður Bjarnason, 13.12.2015 kl. 23:58

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - takk fyrir að svara þinni eigin spurningu.

Óðinn Þórisson, 14.12.2015 kl. 07:07

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Valgarður - ef þin ath.semd var eingöngu skrifuð til að vera dónalegur við mig þá verður þú að gera miklu betur, hef heyrt þetta allt áður.

Óðinn Þórisson, 14.12.2015 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 93
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 509
  • Frá upphafi: 870528

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 362
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband