Vatnsmýrin besti staðurinn fyrir Reykjavíkurflugvöll

Með hagsmuni landsmanna og flugöryggis að leiðarljósi þá er Vatnsmýrin besti staðurinn fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Stór hluti flugsögunnar er á þessu svæði og því beinlíns rangt að eyðileggja þennan hluta hennar..

Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.

Ég óska öllum Gleðilegra Jóla.


mbl.is Flugvöllurinn aftur í skipulagsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er algerlega ósammála þér Óðinn. Í ört minnkandi innanlandsflugi tel ég Keflavíkurflugvöll al besta kostinn, tel reyndar, að með því að flytja innanlandsflugið þangað, væri mögulega hægt að efla það.

Óska þér sömuleiðis Gleðileg Jól.

Jónas Ómar Snorrason, 24.12.2015 kl. 09:23

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það á að fara að byggja nýjan spítala við Hringbraut og fyrir landsbyggðarfólk er rétt að það komist beint á hann án þess að millienda í Keflavík, það eru um 500 sjúkraflug á ári.

Óðinn Þórisson, 24.12.2015 kl. 12:10

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óðinn

Það er auðvitað hrein snild að hafa þennan frábæra ágæta flugvöll í Vatnsmýrinni, fyrir utan öryggisþáttinn, því hvar stæðum við ef einhver eldsumbrot yrðu aftur á Reykjanesi, eins og úfið hraunið þar ætti auðvitað að minna okkur á.

Jónatan Karlsson, 24.12.2015 kl. 22:04

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, það nú þegar til staðar vísir að bráðaþjónustu á HSS í Keflavík, sem lítið mál er að efla. 

Jónas Ómar Snorrason, 25.12.2015 kl. 10:43

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónatan - góð ábending hjá þér og er ég henni alveg smmála. Það væri beinlíns hættulegt að loka Reykjavíkurflugvelli.

Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 10:59

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ef Reykjavíkurflugvelli verður lokað þá er það mín skoðun að nýji spítalinn verði byggður í Reykjanesbæ.

Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 11:00

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Jónas, þú vonandi gerir þér grein fyrir því að það versta sem hægt veri að gera fyrir innanlandsflug væri að flytja það til keflavíkur, ég veit ekki með þig en myndi giska á að þú ferðist ekki mikið um landið okkar miðað við þessi orð þín um flutning til keflavíkur, en það væru kannski 2 staðir á landinu sem það myndi borga sig að fljúga til tímalega séð ef af þínum hugmyndum yrði, sérðu það fyrir þér að þurfa keyra í klukkutíma til keflavíkur, mæta 2 tímum fyrir flug og síðan fljúga í tæpan klukkutíma, þetta er sami tími og það tekur að keyra til akureyrar en myndi kosta þrisvar sinum meira.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.12.2015 kl. 11:37

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, það er algerlega fráleitt að byggja nýjan spítala í Reykjanesbæ. Hins vegar, þá mætti hugsa sér stöðu hans víðs vegar á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem næst misvæðis, sem núverandi staða er langt í frá. Halldór, þeir sem eru í því að ferðast um landið, gera það ekki með flugi, það get ég nánast fullyrt. Hvað tímann varðar, þá er sá tími sem þú gefur þér verulega afstæður. Af hverju minnist þú ekki t.d. á fólk sem er að koma að utan, eða á útleið utan af landi, sem er sennilega stærsti almenni notandinn. Stór hluti er viðskiptafólk eða bírókratar af Stór-Reykjavíkursvæðinu, búandi miðsvæðis til Kef. og núverandi flugvallar í Vatnsmýrini. þú talar eins og enginn sé tíminn, sem fólk þarf til í dag til að komast á R.flugvöll, nema það sé þá einungis 101 fólk sem sé að ferðast? Nei, þetta er allt of gott land til þess að nota undir ört minnkandi innanlandsflugvöll.

Jónas Ómar Snorrason, 25.12.2015 kl. 12:31

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það eru ekki frambærileg rök í þessu ljóta framsjallamáli að ,,Stór hluti flugsögunnar er á þessu svæði".

Það er álíka og segja, að stór huti laga og reglna sé sögulega á Þingvöllum, - og þessvegna eigi nútíma Alþingi að vera þar!  (Þau rök komu reyndar á sínu tíma, - en meir að segja Jón forseti hafnaði þeim algjörlega.)

Að öðru leiti um þennnan blessaða flugvöll, - að eg er ekki að kaupa það,  að hvergi á Íslandi sé tæknilega hægt að hafa flugvöll nema í Vatnsmýrinni.   Það er auðvelt að afsanna það.  Það eru flugvellir á öðrum stöðum!

Helst á því að best sé að hafa þennan flugvöll bara á Suðurlandi einhversstaðar.  Nóg er landsvæðið þar.  Allt rennislétt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.12.2015 kl. 12:55

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - sammmála það myndi í raun ganga frá innanlandsfluginu að flytja það til Keflavíkur en ég held að það verði aldrei. 

Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 13:34

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ómar Bjarki - stór hluti flugsögunnar er í Vatnsmýrinni, það er bata staðreynd. Það hefur enginn sagt að þeð sé ekki hægt að byggja nýjsn flugvöll annarsstaðar á Reykjavíkursvæði en þar sem flugvöllurinn er í dag er besti staðurinn.

Það er ekki hægt að loka Reykjavíkurflugvelli fyrr en það er búið að ákveða framhaldið. 

Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 13:38

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það er í raun ekkert fráleitt við að byggja nýjan spítla í Reykjnesbæ, það yrði vissulega stór kúvending í málinu enda búð að vinna markvisst að því að byggja nýjan spítla við Hringbraut.

En ef Dagur B. ætlar að halda áfram með þeessa þráhyggju sína með að loka Reykjavíkurflugvelli án þess að taka tillit til flugöryggis og landsbyggðarinnar þá verður þetta mikið deilumál.

Það er búið að vera alger stöðnun á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár ef ekki áratúni, þá kyrrstöðu verður að rjúfa, ef flugvöllurinn verður ekki áfram í Vatnsmýrinni þá þurfa menn að svara því fullkomlega hvar og hver á að borga nýjan flugvöll og t.d á Reykjavík ekki allt Vatnsmyrarlandijð.

Dagur B. er búinn að kæra Ólöfu vegna þess að hún neitar að loka neyðarbrutinni þannig að málið er komið í farveg og munu dómstólar ákveða framtíð neyðarbrautarinnar.

Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 13:46

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

þarf ekkert að borga neitt Óðinn, voila Keflavíkurflugvöllur. Svo er fólk að tala um lest upp á flugvöll, frá RVK, gegn um Hafnarfjörð. Bara að hressa upp á bráðaþjónustu í Kef. no problem minn kæri:)

Jónas Ómar Snorrason, 25.12.2015 kl. 17:52

14 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hvernig er með þennan minnihlutahóp sem er á móti flugvellinu, á hann að ráða...??

Nei, þegar 70.000 þúsund undirskriftir duga ekki til að sannfæra það fólk um vilja

meirihlutans, þá skal bara vaðið yfir alla eins og þeim er tamt.(vinstra liðið)

Látum fólk kjósa um völlinn og hafa niðurstöðuna bindandi. Þora þeir því..??

Vona bara að það fari að birta af degi og höfuðborgin okkar losni við þetta

náttmyrkur sem Dagur og CO er að troða ofan í kok á okkur.

M.jólakveðjum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.12.2015 kl. 19:27

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - hugmyndafræði vinstri - manna um að hlutirnir hvort sem það er heilbrigðisþjónusta eða byggja nýjan flugvöll o.sfrv. kosti ekki neitt virkar ekki.

Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 22:24

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Kristján - DBE sýndi það þegar hann tók við stærstu undirskiftarsöfnun lýðveldissögunnar um að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni að hann hafði engan áhuga á að hlusta á eða taka mark á þeim, þetta virkaði á mann eins og hann liti á þær sem wc - pappír.

Sammmála þar sem þetta er það stórt mál og varðar hagsmi allra landsmanna þá eiga allir að koma að þeirri ákvörðun um framtíð flugvallarins og hún verður eins og þú segir að vera bindandi.

Þessi öfga minnihlutahópur ætlar að láta loka flugvellinum, að hefja framkvæmdir á Hlíðarendastæðinu án þess að það lægi fyrir ákvörðun innanríkisráðherra um að loka neyðarbrautinni sýnir einbeittan vilja þessa fólks að minnihlutinn ráði.

Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 22:33

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er búið að kjósa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.12.2015 kl. 00:02

18 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég er marg búinn að benda fólki á þetta Ómar, að það hafi farið fram kostning um þetta mál, þar sem allir meirihlutar, sem verið hafa síðan 2001, hafi unnið skv. því skipulagi, að flugvöllvellinum skildi lokað.  

Jónas Ómar Snorrason, 26.12.2015 kl. 06:07

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ómar Bjarki - það var vart marktæk kosning og margt breyst síðan þá.

Óðinn Þórisson, 26.12.2015 kl. 08:58

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - þegar yfir 60 þús skrfa undir að flugvöllurinn verði þarna áfram þá er það ótrúleg vanvirðing að hálfu DBE að hunsa það.

Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál. og þjóðin á að fá að segja til um það hvort honum verði lokað, ekki lítill öfgahópur flugvallarandsætðinga sem skilur ekki hlutverk flugvallarins eða hlutverk reykjavíkur sem höfuðborgar.

Óðinn Þórisson, 26.12.2015 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 207
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 566
  • Frá upphafi: 872313

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 417
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband