25.12.2015 | 10:56
Össur ölfugasti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar
Össur er yfirburðar stjórnmálamaður í Samfylkingunni og það væri langt farsælast fyrir flokkkinn að reyna koma því við sem allra fyrst að hann taki við sem formaður flokksins.
Árna Páll er kominn á endastöð, það er klárt mál og því fyrr sem hann fer því líklegra er að Samfylkingin eigi einhvern séns að ná sér aftur á strik og öðlast smá traust.
Það er í raun fáránlegt ef einhverjir flokksmenn hans séu að reyna henda út sínum besta manni.
Ef Árni Páll fer ekki frá sem formaður sem fyrst þá á Samfylkinign engan séns vorið 2017 og mun fá annan skell eins og vorið 2013.
Það eru vissulega nokkrir þingmenn Samfylkingarinn sem ættu að hugleiða að segja af sér og hleypa öðrum að.
Þyrfti að henda Össuri öfugum út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einfaldlega sammála þér Óðinn!
Jónas Ómar Snorrason, 25.12.2015 kl. 12:33
Vonandi verður Árni Páll áfram formaður,þá opnast möguleiki á því að flokkurinn falli af þingi.
Jóhann Elíasson, 25.12.2015 kl. 13:08
Jónas Ómar - takk fyrir innlitið :)
Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 13:21
Jóhann - er ekki verið að tala um landsfund hjá flokknum haustið 2016 og þá fá allir flokksmenn aftur umboðið til að velja nýjan formann.
Ef sú niðurstaða kemur í okt - nóv 2016 þá er raunvörulegur möguleiki að flokkurinn sé búinn að vera og nýr formaður einfaldelga hafi ekki tíma til að endurreisa flokkinn.
Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 13:27
:) Jóhann það getur lifað glatt í glæðum. Ég myndi ekki afskrifa flokkinn. Hins vegar eru gamlingjarnir í framsókn og sjálfstæðis svona smátt og smátt að hverfa. En mín hugsun er sú, hrein og bein. Jafnaðarstefna er ofar öllu, þar fá allir að njóta sín, háir sem lágir. Þar fá allir þá þjónustu sem þeim ber, hraktir, öryrkjar sem aldraðir etc. Engin stefa kemur nærri, sem skapar meira jafnvægi, hefur ekkert með vinstri eða hægri að gera. En þetta vefst auðvitað fyrir fólki, því stundum gerir fólk ekki rétt grein fyrir henni.
Jónas Ómar Snorrason, 25.12.2015 kl. 18:25
Jónas Ómar - jafnaðarstefnan er falleg stefna og hugjón en því miður er Samfylkinign ekki lengur ólikt Alþýðuflokknum ekki boðberi hennar.
Jóhanna færði flokkin mjög til vinstri í sinni formannstíð, Árni Páll hefur ekki náð eða viljað snúa flokknum frá vinstri aftur til jafnarstefnunnar og uppruna síns, ef svo væri þá væri fylgi flokksins meira en 10 % samkv. skoðanakönnunum.
Jón Baldin sagði að flokkurinn væri búinn að tapa erindisbréfin sínu og er ég þar sammála honum.
Þráseta Árna Páls sem formaður er farin að skaða flokkinn allsvakalega.
Óðinn Þórisson, 25.12.2015 kl. 22:19
Er aftur að mestu leiti sammála þér Óðinn. Mín skoðun er sú, að Stefán J. Hafstein eigi að sleppa forsetaframboði í þetta skiptið, þess í stað að bjóða sig fram til formanns, sem ég tel að hann myndi vinna. Fara síðan fram í næstu Alþingiskostningum. Tel það vera fjöður í hatt forsetaframbjóðanda, að hafa setið amk 1 kjörtímabil á Alþingi, eins og embættið er orðið.
Jónas Ómar Snorrason, 26.12.2015 kl. 06:26
Jónas Ómar - ÓRG hefur vissulega breytt forsetaembættinu þannig að ég er sammála þér að það sé rétt hjá Stefáni J. Hafstein að fara ekki í forsetaframboð næsta vor.
Það kann að vera að SJH sé rétti maðuriinn til að taka við x-s , a.m.k sé ég engan leiðtoga innan þingflokksins fyrir utan að sjálfsögðu Össur.
Óðinn Þórisson, 26.12.2015 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.