1.2.2016 | 18:47
Össur heiðursPírati
Jón Baldvin sagði í á dyjunni hjá Birni Inga un daginn að Samfylkingin skipti í raun og veru ekki máli lengur.
Össur heiðurspírati eins og hann kallar sjálfan sig virðist vera kominn á þann stað að Samfylkingin verði að fara í samstarf við aðra vinstri flokka fyrir næstu alþingskosningar og ganga bundinn til kosninga við þá.
Það er þannig að yfirPíratinn Birgitta hefur ekki mikinn áhuga að vinna með borgarlegu og kristilegu flokkunum, hún horft til vinstri enda sagði hún um daginn að hún vildi í raun ekki frjálshyggjufólk í flokkinn.
Það yrði í raun mjög góð niðurstaða ef vinstri - flokkarnir mynda ganga bundnir til næstu alþingskosninga því það myndi klárlega skerpa línurnar mjög mikið og hjálpa stjórnarflokknum.
Píratar með mest fylgi í tíu mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 888611
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki til neitt sem heitir yfirPírati. Ekki heldur heiðurspírati, því allir eru jafnir. Hvernig væri það annars ef ég myndi útnefna sjálfan mig heiðurs-sjálstæðismann?
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2016 kl. 18:56
Guðmundur - Össur hefur nú kallað sjálfan sig heiðursPírata eflaust til að ganga í augum á Pírötum því eins og staðan er núna þá er Samfylkingin ekki fara í ríkisstjórn nema sem hækja Pírata en það dugar þeim því þá fá þeir það sem skipitr þá öllu máli völd.
Samfylkingin mælist með 9 % fylgi og fyrsti formaður flokksins nánast segir að flokkurinn geti ekki boðið fram undir eigin nafni og kennitölu fyrir næstu kosnnigar.
Óðinn Þórisson, 1.2.2016 kl. 19:46
Maður getur varla annað en kennt í brjósti um þau, en Píratar munu ekki þurfa neina hækju nái þeir hreinum meirihluta.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2016 kl. 19:50
Guðmundur - beiðfylking jafnaðarmanna og vinstri - manna nánst pólitískt dauð, í raun ekki hægt að kenna bara ÁPÁ um það.
Það kæmi mér ekki á óvart ef Píratar verða mjög nálægt hreinum meirihluta, ef þið gangið bundir til kosninga með VG og Samfó þá fáið þið ekki hreinan meirihluta.
Óðinn Þórisson, 1.2.2016 kl. 20:26
Mér finnst hálf leiðinlegt að segja þér Óðinn, að ég skynja ótrúlega mikla gremju hjá þér, sérstaklega gagnvart Pírötum. Það eina sem ég hef heyrt frá þeim varðandi næsta kjörtímabil, er að þeir séu til í að vinna með hverjum þeim, sem vill setja á oddinn nýja stjórnarskrá, byggða á hugmyndum stjórnlagaráðs. Að fólk fái að kjósa um áframhald viðræðna við ESB, eru samt ekkert að taka sérstaka afstöðu til málsins almennt, svo best ég veit. Enda ómögulegt, þegar samningur liggur ekki fyrir. Bið þig endilega, ekki að koma með frasann, um að ekkert sé að semja, og ferlið þíði inngöngu. Síðasta land sem gekk í ESB, Króatía 2012, hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu að loknu samningaferli, sem þíðir að Ísland geti gert hið sama! Ættir helst að einhenda þér í að gagnrýna bullið og svínaríið hjá núverandi ríkisstjórn, sem lætur síðustu ríkisstjórn líta út eins og engla, þvílík er spillingin hjá þessari verstu ríkisstjórn lýðveldistímans.
Jónas Ómar Snorrason, 2.2.2016 kl. 09:57
Hérna er samningurinn á ensku: http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:C2012/326/01
Hérna er samningurinn á íslensku: https://www.utanrikisraduneyti.is/media/PDF/Lissabon-sattmali-2.-utgafa-juni-2012.pdf
Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka afstöðu til fyrirliggjandi samnings nú þegar og kjósa svo um hann. Þannig hefur það verið frá 2012 þegar utanríkisráðuneyti Össurar Skarphéðinssonar gaf út íslensku þýðinguna. Össur hefur hinsvegar ekkert verið að upplýsa fólk um þetta neitt sérstaklega. Þess vegna getur hann ekki þóst vera heiðursPírati, því einn af mikilvægari þáttum grunnstefnunnar er upplýst ákvarðanataka.
Ert þú búinn að lesa samninginn Jónas?
Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2016 kl. 10:59
Jónas Ómar - það er engin gremja hjá mér gagnvart Pírötum eða öðrum stjórnmálaflokkum, ég er bara segja mína skoðun og þér er frjálst að hafa þina.
Eina spurning sem þarf að leggja fyrir þjóðina varðandi ESB er þessi.
Vilt þú að ísland verði aðili að ESB.
Já
Nei
Óðinn Þórisson, 2.2.2016 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.