Birgitta ætlaði að hætta í pólitík

Hún hætti við að hætta í pólitík vegna þess að hún var hrædd um að frjálshyggjufólk myndi skrá sig í flokkinn og hugsanlega taka hann yfir.

Ok , þetta er hennar ákvörðun, ekki ætla ég að nota orðið að svíkja gefið loforð.


mbl.is Þingsköp dónalegt orð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er mikilvægt að hrófla ekki við forystu pírata á meðan hreyfingin heldur fylgi glæpaflokka sjallanna og frammaranna svona kyrfilega niðri.

corvus corax, 20.2.2016 kl. 12:25

2 Smámynd: corvus corax

Aftur of nýbúinn... Það að Birgitta hafi ákveðið að hætta í pólitík en síðan snúist hugur hefur ekkert með svikin loforð að gera. Hún var ekkert að lofa einum eða neinum því, heldur var þetta ákvörðun um stefnubreytingu í hennar eigin lífi sem hún síðan ákvað að hætta við. Þetta á ekkert skylt við t.d. að svíkja kosningaloforð, það er allt annars eðlis. Ef ég ákveð t.d. að fara í sund á hverjum degi og jafnvel segi fólki frá því en hætti síðan við það er ég ekkert að svíkja nein loforð. Þá er ég einfaldlega að hætta við ætlun mína.

corvus corax, 20.2.2016 kl. 12:29

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

corvux corax - " glæpaflokka sjallanna og frammaranna " við skulum sleppa öllu svona.

Eins og kemur fram í færslunni vil ég ekki tala um að þetta sé svik hjá Birgittu en það breytir því ekki að Píratar hafa sagst vera með ákveðið kerfi vegna þingmanna, t.d þessvegna hætti Jón Þór Ólafsson.

Óðinn Þórisson, 20.2.2016 kl. 13:37

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég skynja óhemju mikla hræðslu hjá þér Óðinn vegna Pírata, enda er ekki nema von. First og síðast var þetta loforð(ákvörðun) gagnvart þeim sjálfum, ekki nokkrum öðrum, og er því algerlega marklaust hjal af þinni hálfu. Hvort Birgitta kjósi að breita um, kemur þér bara ekkert við, né nokkrum öðrum, enda hefur það ekkert með almenning að gera. Ættir frekar að einblína á svikin, ósögðu hlutina og margt fleira, eiginlega of margt til þess að hægt sé að telja upp, sem núverandi stjórnarflokkar viðhafa. Núna ertu á hálum ís kallinn minn, og maður spyr sig, hver verður næsta ákúra á Pírata frá þér, að þeir andi að sér og frá sér. Hugsaðu um XD flokkinn þinn, sem er óðum að þurrkast út!!! 

Jónas Ómar Snorrason, 20.2.2016 kl. 18:54

5 identicon

Held að þjóðin sé orðin kolvittlaus ef hún ætlar að kjósa yfir sig flokk eins og pírata sem kenna sig við þjófahyski og ræningja,og vill ala á sundrungu og lögleysu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 23:05

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - Píratar verða að þola gagnrýna umræðu um sig og eiga í raun að fagna henni ef þeir í raun og veru vilja opna og lýðræðislega umræðu eins og þeir tala um. 

Þetta hefur allt með almenning að gera enda eru þeir að óska eftir stuðningi almennings til að fá umboð til að koma í framkvæmd sinni stefnu.

Varðandi það sem þú segir að minn flokkur sé að þurrkast út þá fékk hann flest atkvæði vorið 2013 og þar til kosið verður aftur þá er hann stærsti flokkur landsins.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 00:03

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - Píratar hafa spilað sinn leik mjög vel, taka ekki afsöðu í atkvæðagreislum á alþingi þannig að þeir skilji engin spor eftir sig. 

Þegar dregur nær kosningum verður aukin krafa þjóðarinnar að vita fyrir hvað þeir standa.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 00:04

8 Smámynd: Skúli Víkingsson

Píratar tala sífellt um greiðari aðgang almennings að upplýsingum. Þeir eru þátttakendur í meirihluta í borgarstjórn Reykjavikur þar sem pukrið er meira en annars staðar og þeir hafa oftar en einu sinni hafnað opnun á upplýsingar. Þetta eru svik við grundvallarmál þessa hóps.

Skúli Víkingsson, 21.2.2016 kl. 00:39

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, ég veit ekki betur en Píratar taki fagnandi allri normal gagnrýni, hvert sem málefnið er. Hvort það sé þjóðfélagslegt, utanríkis eða innanflokks. Hvort Birgitta skv. þinni gagnrýni sitji 1 kjörtímabil lengur(verður sennilega ekki nema 1-2 ár), er slíkt hjóm, að það nálgast það að vera unun að lesa, sérstaklega frá yfirlýstum flokksmanni sjálfstæðisflokksins, þar sem spillingin grasserar upp um alla veggi, og virkilega hefur áhrif á þjóðina og þjóðarheill. Bara sami gagrýnandi lokar augum sínum fyrir því, því miður, slík er flokkshollustan. 

Jónas Ómar Snorrason, 21.2.2016 kl. 09:19

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skúli - rétt þeir hafa hafnað annarsvegar að reykvingar fái að segja skoðun sína á gæðum þjónustu reykjavíkurborgar og hinsvegar á að opna upplýsingar um skóla.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 10:01

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - færslan er um Pírata en einhvernegin tekst þér alltaf að blanda Sjálfstæðisflokknnum í umræðuna um þá. 

Ég hef gagnrýnt Sjálfstæðisfokkinn hér á þessu bloggi og m.a spurði þig spurninga um daginn sem ég fékk ekki svar við.

Eins og ég sé Pírata þá eru þeir enganvegin að standa við sína grunnstefnu.

Óðinn Þórisson, 21.2.2016 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband