Píratar og stefnumálin

Það styttst tíminn sem þeir hafa til leggja fram sín stefnumál og þá meina ég á afgrendi hátt.


mbl.is Kosningar í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Píratar eru eins og Donald Trump: þeir hafa stefnumál, þau eru á heimasíðu þeirra, og hana les enginn:

http://www.piratar.is/stefnumal/

Þetta er mis-framkvæmanlegt, eins og gengur og gerist.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.4.2016 kl. 16:51

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásgrímur - þeir eiga eftir að svara spurningum eins afstöðu þeirra til Nató, ESB , skatta, vilja þeir há skatta eða lága skatta, eru þeir félagshyggjuflokkur, o.s.frv.  , eina sem í raun hefur komið fram hjá þeim er þeir vilja kúvenda stjórnarská íslands og er ekki kristinn flokkur.

Óðinn Þórisson, 22.4.2016 kl. 17:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn. Það er rétt að Píratar eru ekki með sérstaka stefnu um aðild að NATO. Enda er engin regla til neinsstaðar um að stjórnmálaflokkur sé skyldugur til að hafa útfærða stefnu í slíkum smáatriðum. Hver er annars afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar Íslands að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Ég finn hana nefninlega hvergi á vef flokksins... Aftur á móti má benda á að Píratar hafa þrátt fyrir þetta mótað sér almenna stefnu um utanríkismál sem tekur til milliríkjasamstarfs og þjóðréttarskuldbindinga, og NATO fellur þar undir eðli málsins samkvæmt. Ef þú hefur áhuga á að vita hver hún er þá er enginn sem hindrar þig frá því að lesa hana í kosningakerfi Pírata.

Varðandi ESB, þá eru Píratar, þvert gegn tilhæfulausum fullyrðingum þínum, með skýra stefnu í því máli. Hún er sú að Ísland megi aldrei gerast aðili að ESB nema komið hafi skýr skilaboð um það frá meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enda er það ekki hlutverk einstakra stjórnmálaflokka að taka þann sjálfsákvörðunarrétt af islensku þjóðinni. Hver er annars stefna Sjálfstæðisflokksins varðandi ESB? Ef ég man rétt þá marglofaði formaður flokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrir síðustu kosningar, en það loforð hefur ekki verið efnt. Ég sjálfur hef síðan þá beðið spenntur eftir að fá að hafna ESB-aðild með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tækifæri sé ég núna hvergi í kringum mig nema í stefnuskrá Pírata.

Varðandi skatta, hvort þeir eigi að vera háir eða lágir, er svolítið út í bláinn án þess að skilgreina hvað teljist vera hátt eða lágt, en um það eru örugglega mjög skiptar skoðanir innan allra flokka, það sem einum finnst vera lágir skattar gæti öðrum fundist vera of hátt og svo framvegis. Svo má ekki gleyma því að ríkið hefur enga heimild til að lækka skatta niður fyrir þau mörk sem þarf til að tekjur ríkisins dugi til að efna skyldur þess við borgarana. Þar sem það leiðir af grunnstefnu Pírata að stjórnvöld skuli starfa í samræmi við lög og reglur sem um það gilda, þýðir það því að skattar þuefa nauðsynlega að vera eins háir og þarf til að fjármagna lögboðnar skyldur ríkisins, og enginn stjórnmálaflokkur hefur leyfi til að fara lægra en það. Þess vegna er þetta sjálfgefin stefna Pírata, á meðan ekki hefur verið samþykkt stefna um að skattar skuli vera hærri en sem þessu nemur. Þetta skilja allir sem eru læsir og nenna yfirhöfuð að kynna sér stefnu annarra stjórnmálaflokka áður en þeir stökkva til ályktana. Svo ber stjórnmálaflokkum engin sérstök skylda til að skrifa hvert sandkorn í stefnuskrá.

Varðandi það hvort Píratar séu "félagshyggjuflokkur o.s.frv." eins og þú orðar það. Ef þú ert að velta fyrir þér klassíska vinstri/hægri ásnum þá er hann úreltur. Píratar vilja láta verkin tala, og svo getur hver sem vill dregið sínar ályktanir af þeim verkum hvort honum finnst þau meira til hægri eða vinstri, enda hlýtur það að vera a.m.k. að einhverju leyti einstaklingsbundið mat. Mér finnst til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn ekki vera neinn sérstakur hægriflokkur, heldur frekar miðjusækinn og stundum í fortíðinni jafnvel vinstra megin við miðjuna ef hún er þá til. Ef þú vilt hinsvegar endilega fá skilgreiningu á Pírötum í einu eða fáum orðum, þá er auðvelt að verða við því: Píratar eru borgararéttindaflokkur.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2016 kl. 20:40

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyri málefnalegt innlegg Guðmundur.

Ég vil byrja á því að vera fullkomlega ósammála þér að aðild að Nató sé smáatriði. Árás á eina Nátó þjóð er árás að allar Nató - þjóðir.

Ríkisstjórn GHH óskaði eftir aðstoð frá AGS á sínum tíma sem t.d VG var á móti. 

ESB - er mjög einfalt mál í sjálfu sér, vilja Pírtar sem stjórnmálflokkur að ísland verði aðili að ESB og aðlagi log og reglur þjóðarinnar að ESB. Fólknara er það ekki, það er enginn samningur í boði , aðeins aðild að ESB.

Píratar fengu borgarfulltrúa í Reykjavík og eru í meirihlutasamstarfi þar við hina 3 vinstri - flokkana og ekki hef ég heyrt neitt frá þeim varðandi að þeir séu ósáttir við að útsvarið sé í botni eða á móti breglaðri forgangsröðun að eyða 170 milljónum í að tilgangslausa framkvæmd meðan götur borgarinnar eru eitt gatasigti.

Er ekki borgin að safna 2000 milljónum á ári í skuld ? 

Hægri - vinstri úrelt, nei alls ekki en þetta er míta sem Pírtar eru að reyna koma inn sem stendst enga skoðun enda sjáum við núna skýrt að Pírtar ætla að leiða VG og Samfó hreina vinstri - flokka til valda í haust, ( ReykjavíkurHörmunarmódelið ) og hafna að vinna með borgarlegum flokkum, þannig því miður niðurstana er þessi, Pírtar eru hreinn og tær vinstri flokkur og Birgitta tók fullan þátt í pólitíkum réttarhöldum yfir GHH.

Óðinn Þórisson, 22.4.2016 kl. 22:02

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óðinn.

Varðandi NATO, þá var ég alls ekki að meina að það væri léttvægt, heldur þegar ég var að tala um "smáatriði" þá átti ég við að stefna Pírata er ekki svo sértæk að í henni sé fjallað um NATO sérstaklega, heldur er hún almennt orðuð. Það þýðir að stefna Pírata er sú að vera áfram í NATO, á meðan ekki hefur verið samþykkt stefna sem segir neitt annað.

ESB: Ég var búinn að svara því. Píratar aðhyllast sjálsákvörðunarrétt, og telja því að það sé ekki ekki hlutverk einstakra stjórnmálaflokka að taka þann rétt af islensku þjóðinni í jafn mikilvægu máli og aðild að ríkjasambandi. Þess vegna er stefna Pírata í Evrópumálum sú að Ísland megi aldrei gerast aðili að ESB nema komið hafi skýr skilaboð um það frá meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég veit það mætavel að það er enginn aðildarsamningur í boði nema Lissabon sáttmálinn og það sem honum fylgir. Mig langar að fá tækifæri til að greiða atkvæði mitt í þjóðaratkvæðagreiðslu gegn því að Ísland undirgangist þann sáttmála. Það tækifæri sé ég ekki hjá öðrum en Pírötum, nái framangreind stefna þeirra fram að ganga.

Varðandi athugasemdir þínar um borgarmálin, skal ég viðurkenna að ég er ekki tilbúinn að svara fyrir þau enda ekki vel inn í þeim, en mín áhersla er á landsmálin í þess samhengi. Ég verð þó að benda á að síðast þegar ég vissi eiga Píratar bara einn borgarfulltrúa og ráða því afar litlu ef einhverju um ákvarðanir borgarstjórnar Reykjavíkur. Ég er sammála þér um að borgin glímir við vandamál tengd gatnakerfinu og skuldasöfnun, og það eru vandamál sem ég myndi sjálfur vilja að yrðu löguð ef ég gæti ráðið einhverju um það.

Fullyrðingar um að Píratar séu vinstri flokkur eru ekki beint málefnalegar þegar búið er að gera skilmerkilega grein fyrir því að um rangfærslu er að ræða. Eins og margoft hefur komið fram eru Píratar hvorki hægri- né vinstri- flokkur, heldur hvorugt. Ég þarf vonandi ekki að vitna í Orðabók Menningarsjóðs um merkingu orðsins "hvorugt".

Hvað er annars svarið við spurningunni: Hvort spilar KR í rauðum eða bláum búningum?

Svarið er einfaldlega: það er spurningin sem er vitlaus.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2016 kl. 00:16

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - því miður kaupi ég ekki þessa stefnu/skoðun eða hvað þetta er hjá ykkur Pírötum varðandi Nató, en setjum það til hliðar.

Hef rætt við Pírata og það virðist ekki vera sátt um eitt eða neitt, þessi hefur þessa skoðun og hinn hefur einhvera allt aðra skoðun, nú er ég að tala um grundvallarmál.

En svo til að sýna þér að ég sé þér ekki fullkomlega ósmmála í öllu þá vil ég fá tækifæri til að segja mina skoðun á þvi hvort ísland verði aðili að ESB - þetta sveik Jóhönnustjórnin 3 sinnum á síðata kjörtímabili og því miður ætlar minn formaður ekki að standa við sitt lofoð um að þjóðin segji sína skoðun, það mun verða honum og flokknun erfitt í haust.

Bætum við hér við einni spurnngu, VG og Samfó eru umhverfis og náttúruverndaröfgaflokkar, hvar standa Pírtar, vilja þeir að auðlyndir landsins verði nýttar á skynsmanan hátt eða eins og Ómar Ragnarsson sem vill ekki einsu sinni leyfa byggingu vegar út í hrauni ?

Reykjavíkurflugvöllur, hvað vilja Pírtar gera með hann ?

Óðinn Þórisson, 23.4.2016 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband