Að kjósa Taktískt gegn Andra Snæ

"Styrm­ir er á því að ákvörðun for­set­ans um að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri hafi ekki orðið til að sam­eina þjóðina held­ur hef­ur hún orðið til að auka enn á þá sundr­ungu sem fyr­ir er."

Það er ekki gott að vera í þeirri stöðu að verða að kjósa taktískt 25 júní vegn hættu á því að Andri Snær yrði kjörinn.


Andri Snær er nátturúu og umhverfisÖfgamaður sem fólk sem styður skynsama nýtingu auðlynda landsins gætu aldrei kosið.

Ólafur Ragnar vissulega kom í bakið á þeim sem höfðu boðið sig fram, breytti leiknum allsvakalega en hann nýtur samt enn mikils hyllis vegna andstöðu hans við Icesave - Jóhönnustjórnarinnar.


mbl.is Sameinar ekki, heldur sundrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er sammála Styrmi um það hvort eigi ekki að afnema þetta forsetaembætti og um rökin fyrir því. Forsetaembættið hefur þróast sem nokkurs konar konungsdæmi með allri þeirri tilgerð sem því fylgir. En ég er líka sammála þér um nauðsyn þess að koma í veg fyrir kjör Andra Snæs. Mér fellur ekki í geð þessi hugmynd um þjóðgarð sem þekur hálft landið. Auk þess gengur sú hugmynd ekki upp ef fólk ætlar líka að vera á móti vegaframkvæmdum á hálendinu. þá kemst enginn til að njóta nema eiga þyrlu eða stunda utanvegaakstur.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.4.2016 kl. 13:04

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári  - kannski er forsetaembættið bara tímaskekkja a.m.k er alveg ljóst að það þarf að setja ákveðnar skýrar skorður hvað hann geti setið lengi.

Þessar takmarkanir ætti líka að setja á alþingsmenn og bæjar&borgarfulltrúa þar sem það spillir að sitja of lengi. SJS er t.d búinn að sitja á alþngi síðan 1983. það á ekki leyfa svona bull.

Ef kosið yrði um hvort það ætti að vera forseti, myndi ég svara NEI.

Þar sem Andri Snær er öfgamaður þá gæti hann aldrei náð að sameina þjóðina, hann myndi frekar sundra henni og það yrðu mikil átök í kringum allar hans embættisfærslur.

Hugmynd hans að loka hálendinu fyrir íslendingum og öðrum er svo steikt að eina leiðin hugsanlega til að koma í veg fyrir kjör Andra Snæs er að kjósa taktískt gegn honum.

Óðinn Þórisson, 23.4.2016 kl. 16:26

3 identicon

Þeir sem eru fastir í fortíðinni kjósa auðvitað Ólaf. Jóhönnustjórnin en löngu hætt og Icesave búið. Ég ætla að velja framtíðina og er enn að bíða eftir frábærum frambjóðenda.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 17:17

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgk - þetta snýst um að koma í veg fyrir kjör Andra Snæs.

Óðinn Þórisson, 23.4.2016 kl. 17:36

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Icesave varð ekki til vegna Jóhönnustjórnar Óðinn, hins vegar var það hennar að leysa það mál með einum eða öðrum hætti, og tókst það bara fjandi vel, erum við ekki sammála um það? Hvað Andra Snæ varðar, þá er ekki rökrétt að dæma fólk umhverfisöfgafólk, sé það á þeirri skoðun að vilja landinu sem best, frekar en að rústa því fyrir hræbillega orku til stóryðjuvera, aðallega mengspúandi álvera eins og þið virkjunarsinnar óskið helst. Andri Snær er góður kostur til Forseta, en ég yrði að hugsa mig vel um, ef Guðni Th. færi einnig fram, enda báðir afbragðs menn. 

Jónas Ómar Snorrason, 24.4.2016 kl. 07:42

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - Jóhönnustjórnin hélt svo vel á Icesave - málinu að 98 % þjóðarinnar stögu NEI við Svavarsamnignum. Mjög sérstakt að a.m.k SJS hafi ekki sagt af sér þegar sú niðurstaða lá fyrir.

Andri Snær er á móti skynsamari nýtingu auðlynda landsins stillir sér þar með upp gegn eðlilegri atvinnuuppbyggingu í landinu í orkumálum.

Það er margir að bíða eftir því hvort Guðni Th. bjóði sig fram til embættis forseta íslands en þá kemur altlaf að því sama að hvort verði að kjósa taktískt til að koma í veg fyrir kjör Andra Snæs.

Óðinn Þórisson, 24.4.2016 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 323
  • Frá upphafi: 870018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 227
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband