ÁTÖKIN UM REYKJAVÍKURFLUGVÖLLL HALDA ÁFRAM

„Þó svo að til­lög­ur þess efn­is hafi verið sett­ar fram síðan 1990 og marg­ir stjórn­mála­menn und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, er ekki þar með sagt að sú aðgerð stand­ist reglu­gerð"

Átökin á milli annarsvegar landsbyggðarinnar og flugöryggis og hinsvegnar borgarstjórnarmeirihlutans og Vals halda áfram.

Þrátt fyrir ytir 60 þús undirskriftir þá ætla Píratar sem elska svo mikið að leyfa fólkiinu að segja sína skoðun hafa ekki sýnt þessu máli nokkurn áhuga.

Reykjavíkurflugvöllur, er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.


mbl.is Reikna ekki með bremsuskilyrðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða mál ertu nákvæmlega að meina? Er það hvort það eigi að vera flugvöllur í Reykjavík, eða hvar hann skuli vera, með hvað margar flugbrautir, eða hvernig hann skuli snúa eða hvernig hann eigi að vera á litinn? Það væri mjög gagnlegt fyrir upplýsta umræðu ef þú gætir útskýrt nákvæmlega hvað þú ert að meina og hvað þér finnst að Píratar ættu að gera í því sambandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2016 kl. 18:14

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - varðandi staðreyndir um Reykjavíkurflugvöll þá bendi ég þér á http://www.lending.is/.

Píratar eru í meirihluta í Reykjavíkurborg og geri ég ráð fyrir því að þeir hafi þar tillögurétt. 

Píratar hafa silgt í gegnum þetta meirihlutasamsarf án þess að þurfa í raun að standa fyrir eitt eða neitt eða svara fyrir eitt eða neitt og vilja í raun ekki að fólk viti að þeir séu í þessum meirihluta af augljósum ástæðaum.

Ef Píratar í raun og veru meina eitthvað með þessu lýðræðistali sínu er það lágmart að leggja fram tillögu um að a.m.k Reykvíngar fái að segja til um hvort flugvöllurinn verði þarna áfram eða ekki, en auðvitað ættu þeir þar sem flugvöllvöllurinn er samgöngumáti sem landsbyggðarfólk notar þá ættu þeir að leggja fram tillögu um að þjóðin fái að ráða framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Óðinn Þórisson, 16.5.2016 kl. 20:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óðinn. Ef ég skil núna rétt þá er það þín afstaða að þú viljir hafa flugvöllinn áfram á sama stað. Ég get þá huggað þig með því að Píratar hafa ekki samþykkt neina stefnu um að færa flugvöllinn á annan en núverandi stað. Það er engin þörf á því að leggja fram tillögu um breytingu ef það er ekki ætlunin að gera breytingu. Þess vegna myndu Píratar ekki leggja fram sérstaka tillögu um staðsetningu flugvallarins nema það væri vilji til þess að breyta henni. Eins og fyrr sagði virðist slíkur vilji hinsvegar ekki vera fyrir hendi meðal Pírata, fyrst enginn þeirra hefur gert tillögu um að breyta staðsetningunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2016 kl. 22:05

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudnur - rétt að leiðrétta fyrst þetta hjá þér, flugvvellir eru ekki færðir, þeim er lokað og nýjir byggðir. 

Annars er þetta hjá þér típýskt Pírata - ekki svar við grundvallarspurnngu. 

Óðinn Þórisson, 16.5.2016 kl. 22:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svarið við hinni svoköluðu „grundvallarspurningu“ þinni liggur alveg ljóst fyrir, ef þú vilt skilja það.

Að svo stöddu er engin samþykkt stefna hjá Pírötum um að loka Reykjavíkurflugvelli eða færa hann til.

Af því leiðir að óbreyttu að stefna Pírata sé sú að flugvöllurinn skuli áfram vera þar sem hann er núna.

Því fyrr sem þú áttar þig á þessum staðreyndum, því betra verður það fyrir þig og upplýsta umræðu um málið.

Ég mæli svo með því að þú beinir hatri þínu í garð ætlaðra „flugvallarfæringarsinna“ að öðrum en Pírötum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2016 kl. 00:59

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - furðurlegt að þú talir um eitthvað hatur af minni hálfu í garð Pírata varðandi Reykjavíkurflugvöll, Píratar verða að þola að það sé tekin umræða um þá án þess að halda það þeð sé eitthvað hatur á bak við það.

Það sem mér finnst alveg vanta hjá þér er skylkingur á hlutverki Reykjavíkurflugvallar og það að Píratar eru í meirihluta og Ólöf er að berjast á fullu í dómskerfinu gegn því að þið í meirihlutanaum og Val látið ekki loka neyðarbrautinni sem yrði fyrsti huti þess að loka flugvellinum öllum og þar með að stikra út stóran hluta af flugsögunni.

Því miður er staðan sú að Pírtar hafa enga stefnu í grunarvallarmálum og ég vona að fjölmiðar fari nú að hisja upp um sig brækunar og krefju þá um svör við grudvallarspurningum.

Ef þú ert að biðja mig um þöggun um Pírata þá get ég ekki orið við því.

Óðinn Þórisson, 17.5.2016 kl. 07:12

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn. Ég var alls ekki að fara fram á neina þöggun, en það væri umræðunni til framdráttar ef hún væri höfð málefnaleg og í það minnsta byggð á staðreyndum. Ég hef alveg prýðilegan skilning á hlutverki Reykjavíkurflugvallar, þakka þér fyrir. Eins og flestir flugvellir þjónar hann fyrst og fremst því hlutverki að flugvélar geti haft sig til flugs og lent þar.

Sú fullyrðing að Píratar hafi enga stefnu í grundvallarmálum, er ósköp einfaldlega röng. Í kosningakerfi flokksins hafa verið samþykktar stefnur í um 70 málaflokkum og fer þeim jafnt og þétt fjölgandi. Margar þeirra eru í grundvallarmálum á borð við efnahagsmál, skattamál, menntamál, heilbrigðismál, sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Fjölmiðlar þurfa ekkert að krefjast neinna svara við þeim grundvallarspurningum því svörin við þeim liggja einfaldlega fyrir í kosningakerfinu fyrir alla sem hafa áhuga á að lesa sér til um þau.

Ég skal þó viðurkenna að það hefur ekki verið samþykkt sérstök stefna varðandi legu Reykjavíkurflugvallar. Ástæða þess að það hefur ekki verið gert er líklega sú að flestir líta svo á að stefnur eigi að vera almenns eðlis, en ekki „einsmálsstefnur“ um einn tiltekinn flugvöll, höfn, veg, brú eða álver. Hinsvegar er ekkert því til fyrirstöðu að hver sem er leggi fram slíka tillögu, til dæmis að heildstæðri stefnu um flugsamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, og þá þarf ekki samþykki nema þriggja flokksmanna til þess að koma henni til almenna atkvæðagreiðslu meðal allra flokksmanna. Ef þú setur fram slíka tillögu fullbúna skal ég meira að segja bjóðast til að reyna að koma henni í atkvæðagreiðslu fyrir þig, ef það gæti orðið til þess að róa þessar miklu áhyggjur þínar. Þannig vinnur maður áherslum sínum brautargengi, með því að vinna í þeim, en ekki með því að æpa á internetinu á þá sem síst skyldi.

Fyrst þú nefndir Ólöfu, má halda því til haga að forveri hennar og samflokkskona Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifaði undir samning um að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Ekki einu sinni heldur tvisvar, fyrst þegar hún var borgarstjóri og svo sem innanríkisráðherra. Þar á undan var það annar samflokksmaður, Sturla Böðvarsson, sem undirritaði árið 2005 samkomulag um að byggja samgöngumiðstöð á þeim stað þar sem flugbraut 06/24 stendur, og hefði það eðli málsins samkvæmt haft lokun brautarinnar í för með sér. Óðinn, það væri kannski betur við hæfi að beina gagnrýni að þeim sem bera ábyrgð á þessum ákvörðunum, heldur en að úthúða flokki sem hafði ekki einu sinni verið stofnaður þegar þessi vegferð hófst.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2016 kl. 10:17

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudnur - færlsan er málefnaleg af minni hálfu og bendi ég þér m.a á síðu þar sem eru allar upplýsingar varðandi hlurverk Reykjavíkurflugvallar eru.

Flugvellir eru samgöngumáli og fyrir eyju eins og Ísland skipta þeir miklu máli.

Ólöf er búinn að vera frá því hún tók við sem innanríkisráðherra að reyna að þrífa upp eftir HBK sem skildi það aldrei að hún var innanríkisráðherra en ekki enn borgarfulltrúi.

Pírtar hafa enga stefnu varðandi Reykjavíkurflugvöll, ESB, Nató og skattamál, það út af fyrir sig er sýnir ansi mikið um innihaldsleysi þessa flokks.

"bjóðast til að reyna að koma henni í atkvæðagreiðslu fyrir þig"

fyrirgefðu en þú þarft ekki gera eitt eða neitt fyrir mig, ég hef skýra sýn á málið og hef engan áhuga að láta mitt nafn við Pírata.

Leggið fram þessa tillögu fyrir fólkið í landinu, landsbyggðarfólk, sjúka og veika sem nota sjúkraflug, fólk sem þarf að komast í bæjinn vegna LSH og almennt að sinna sínum málum í höfuðborginni. eða eru Pírtar 101 flokkur ?

Ég er ekki úthúða eða með eitthvað hatur í garð Pírata, ég er bara að fjalla um Pírata sem eru í borgarstórnarmeirihlutanum sem er að reyna að ganga frá Reykjavíkurflugvelli dauðum, Píratar eru ábyrgir , það er ekki endalaust hægt að íta á hlutlausa takkannnþegar erfið mál koma upp.

Óðinn Þórisson, 17.5.2016 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 417
  • Frá upphafi: 870436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband