Samfylkingin höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins

"Frelsi einstaklingsins er grunnurinn að sanngjörnu og umburðarlyndu samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum lífsháttum. Þetta sannast best þegar litið er til landa þar sem einstaklingsfrelsið er fótum troðið. Á undanförnum árum hefur verið reynt að gera hugtakið tortryggilegt og bendla það við græðgi og yfirgang. Frelsi til athafna, skoðana og tjáningar þykir svo sjálfsagt að eftir því er ekki lengur tekið. Ef við gætum ekki að okkur kann að verða gengið á réttindi sem við teljum sjálfsögð án þess að við tökum eftir því."
Stjórnmálaályktun 42. landsfundar Sjálfstæðisflokksins

Það hefur komið skýrt fram að Samfylkingn ætlar ekki undir neinum kringumstæðum að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu alþingskosningar.

Samfylkingin hefur með kjöri Oddnýjar sent skýr skilað um að flokkurinn ætlar að vera yst á vinstri - væng sjórnmálanna en Sjálfstæðisflokkurinn verður fyrst og síðar flokkur allra stétta.





mbl.is Oddný formaður Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er langt síðan að Sjallarnir hættu að vera flokkur allra stétta og styðja fólk að komast í eigið húsnæði.

Nú eru Sjallarnir eins og hinir flokkarnir styðja við peninga elítuna og líta niður á almenna borgara landsins.

Það var vinstri hjörðin sem kom örorku og eldri borgurum í þá stöðu að þetta fólk á að lifa á 160 þúsund á mánuði, þegar það er marg búið að sýna að fátækramörkin eru rétt um 300 þúsund.

Sjallarnir lofuðu að leiðrétta þessa villu í stöðu öryrkja og eldriborgara, en yfirmaður fjármála á Íslandi heldur því fram að það sé auðvelt að lifa á 160 þúsund og þar af leiðandi verður ekkert gert í kosningarloforðinu sem á auðvitað að kalla kosningasvik.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2016 kl. 18:40

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

 Jóhann - endilaga ekki detta í þetta rugl eins og vinstri - menn með nafnið á Sjálfstæðisflokkinum. 

Það er ekkert nýtt að vinstri - menn rýri kjör fólks, þeirra stefna er að hafa háa skatta sem leiðir til þess að fólk hefur lægri ráðstöfunartekjur.

Almenna skuldaleiðréttingin tókst vel, agi hefur verið í ríkisfjármálum og nú er verið að vinna í haftamálunum , sá árangur er Bjarna og ríkisstjórnarflokkunum að þakka og engum öðrum.

Óðinn Þórisson, 3.6.2016 kl. 19:31

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú ætla ég að segja að þú ert flokks blindur.

Það var Framsókn sem kom leiðréttingunni í gegn í trássi við yfirmann fjármála á Íslandi sem átti auðvitað að segja af sér embættinu. En leiðréttingin var í stjórnarsáttmálanum þess vegna var yfirmaður fjármála á Íslandi nauðbeygður til að standa ekki vegi þess.

En ef þú Óðinn heldur að Leysa einhver höft hjálpi öryrkjum og öldruðum að fæða sig og klæða og kaupa lyf eftir að það er búið að greiða 100 þúsund í húsaleigu, þá skil ég ekki þinn hugsunargang Óðinn minn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2016 kl. 20:08

4 identicon

VG er höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokkur er höfuðandstæðingur Samfylkingar. Enginn flokkur er flokkur allra stétta og allra síst Sjálfstæðisflokkur.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 20:17

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - " Nú ætla ég að segja að þú ert flokks blindur. " við skulum sleppa öllu svona

Aðalástan fyrir því að ég er hægri maður er að ég er talsamður frelsi einstaklingsins og að fólk fái tækifæri til að bjarga sér sjálft það er mjög erfitt ef ekki ómörulegt þegar stjórnvöld eins og var í tilfelli Jóhönnustjórnarinnar þar sem aðalmarkmiðið var að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki og draga úr hvötum.
Má ég spyrja þig eftirfarandi spurningar, ertu þú með skáð lögheimili&borgar þú skatta á íslandi ? ég virði það fullkomlega ef þú svarar ekki þessari spurningu.

Ég hef talað skýrt gegn aumingjastefnu vinstri - manna.

Það er alveg ljóst að þú virist vera meira til að gagnrýna Sjálfstæðisflokkin sem er hægri flokkur en Samfylkinguna sem er róttækur vinstri flokkur, mjög sérstakt.

Óðinn Þórisson, 3.6.2016 kl. 20:28

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - Samfylkingin var stofnaður sem höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins þessvegna er það alveg ljóst að stærstu mistök forystu Sjálfstæðisflokkksins var að fara í stjórnarsamstarf við Samfylkinguna 2007.

Bankamálaráðherra haustið 2008 þar bankarnir hrundu var Samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson.

Óðinn Þórisson, 3.6.2016 kl. 20:32

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég var nú svo heppinn Óðinn að ég losnaði undan sköttum til Íslands fyrir tveimur árum vegna atvinnu. Ég var krafður um skatta þó svo að ég ætti ekki heima á Íslandi síðan 1971, en fékk enginn hlunindi fyrir.

En já, ég greiði ennþá skatta af lífeyrissjóði sem ég er að byrja að fá í þessum mánuði, ég læt þig vita hversu mikið íslenska ríkið að hyrða af því í skatta seinna. Og svo er ég að greiða eignarskatta líka.

Ég er ekkert að fela neitt fyrir skattayfirvöldum þó svo að ég sé með aflandsreikninga. Íslensk skattayfirvöld vita og hafa vitað allt um mín fjármál síðan 1971, en það er meira en yfirmaður fjármála á Íslandi getur sagt.

Ég er hvorki hægri né vinstri maður í pólitík, en ef ég sé óréttlæti, þá læt ég í ljós mína skoðun.

Ef þér finst að ég gagnrýni Sjallana meira en Samfó, þá hefur þú ekki lesið pistlana og athugasemdir sem ég hef skrifað á mbl.is blogginu, af því að ég hrauna yfir þá báða, þegar mér finnst að þeir séu að kúga fólkið.

Þér er alveg óhætt að spyrja mig spurninga Óðinn, ég hef ekkert að fela eins og allar 63 spilltu gúngurnar á Alþingi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.6.2016 kl. 20:51

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - færð stórt kredit frá mér að svara minni spurningu á þetta opinn og skýran hátt.

Í raun erum við fullkomlega sammála, við viljum að fólk hafi það sem best, hafi meira milli handanna og fái tækifæri til að bjarga sér sjálft og að við hugsum vel um okkar minnstu bræður og syrstur.

Við viljumn ekki ríkisbúskap og viljum ekki að skatta allt í drasl.

Óðinn Þórisson, 3.6.2016 kl. 21:58

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Stundum hef ég það á tilfinninguni, að þegar þú ræðir um vinstri fólk, þá sértu staddur í kring um 1960-90. Horfir ekki til þess að fólk hefur brotið af sér stefnur, sem hugnast ekki fólki, en þú viljir samt að sama fólkið haldi þeirri stefnu, einungis þú og þínir líkar VILJA það,til þess að réttlæta eigin gjörðir, þá helst í þágu sérhagsmuna. Ég veit um fullt af aðilum, sem gætu plummað sig flott í sjávarútvegi t.d. en er sett stólinn fyrir dyrnar vegna sérhagsmuna, þetta virðist þú vilja. Hvað nefnist það, hægri kommúnistmi, pilsfaldarkapitalismi. Íslensk hægri stefna er ekki hægri stefna, hún er sérhagsmunastefna. 

Jónas Ómar Snorrason, 4.6.2016 kl. 08:41

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það er jafn skýr munur vinstri og hægri eru í dag og var 1990. Hafðu í huga að Samfylkingin er ekki ekki nálægt þvi að vera Alþýðuflokkurinn sem var jafnarmannaflokkur.

Hugmyndafræði vinstri - flokka eins og t.d Samfylkingarinnar er háir skattar þannig að fólk hafi minni ráðstöfunartekjur, að ríkið sé allt í öllu, öfund í garð þeirra sem eiga meira en aðrir, frelsi einstklingsins með ábyrð og einkaframtak er eitthvað sem Samfylkingin er ekki boðberi.

Ég ætla að biðja þig um að lesa aftur yfir stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins um Frelsi, er þetta ekki nákvæelega ástæðan fyrir því að Samfylkingin skilgreynir sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins.

Óðinn Þórisson, 4.6.2016 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 163
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 870200

Annað

  • Innlit í dag: 117
  • Innlit sl. viku: 184
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband