19.9.2016 | 17:44
Steingrímur J. Sigfússon
Þjóðin hefur verið að kalla eftir meiri upplýsingum , meira gensæsi og allt upp á borðið og í ljósi þessa er að mínu mati þessi skýrla unnin og borguð af heiðursfólkinu Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaugi Þór Þórðarssyni.
SJS var einn af höfuðpaurunum í að pólitísk réttarhöld yrðu haldin yfir GHH en ég myndi aldrei undir neinum kringumstæðum styðja að farin yrði sú leið gegn SJS, ef þess gerist þörf þá erum við með réttarkerfi.
Skýrlan er gott innlegg í umræðuna um vinnubrögð SJS sem fjármálaráðherra.
Ekki skýrsla í skilningi þingskapa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
GHH var dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot af Landsrétti. Sá sem skipaði fólkið í þennan dómstól heitir Geir Haarde þá verandi forsætisráðherra. Ég trúi því tæplega að réttsýnir menn er þá sama í hvaða flokki þeir eru vilji að þjóðin loki augum sínum fyrir afbrotum stjórnmálamanna.
Það voru auðvitað alvarleg mistök, að allir 4 ráðherrarnir fyrrverandi hefðu ekki verið látnir mæta fyrir dóminn. Greinilegt er að uppfæra verður þann dómstól sem á að hafa aðhalda að stjórnmálamönnum. Færa verður alla ákvörðun um hvort menn fari fyrir slíkan dómstól verður að fara út úr þingsal.
Eini aðilinn sem getur sýknað stjórnmálamenn af slíkum ásökunum er dómstóllinn. Það liggja enn þrír stjórnmálamenn undir grun
Kristbjörn Árnason, 19.9.2016 kl. 18:28
"borguð af heiðursfólkinu Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaugi Þór"
Voðalega eitthvað svo kjánalegt.
Friðrik Friðriksson, 19.9.2016 kl. 18:37
Kristján - GHH var á endanum dæmdur fyrir að halda ekki fundi.
Það að aðeins einn ráðherra var sendur fyrir landsdóm var í boði 4 þingmanna Samfylkingarinnar.
Sammála það á að taka út úr þingsal að þingmenn geti sent pólitíska andsæðinga fyrir Landsdóm sem ætti að leggja niður enda höfum við réttarkerfi.
Svandís Svavarsddóttir sagði á sínum tíma eftir að hún var dæmd að hún væri í pólitík.
Óðinn Þórisson, 19.9.2016 kl. 20:10
Sennilega er best fyrir þig að segja sem minnst Óðinn. Ef þetta fer í óháða rannsókn eins og farið hefur verið framá getur það eins komið á daginn að Steingrímur sé alsaklaus af þessum áburði. Og þá situr þetta " heiðursfólk" þitt í djúpum skít.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.9.2016 kl. 20:42
Jósef Smári - " Sennilega er best fyrir þig að segja sem minnst Óðinn "
Þöggun er ekki valkostur.
Óðinn Þórisson, 19.9.2016 kl. 21:11
Ert vanur að kasta upp einhverju svona og alltaf skaltu hafa síðasta orðið, heldur fram staðreyndum en þær eru bara fyrir þig. Þú bendir á RÚV og þeim að kenna...hendir upp orðið staðreynd en vilt ekkert ræða það nánar.
SDG laug að þjóðinni.
Sigmundur Davíð er sjálfum sér verstur, þessi maður mun aldrei verða í forystuhlutverki aftur.
Herra SDG og heiðursfólk þetta...hver á að taka þig alvarlegan..eða ertu bara fábjáni.
Friðrik Friðriksson, 19.9.2016 kl. 21:42
Eg átti ekki von á því að þú reyndir að gera lítið úr brotum Geirs. Þetta voru reyndar stjórnarskrárbrot. Hannvar reyndar sá eini sem fékk tækifæri til að verja sig.
Þetta voru reyndar ekki venjulegir ,,ekkifundir". Hann upplýsti ekki ríkisstjórnina um að framundan væri hrun bankakerfisins á Íslandi og algjör krísa samfélagsins.
Hann upplýsti ekki að hann hefði vitað um væntanlega kollsteypu á Íslandi á annað ár. Það kom í ljós að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hrunið hefði verið brugðist við um það leiti sem Geir vissi um málið.
Kristbjörn Árnason, 19.9.2016 kl. 21:59
Kristbjörn - held að hinir 3 ráðherrarnir sem sluppu hafi ekki litið á það sem svo að þeir hafi ekki fengið tækifæri til að verja sig.
Eflaust hefði GHH getað gert margt betur og eflaust viljað gera margt öðruvísi eftir á að hyggja en það verður alltaf að hafa í huga hans aðkomu sem forstætisráherra að neyðarlögunum og fá AGS til landsins en SJS studdi hvorugt.
Óðinn Þórisson, 19.9.2016 kl. 22:37
Skiptir engu máli hvað hinir segja...síðuhafinn er meðvirkur í öllu...bara ef það sé framsókn og sjallar..þá er hann sáttur.
Friðrik Friðriksson, 20.9.2016 kl. 00:05
Skýrsla eða eitthvað annað nafn. Skiptir svo sem litlu máli hvað menn kalla þessa vinnu meirihluta fjárlaganefndar.
Það sem máli skiptir er að þarna koma fram áður óþekktar staðreyndir, sem reyndar margan grunaði en höfðu ekki sannanir fyrir. Um það snýst þetta mál, eða ætti að snúast.
Nafnið, formið eða hvað menn vilja nota til að draga úr trúverðugleikanum, dregur ekki úr staðreyndunum sem fram koma, dregur ekki úr efnisinnihaldi skýrslunnar (vinnuplaggsins).
Ekki mæli ég með landsdómi, enda það fyrirbrigði úrelt. Hins vegar þarf að fara fram óháð rannsókn, vegna áður óframkominna staðreynda. Reynist einhver sekur á það mál auðvitað að afgreiðast fyrir hinu almenna dómskerfi. Þar sitja dómarar sem þekkja löglandsins. Í landsdómi er hins vegar safnað saman fólki sem hefur mis mikla þekkingu á lögum.
Þegar menn hætta að horfa til formsins og líta á efnisinnihald skýrslunnar og þau gögn sem henni fylgja, verður fyrst hægt að taka þátt í umræðunni, þ.e. við þá sem nenna að lesa skýrsluna. Því miður virðast fáir sem tjá sig um þessa skýrslu, gefið sér tíma til að lesa hana. Því er umræðan um hana í fjölmiðlum og vefsíðum á þvílíkum villigötum að það hálfa væri nóg.
Það hefði verið skemmtilegra ef þeir sem gert hafa athugasemdir við þetta blogg þitt Óðinn, hefðu lagt á sig að lesa skýrsluna.
Eftir lestur þessarar skýrslu geri ég mér ekki grein fyrir því hvort SJS hafi gerst sekur um lögbrot,eða hvort maðurinn er bara svo víðáttu heimskur. Hallast frekar að síðari staðreyndinni, en vel má vera að hin fyrri sé staðreynd. Í það minnsta þarfti annað hvort vísvitandi lögbrot til verknaðarins eða yfirnáttúrulega heimsku. Hins vegar er víst að óvilhöll rannsóknarnefnd mun geta greitt úr þessari spurningu.
Gunnar Heiðarsson, 20.9.2016 kl. 11:03
Gunnar - takk fyrir málefnalegt og gott innlegg.
VH og GÞÞ hafa ítrekað frá því að skýrslan var lögð fram að ræða ekki um form og eitthvað annað heldur ræða um innihald skýrslunnar.
Til að fá embættisverk SJS sem fjárlmálaréðherra á hreint er best að hlutlaus erlend rannsóknarnefnd fari yfir þennan tíma og skili niðurstöðu.
Ef SJS er eins saklaus og hann segist vera þá á hann að fagna slíkri nefnd.
Það er mjög sérstakt að BJ aðaltslsmaður " allt upp á borðið " sé að gagnrýna að þessa skyrsla hafi9 verið gerð.
VH staðfesti í dag að skýrlan yrði að skýrslu alþingis á morgun.
Óðinn Þórisson, 20.9.2016 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.