x-d og x-b fái tækifæri til að halda áfram með góðu verkin

Þjóðinni hefur vegnað vel undir stjórn x - d og x - b og spurning hvort þeir flokkar eigi ekki skilað að fá tækifæri til að halda sínum góðu verkum áfram.

Viðrein, vilja þeir mynda ríkisstjórn með borgarlegu flokkunum eða sósíalstum sem vilja hækka skatta á fólk og fyrirtæki og anarkistum sem vilja 40 % atvinnuleysi.


mbl.is Gæti styrkt stöðu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Hvar eru þessar yfirlýsingar í fjölmiðlum frá vinstri flokkum að þeir vilji hækka skatta á fólk og fyrirtæki?

Friðrik Friðriksson, 3.10.2016 kl. 08:46

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Frirðik - þú þarft ekki annað en að horfa til Reykjaíkur, útsvar í botni og brengluð forgangsröðun.

Óðinn Þórisson, 3.10.2016 kl. 12:20

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

T.d. hérna er yfirlýsing, það er erfitt að skilja þetta á annan veg en aukin skattheimta, einnig fyrir þá sem eru ekki með gullfiska minni þá ætti að vera vel í minni hvað gerðist seinast er vinstri stjórn tók við, skattheimta jókst upp úr öllu valdi... 

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/02/tekjuhair_leggi_meira_til_samfelagsins/

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.10.2016 kl. 12:44

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - vinstri - menn hafa aldrei og munu aldrei lækka skatta, það er bara þannig enda eru x-s og x-vg sósílistar sem trúa á að skattheimta sé besta leiðin en ekki hvatar fyrir fólk og fyrirtæki að stækka og dafna.

Óðinn Þórisson, 3.10.2016 kl. 14:04

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig væri nú að fá næst ríkisstjórn sem segist ekki bara ætla að afnema verðtryggingu heldur stendur líka við það?

Það er nefninlega fleira sem er íþyngjandi fyrir heimilin heldur en bara þeir skattar sem ríkið innheimtir sjálft.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2016 kl. 15:22

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - þetta var loforð Framsóknar ekki Sjálfstæðisflokksins og hefur BB sagt að það sé ekki á stefnuskrá flokksins.

Hvort telur þú betra að hækka skatta eða lækka skatta ?

Óðinn Þórisson, 3.10.2016 kl. 19:00

7 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Ég er ammála Guðmundi eina ferðina enn. Þetta er ekki aðallega spurning um háa skatta, heldur í hvað þeir fara.

Óðinn ég er orðinn soldið þreittur á "sjálfstæðissynróminu" hjá þér, hvernig væri að þú teldir upp öll góðu verkin hjá þessari ríkisstjórn. Þú mátt sleppa þeim verkum sem eru afleiðingar hrunsins, sem er afleiðing þjófnaðar bankanna, sem voru þeirra eigin verk.

Steindór Sigurðsson, 3.10.2016 kl. 19:03

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steindór - hvort þú sért sammála Guðmundi Pírata er í raun fullkomið aukaatriði fyrir mér.

Árangur, t.d almenna skuldaleiðréttingin, efnahagslífið er í blóma, vörugjöld afnumin, strika yfir gúmmítékkafjarfestingaráætlun fyrrv. ríkisstjórnar, allir kröfuhafar banka búnir að samþykkja nauðasamninga o.s.frv.

Óðinn Þórisson, 3.10.2016 kl. 21:42

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn.

Ef ég skil svar þitt (kl. 19:00) rétt ertu að halda því fram að afnám verðtryggingar sé ekki í kosningastefnu xD.

Ég vil því benda þér á: Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 24. september 2016

Þar segir neðst á bls. 3: "Til framtíðar þurfa lánakjör hér að vera í samræmi við það sem við þekkjum frá  nágrannalöndum okkar."

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að lánakjör sem fela í sér verðtryggingu þekkjast ekki í nágrannalöndum okkar?

En þú þráspyrð mig hvort ég vilji hækka eða lækka skatta. Ég hef svo sem svarað slíkri spurningu frá þér áður en ég skal svara henni aftur og vonandi nógu skýrt í þetta sinn. Tek fram að ég tala fyrst og fremst fyrir mig sjálfan:

Ég vil hvorki hækka né lækka skatta, heldur vil ég fá fyrir skattana mína það sem ég á rétt á að fá fyrir þá, þar með talið að ég hafi efni á því að borga þá. Ég vil geta leitað til læknis og að börnin mín geti gengið í skóla og slíkt, þegar við þurfum á því að halda en ekki þegar ég hef efni á því (semsagt aldrei). Fyrir það er ég til í að borga skatta, og prósentutalan er ekki aðalatriðið svo lengi sem við fáum fyrir skattinn það sem við eigum rétt á.

Ef við fengjum fyrir skattana það sem við eigum rétt á myndu fáir kvarta undan þeim. Það gera Frakkar t.d. ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2016 kl. 23:14

10 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Óðinn minn helmingurinn af því sem þú segir er afleiðing af þjófnaði bankanna, Þ.e. skuldaleiðréttingin sem flestir segja að sé bara sjónarspil. Hitt er samningar við kröfuhafa, sem er afleiðing af þjófnaði bankanna. Ef það er ekki fleira er það mjög rýrt á þremur og hálfu ári. Ég myndi aldrei halda vinnu með svona afköst. Þetta eru bara þurfalingar á ofurþurfalingalaunum.

Steindór Sigurðsson, 4.10.2016 kl. 02:40

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - BB hefur tjáð sig mjög skýrt um afnmám verðtryggignarinnar að hún verði ekki afnumin með einu pennastriki. 

Hér skylja leiðir þegar kemur að sköttum, ég vil borga lága skatta þannig að ég hafi meiri ráðstöfunartekjur.

Ég er ekki á þeirri skoðun að ríkið eigi að vera allt í öllu og þessvegna virka lágir skattar best fyrir fólk og fyrirtæki.

Óðinn Þórisson, 4.10.2016 kl. 07:12

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steindór - almenna skuldaleiðréttingin var ekkert sjónarspil, það get ég staðfest. 


Enn einu sinni sem menn virðist alltaf gleyma, einkabankarinir voru á ábyrð eigenda og stjórnenda þeirra.

Núverandi ríkisstjórn með skattalækkunum hefur gefið atvinnulífinu aftur súrefni og það gengur mjög vel á íslandi en það virðist vera hjá ykkur vinstri - mönnum að alltaf að tala ísland niður.

Óðinn Þórisson, 4.10.2016 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 312
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 216
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband