Tók Samfylkinign þátt ásamt öðrum stjórnaranstöðuflokkum að bregða fæti fyrir að þetta stóra mál yrði samþykkt ?

"að stjórn­ar­andstaðan hefði brugðið fæti fyr­ir lög­fest­ingu samn­ings SÞ um rétt­indi fatlaðs fólks og lög­fest­ingu neyt­end­a­stýrðrar per­sónuaðstoðar"
Þorsteinn Víglundsson

Samfylkingin hefur ekki enn gert upp fylgishrunið 2013 og 2016 og nýtur ekki trausts.

Ef þetta er rétt hjá ráðherra sem við verðum að gera ráð fyrir þangað til eitthvað annað kemur í ljós þá er ekki líklegt að það að Samfylkinign sé að bregða fæti fyrir svona stórt mál sé líklegt til að auka líkur á að flokkurinn verði aftur flokkur sem skiptir máli.


mbl.is Ómerkilegt pólitískt trix
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig getur þriggja manna þingflokkur eiginlega brugðið fæti fyrir stjórnarmeirihlutann sem ræður á Alþingi? Það hlýtur þá að vera afar veikur meirihluti.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2017 kl. 12:41

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - að taka þátt ásamt örðum stjórnarandstöðuflokkum, um það er færslan.

Óðinn Þórisson, 29.5.2017 kl. 12:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ræður stjórnarandstaðan framgangi mála á Alþingi fremur en stjórnarmeirihlutinn?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2017 kl. 13:01

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"Samfylkingin hefur ekki enn gert upp fylgishrunið 2013 og 2016 og nýtur ekki trausts". Er ekki kominn nýr formaður í flokknum ? sitja ekki meirihluta þingmanna flokksins, aðilar sem ekki voru við völd á nefndum árum ? Hvað þarf meira til ? Nýja kennitölu ?

Minni á að enn situr formaður Sjálfstæðisflokksins sem átti reikninga í Panama skjölnum, stóð í fasteignabraski með fjármuni í gegnum hluafélag sem stal bótasjóðum ónefnds tryggingafélags.

Nú er skömmin étin úr húfunni með því að Dómsmálaráðherra velur eiginkonu Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem dómara umfram val hæfnisnefndar, reyndar eins og Birgir Ísleifur gerði  með Hannes Hólmstein árið ´88 en jú þinn flokkur er kominn með krumlurnar á kaf í völdin.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.5.2017 kl. 13:31

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - stjórnarandstaðan hefur tæki til að koma í veg fyrir að mál verði samþykkt og þannig virðist það vera í þessu máli, bara sorglegt.

Óðinn Þórisson, 29.5.2017 kl. 14:25

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - Logi er í formannsstólnum eftir að Oddný þurfti að segja af sér vegna afhorðs flokksins í alþingskosningum, mjög sérstakt að hún sagði sig ekki af sém þingmaður enda rúin öllu trausti.

Oddný fyrrv. formaður fer inn sem uppbótarþingmaður, það er mjög lélegt.

Varðandi Bjarna, þá er hann búinn að fara með sinn flokk í gegnum kosningar þar sem flokkurinn fékk 21 þingsæti , er langstærsti flokkur landsins og hann sem forstætisráðherra.

Það eru til allsskónar nefndir en ábyrgðin er ráðherra og henni treysti ég fullkomlega enda toppstjórnmálamaður sem er ekki að velta fyrir sér kyni eða öðru heldur hennar sannfæringu um hverjir eru bestir til að vinna þau verkefni sem framundan eru í Landsrétti.


Óðinn Þórisson, 29.5.2017 kl. 14:34

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"neyt­end­a­stýrðrar per­sónuaðstoðar"? Nú er ég þroskaþjálfi og vinn við að aðstoða fólk með fötlun. En hef aldrei heyt talað um neytendastýrða persónuaðstoð. Ég hef heyrt talað um Notendastýrða persónulega aðstoð en aldrei hitt. Samfylkingin er mjög flylgjandi því skv. því sem ég þekki enda var grunnurinn að henni lagður á stjórnartíma Vg og Samfylkignar og Guðmundur Steingrímssson sem stýrði nefnd um það mál. Nú þegar eru margir sem njóta þessarar þjónustu sem byggir á því að viðkomandi sér sjálfur um að ráða til sín fólk til aðstoðar og hvað þau gera skv. samningi við sveitarfélag. Ríkið á að leggja til peninga á móti til svitarfélaga skv. samningi um yfirflutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga 2011. En að reyna að kenna 3 mannaþingflokki um að eyðileggja þetta mál sér í lagi þar sem hann er fylgjandi þessu mál er út í hött. Sbr.

 

Logi tel­ur að ráðherra ætti eft­ir að hringja í frétta­stof­ur til að óska eft­ir því að leiðrétta þetta. „Hann er bú­inn að setja okk­ur í þá stöðu núna að við þurf­um að verja okk­ur. Þetta er ómerki­legt póli­tískt trix.“

Niðurstaðan von­brigði

Áður hafði Þor­steinn komið upp í pontu og sagt að niðurstaðan um að mál­efni fatlaðra og fé­lagsþjón­usta sveit­ar­fé­laga myndu bíða hausts og njóta þar sér­staks for­gangs í meðhöndl­un þings­ins hefðu ollið hon­um von­brigðum. 

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að það væri ekki nokk­ur sál á móti því að ljúka þess­um verk­efn­um. „Á fundi formanna á laug­ar­dag voru menn sam­mála um að þessi mál þyrftu meiri og betri skoðun núna yfir sum­ar­tím­ann, m.a. í ráðuneyt­inu, áður en hægt væri að af­greiða þau,“ sagði Sig­urður.

„Þess vegna kom mér ger­sam­lega í opna skjöldu yf­ir­lýs­ing ráðherr­ans í Frétta­blaðinu í morg­un og okk­ur öll­um sem á þeim fundi vor­um,“ bætti hann við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2017 kl. 17:21

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - " Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál ríkisstjórnarinnar. " " Sérstakt átak verður gert til að stytta biðtíma eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu."

Þetta eru tvær setningur úr stjórnarsáttmála ríkisstjórn vg og samfó

Hvar var niðurstaðan, 

"Sjö milljarða króna niðurskurður er fyrirhugaður í heilbrigðiskerfinu í fjárlögum næsta árs. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir í Fréttablaðinu í dag að það væri sjálfsblekking að halda í þá von að þjónusta verði söm"

Að halda því fram að ríkisstjórn VG og Samfó hafi gert eitthvað betra er beinlíns rangt, hún gerði vont ástand verra.

Það er ömurlegt ef satt er að stjórnarandstaðan hefur komið í veg fyrir samþykkti þessa máls. 

Ég bíð enn eftir afsökunarbeiðni Jóhönnu vegna Icesave, gjaldborgar um heimilin, esb - klúðursins o.s.frv.

Óðinn Þórisson, 29.5.2017 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband