Hefur Rúv eitthvað hlutverk lengur ?

Rúv er ríkisfjölmiðill sem við erum skylduð til að borga af og er á aulýsingamarkaði sem skekkir mjög mikið frjálsa fjölmiða á íalandi

Það er rétt að varpa fram þeirri spurnngu hvort þessi ríkisfjölmiðill hafi í raun eitthvað hlutverk lengur með tilliti til mjög breyttra tíma almennt í fjölmiðlum.

Það er lágmark að byrja á því að selja Rás 2 og taka Rúv af auglýsingamarkaði.



mbl.is Breytingar tilkynntar hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því var mikið haldið á lofti hérna áður fyrr ÖRYGGISHLUTVERKINU, en ég get ekki séð að það sé lengur til staðar.  OG EKKI ER LENGUR HÆGT AÐ TALA UM HLUTLAUSAN FRÉTTAFLUTNING OG FRÉTTAMAT ER ORÐIÐ AFSKAPLEGA FURÐULEGT, SVO EKKI SÉ MEIRA SAGT,  Þetta er bara orðið enn eitt RÍKISBATTERÍIÐ, SEM VEX OG DAFNAR EINS OG "PÚKINN Á FJÓSBITANUM"...

Jóhann Elíasson, 26.10.2017 kl. 16:14

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna er hlutverk RÚV:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2196031/

-------------------------------------------------------------------

Það mætti víða skera niður í íslenskum skemmtiþáttum eins og eru á döfinni á næstunni eins og "Fjörskyldan" sem að gengur eingöngu út á innihaldslaus fíflalæti og ég vil ekki að mínar SKATTKRÓNUR  fari í sóðaþætti eins og ófærð.

Jón Þórhallsson, 26.10.2017 kl. 16:30

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - öryggishlutverk Rúv var kannsi 1986 en ekki í dag. Breyttir tímaar í fjölmiðlum minnka verulega hlutverk og mikilvægi Rúv.

Fréttastofa Rúv segist vera hlutlaus, verðum við ekki að terysta henni :)

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 18:23

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - þessi " skemmti " þáttur sem er að fara í loftið á laugaradinn á Rúv er gott dæmi eins og Hástear um hvað Rúv á ekki að vera að gera , hvað þá þáttur GMB.

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 18:24

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Málið hjá þér Óðinn er það, að RUV flytur ekki alltaf fréttir sem þér hugnast, þess vegna villt þú leggja það niður. T.d. varst þú himinnglaður þegar Stundin fékk á sig lögbann, einkamiðill. Bara vegna þess að hann sagði ekki réttu fréttina, að þínum dómi, þó flestir séu á því að lögbannið standist aldrei fyrir dómi. Vandamálið er ekki RUV eða Stundin í fréttaflutningi, vandamálið er flokkurinn þinn, og sérstaklega formaðurinn. En þú villt skjóta sendiboðann eins gáfulegt og það er. 

Jónas Ómar Snorrason, 26.10.2017 kl. 21:30

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - fjölmiðlar eru fjórða valdið, ábyrð þeirra er gríðarlega mikil, óábyrgur og einhliða fréttaflutningur getur ekki verið góður í lýðræðislegu samfélagi.

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 22:26

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Hafa Sjálfstæðismenn ekki verið í meirihluta stjórnar RUV ásamt Framsóknamönnum mest allan tíman síðan RUV var gert að opinberu hlutafélagi. Get ekki séð að það sé neinn annar fjölmiðill á landinu sem sem er ábyrgari í sínum málflutning. Aðrir eru meira og minna háðir skoðunum eigenda sinna. Sbr Mogginn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2017 kl. 00:05

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nema náttúrulega smámiðlar eins og Stundin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2017 kl. 00:06

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn það er stórfrétt hjá öllum alvöru fréttamiðlum, ef t.d. forsætisráðherra kemur fyrir t.d. í panamaskjölum, situr beggja vegin borðs vegna kröfu í þrotabú, er innherji í fallandi banka og svo lengi má telja. Vertu þakklátur fyrir það, að þú sért upplýstur um slík mál. Vandamálið með þinn flokk er eithvað sem þið sjálfstæðisfólk verðið að leysa sjálft, í stað þess að óska eftir þöggum, eins og það leysi málið. 

Jónas Ómar Snorrason, 27.10.2017 kl. 05:53

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - ég hef hvorki verið sammmála IG né KPJ varðandi Rúv.

Óðinn Þórisson, 27.10.2017 kl. 09:57

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - er það ekki stórfrétt að hugsanlega næsti forsætisráðherra Katríin Jak. greiddi atkvæði með því að setja skuldaklafa Icesave á næstu kynsóðir en þetta mun þinn " góði " fjölmiðlil ekki fjalla né onnur mál er snúa að VG . þar er þar sem Stundin fellur sem fjölmiðill.

Óðinn Þórisson, 27.10.2017 kl. 10:00

12 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það mætti líklega skoða að selja RÁS 2, þó svo að hún hafi gert það sem einkareknir miðlar gera minna af en það er að sinna grasrót íslenskrar tónlistar. Þar hafa jaðarhópar átt möguleika að heyrast á öldum ljósvakans á meðan einkareknir miðlar velja "mainstream" tónlist.

Hitt er annað með fréttastofur RÚV að samkvæmt síðustu mælinum (ca des í fyrra) naut sú fréttastofa mest trausts eða um 67% þjóðar.

Ekki veður horft framhjá því.

RÚV á sannarlega rétt á sér, ef menn og konur taka pólitísku gleraugun af sér, þá sést þetta mun betur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.10.2017 kl. 11:57

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - Rúv á að vera lítil stofnum sem sinnir ákveðnum hlutum eins og t.d segja dánarfregnir, þætti um íslenska menningu en ekki lélega þætti eins og ég hef hér minnst á.

Ok , ef við segjum að fréttastofa Rúv sé " hlutlaus " þá hvaða hlutverk hefur ríkisfjölmiðiill , við sækum upplýhsingar um fréttir á netmiðla, CNN, Sky News, Stöð 2 o.s.frv. þannig að í raun skiptir fréttastofa Rúv engu málið í dag.

Vaðandi Rás 2 , þá í dag hafa aðrir útvarpsstöðvar tekið við hennar hlutverki, t.d x-ið, bylgjan, útvarpt saga, léttbylgjan o.s.frv. Nóta Rás 2 peningana í LSH, það hljóta allir að vera sammála um það.

Óðinn Þórisson, 27.10.2017 kl. 12:19

14 Smámynd: Baldinn

Selja Rás 2 segið þið.  Hvað er það sem þið viljið selja ?  starfsfólkið, hljóðnemana eða útvarpshúsið ?. Þetta væru kanski 5 milljónir.  Þú reddar ekki LSH með því.

Þessi RUV umræða er bara leiðinleg og er rekin áfram af fólki sem vill stjórna hvað er sagt og hvenær.  Fréttastofa RUV nýtur lang mest trausts í öllum mælingum og hefur altaf gert þrátt fyrir stanslausar ofsóknir frá hægrinu.  Allar þjóðir sem við berum okkur saman við eru með ríkisrekna fjölmiðla.

Málið er að það horfa og hlusta engir meira á fréttir RUV en þeir sem hæst hafa með að loka þeirri stofnun.  Það er legið yfir hverju einasta orði og stokkið upp með gagnrýni ef þessum hóp mislíkar eitthvað.  Ég mæli með að þið bara horfið eða hlustið á eitthvað annað og látið okkur hin í friði því í lang flestum tilfella eru það fréttirnar frá RUV sem maður treystir á.  Þið hin hafið Moggann sem er jú hálf ríkisrekinn fjölmiðill líka þar sem stórar fjárhæðir hafa verið afskrifaðar reglulega frá hruni.

Góða helgi.

Baldinn, 27.10.2017 kl. 13:38

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - það er hægt að gera margt fyrir LSH fyrir þessar 5 milljónir, sem reyndar ég held að sé talsvert meira virði ef stöðin auglýst til sölu á frjálsum markaði.

" Ég mæli með að þið bara horfið eða hlustið á eitthvað annað og látið okkur hin í friði því "

Vandamálið er Rúv, það lætur mína peninga ekki í friði.

Sömuleiðis Gíða helgi. 

Óðinn Þórisson, 27.10.2017 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband