Hver er raunstaðan varðandi Borgarlínu

Raunstaðan varðandi borgarínu er þessi.

Fjármálarherra hefur sagt að þessi vegaframkvæmd sé algerlega ófjármögnuð.

Samgöngumálaráðherra hefur sagst vilja skoða málið heilstætt, Sundabraut, tvöföldun Reykjanesbrautar o.s.frv.

Meirihluti bæjarstjórnar Garðabæar hefur engan áhuga að setja peninga í vekefnið.

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill fara í aðrar framkvæmdir áður en farið er í þessa framkvæmd.

Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sem núna er verið að mynda telur að málið sé ekki komið það langt að hægt sé að taka neina ákvörðun um málið.

Sá meirihluti sem nú er verið að mynda í Reykjavík er aðeins með 46 % atkvæða á bak við sig og stærsti flokkurinn i Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn er á móti borgarlínu en vill efla almenningssamgöngur.


mbl.is Sveitarstjórnarmenn ekki á einu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru allar meiriháttar samgöngufremkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu ófjármagnaðar núna. Það er ekki fyrr en tekin er ákvörðun um að fara í tiltekna frmakvæmd sem menn fara að koma kostnðainum við hana inn í fjárhagsáætlun. Það á jafnt við um borgarlínu og um mislæg gatnamót eða aðrar samgönguframkvæmdir.

Sigurður M Grétarsson, 7.6.2018 kl. 14:07

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - það verður að teljast mjög óliklegt miðað við raunstöðuna að verði af borgarlínu.

Óðinn Þórisson, 7.6.2018 kl. 14:14

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Enn eru einhverjir áratugir þar til hægt verður að ræða það af einhverri alvöru að leggja Borgarlínu, línan er skír, peningar í verkefnið verða ekki til á næstu árum eða áratugum. Reykjavíkurborg vill flytja flugvöllinn og byggja annan annarsstaðar, það kostar 100+ milljarða. Nýtt hátæknisjúkrahús sem er búið að vera á teikniborðinu síðan ég man ekki hvenær, kostar 100+ milljarða. Elli- og hjúkrunarheimili þarf að byggja fyrir einhverja tugi milljarða. Endurreisa vegakerfið í kring um landið, kostar líklega 300+ milljarða og svo má lengi telja.

Borgarlínan er draumsýn sem ekki mun verða að veruleika næstu áratugina, sama hversu mikill vilji fráfarandi meirihluta borgarstjórnar er, peningar eru ekki til og borgarsjóður er á hvínandi kúpunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.6.2018 kl. 14:23

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það þarf með einhverjum hætti að bregðasst við 70.000 manna aukningu á íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu til að ekki verði allt fast í umfeðrinni. Langódýrasta leiðin til þess er Bbporgarlína eða önnur leið til að efla svo um munar aðra ferðamáta en einkabílinn. Borgarlínan er því raunhæfasti kosturinn til að leysa það mál einmitt vegna þess að það þarf að gera svo margt annað líka fyrir það fé sem við höfum til ráðstöfunar.

Sigurður M Grétarsson, 7.6.2018 kl. 14:31

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas Ibsen - mjög málefnalegt og gott innlegg hjá þér. Samgöngumálaráðherra vill byggja upp flugstöð/samgöngustöð í Vatnsmýrinni og hann er ekki talsmaður þess að loka Reykjavíkurflugvelli meðan enginn annar staður liggur fyrir eða hvernig á að fjármagna byggingu nýs flugvallar.

Það var gerður 10 ára vegaframkvæmdastoppssamingur milli reykjavíkurborgar og Jóhönnustjórnarinnar og átti að nýta peniningana í að auka ferðafjölda fólks í strætó, er enn 4 % eins og þegar skrifað var undir samninginn. Það mun taka tíma að endurbyggja götur borgarinnar.

Óðinn Þórisson, 7.6.2018 kl. 14:41

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - það voru 70 þús einstaklingar sem skrifuðu undir það að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmyrinni en þáverandi meirihluti og sá sem nú féll ákvað að gera ekkert við það lýðræðislega ákall.

Ég ítreka að það er ekki raunhæft að verði farið af stað í Borgarínu miðað við stöðuna. Það verður að horfa á þetta heilstætt og nota peningana skynsamlega þannig að þeir nýtist sem flestum um allt land.

Óðinn Þórisson, 7.6.2018 kl. 14:48

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það veit enginn í raun hvað umrædd Borgarlína muni koma til með að kosta. Menn skjóta út í loftið að það muni kosta 70milljarða, en við sem erum meira en tvævetra vitum að slíkar ágiskanir eru langt frá raunveruleikanum. Hvenær hafa kostnaðaráætlanir staðist, þá meina ég þær áætlanir sem menn hafa setið yfir verkáætlunum, tölum og alls konar útreikningum sem áttu að sýna fram á raunverulegan kostnað verks. Ég held það hafi aldrei gerst að slíkar áætlanir hafi staðist, hvað þá eitthvað skot út í loftið eins og mér sýnis eiga sér stað hvað téð lína eigi að kosta. Ég held að það megi alla vega margfalda þessa tölu með tveimur, slíkur mun kostnaðurinn verða áður en fyrsti vagninn fer að rúlla um teinana eða götuna. Ég er hræddur um að borgarstjórn verði að fara út í aðrar og það raunhæfari leiðir til að leysa þann vanda sem stjórn borgarinnar hefur komið vegfarendum í.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.6.2018 kl. 14:51

8 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Óðinn,

Það er ekki rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sé á móti borgarlínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir því í borginni að komið verði upp alvöru talningabúnaði við öll gatnamót höfuðborgarsvæðisins, þannig verði hægt að meta breytingar í skipulagi og samgöngum útfrá tölvugerðu umferðarlíkani, sem byggi á haldbærum forsendum.

Þetta var, öllum að óvöru, samþykkt í borgarstjórn í mars í fyrra. Það var haldin einn fundur um málið í nefnd, en það síðan svæft af vinstri mmeirihlutanum í borginni. Svo var allt í einu eitthvað komið á skipulag sem heitir borgarlína, áður var þar eitthvað sem hét borgargötur. Það er einungis svona vinnubrögð sem við Sjálfstæðismenn erum ósáttir við.

Valur Arnarson, 7.6.2018 kl. 15:05

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas Ibsen - þessi tala ca 70 milljaðar mun eins og þú rökstyður mjög líklega verða talsvert hærri, og líka það að þetta er ríkis/borgarframkvæmd þá er enn líklegra að ekkert standist varðandi kostnaðartölur og framkvæmdartíma.

Götur eru mjög illa farnar í Reykjavík , verið eyðlaggðar, nú síðast Birkimelur og það framkvæmdastopp sem hefur veirð síðustu tvö kjórtíambil varðandi að laga götur og vegaframkvæmdir sem munu bæta umferð um borðinga mun taka mjög langan tíma og ekki virðist þessi 46 % meirihluti sem er að taka við völdum í Reykjavík vera líklegur til að gera mikið varðandi bættar samgöngur.

Óðinn Þórisson, 7.6.2018 kl. 16:24

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Valur - það vilja allir bættar almenningssamgöngur, tíðari ferðir strætó og að hann gangi lengur á kvöldin og nóttinni þegar þess þarf.

Tölunarnar sýna að fallna meirihlutanum tókst ekki að nota þetta vegaframkvæmdastopp til auka fjölda fólks sem notar strætó.

Þessi vinnubrögð sem þú lýsir varðandi vinstri - meirihlutann koma mér ekki á óvart.

Óðinn Þórisson, 7.6.2018 kl. 16:29

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sjálfsstæðismenn beittu sér mjög á móti Borgarlínu í nýafstaðinni kosningabaráttu.

Annað "rant" um annað hér að ofan ber vott um litla visku.

Sjálfsstæðismenn lögðu til margar aðgerðir, að vísu algerlega ófjármagnaðar og óútfærðar en það kemur ekki á óvart

Hér átti að rífa blokkir, fjölda akgreinum og drita niður misgóðum gatnamótum út um allt, sem fyrr óútfært og órökstutt en 30% kjósenda keyptu þetta rugl og "rant".

Það þarf ekki ræða þetta frekar. Ef þeir sem hér pára vilja láta taka sig alvarlega í umræðunni, þá ættu þeir að skoða bls 12 í núverandi Stjónarsáttmála, sem má finna hér:  http://visir-web-mediafiles.s3.amazonaws.com/8A787C75015E0E355CD2135221456F747177F16704BC502C20B8E69898E4EB3F.pdf

[...]  "stutt verður við borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu"

Hvað sem formaður FLokksins kann að þenja sig til heimabrúks, þá liggur þetta fyrir og verður útfært.

Auðvitað voru svo bráðir Sjallar sem litu og líta enn á hið góða Borgarlínuverkefni sem fullútfært úrræði, sem það er augljósa ekki. 

Það er víst enn kennt víð verkfræði og annað tækninám að til að vita hvert þú ætlar, þá verður þú að vita hvert þú ferð upphaflega. Það heitir að móta stefnu. Stefnu sem henta meirihluta en ekki færri og hagsmunaðilum Sjálfsstæðisflokssins, sem má nú sjá hvernig á að færa vinum FLokksina milljarða en það er önnur saga.

Á meðan "ranta" menn og konur og kórinn eða kvartettinn tekur undir.

Borgarlína er flott verkefni sem mun nýtast afkomendum okkar vel. 

Sjálfsstæðismenn virðast á meðan enn vera á móti, vera í fortíðinni og á móti símanum.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.6.2018 kl. 18:45

12 Smámynd: Valur Arnarson

Ég held að flestir sjái hver það er sem rantar hér tóma steypu út í loftið. En sá aðili virðist búa að þeirri ranghugmynd að langur texti sé merki um gáfulegt innlegg - það er augljóslega ekki raunin í því tilfelli sem hér sést.

Valur Arnarson, 7.6.2018 kl. 19:16

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar -  " annað hér að ofan ber vott um litla visku. " það er alger óþarfi að vera með þennan dónaskap.

" stutt verður við borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu"
þetta er nákvæmega það sem ég er að benda á í færslunni er að það er ekki vilji fyrir þessu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar en auðvitarð verður unnið með þeim að þeim samgönguverkefnum sem þau vilja. t.d tvöföldun Reykjanesbrautar.

Óðinn Þórisson, 7.6.2018 kl. 19:21

14 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Óðinn,

Umburðarlyndi þitt gagnvart Samfylkingarmanninum er aðdáunarverð, en trúðu mér, laun hennar verða engin.

Valur Arnarson, 7.6.2018 kl. 21:20

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Valur - hann hefur haldið sinni línu , ég fer aldrei niður á hans plan, en verður maður ekki að reyna vera umburðalyndur gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir , ekki hefur Dagur B. það.

Óðinn Þórisson, 7.6.2018 kl. 22:18

16 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll aftur Óðinn, þetta er auðvitað þitt blog. En ef þú skoðar þráðin áður en viðkomandi einstaklingur blandar sér í umræðuna, þá er hún á málefnalegum nótum og laus við skæting. Ég tók þá ákvörðun að banna hann, einmitt vegna svona persónurökvillna eins og við sjáum frá honum hér. Hann byrjaði þá í kjölfarið að senda mér tölvupóst og blanda sér inn í allar umræður sem ég tók þátt í bæði á blog.is og á facebook, og í kommentakerfum - ýmist undir sínu eigin nafni eða undir nafninu Jóna Gísladóttir. Ég get alveg rætt við menn sem eru mér ósammála og geri það oft, bæði á facebook og á blog.is - en þetta fyrirbæri er eitthvað alveg spes tilfelli. Verst að það er yfirleitt ekki hægt að greina neitt vitrænt úr þessum langlokum.

Valur Arnarson, 8.6.2018 kl. 01:35

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Valur - takk fyrir ábendiguna, það er mjög sorglegt þegar menn hafa það eina fram að færa er skítkast.

Óðinn Þórisson, 8.6.2018 kl. 10:15

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er alveg rétt að framkvæmdir hér á landi enda oft á því að verða dýrari en upphafleg fjárhagsáætlun hljóðar upp á. Það má því vel vera að svo verði um borgarlínuna. En það á líka við um gatnaframkvæmdir. Það eina sem við vitum fyrir víst er að það að ætla að leysa samgönguvandann á höfuðborgarsvæðinu með breikkun gatna og mislægum gatnamótum er margfalt dýrari aðgerð en borgarlínan og mun skila lakari árangri enda hafa menn komist að því út um allan heim að það er ekki hægt að eyða umferðatröfum þannig því það kallaar alltaf á enn meiri bílaumferð og það verða alltaf flöskuhálsar sem ekki ráða við það. Svo leiðir það þá líka til enn meiri bílastæðakorts sem leiðir til mikillar umferðar bíla sem eru að leita að bílastæði og það fer þá oft mikill tími í það.

Þetta er ástæða þess að borgarlínan eða önnur bæting á almenningssamgöngum auk atórbættrar aðstöðu til hjólreiða er eina raunhæfa leiðin til að taka við 70 þúsund manna fjólksfjölgun án þess að tafatími í umferðinni aukist til muna. Nú eru rafmagnsreiðhjól að verða betri með tímanum og verð þeirra að lækka sem setur möguleika á að nota reiðhjól til samgangna í allt annað samhengi en er í dag og þá sérstaklega hvað arðar raunhæfar vegalengdir til að fara á þeim.

Sigurður M Grétarsson, 8.6.2018 kl. 10:18

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ramgt að strætófarþegum hafi ekki fjölgað. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á seinustu árum. Hins vegar hafa bætt lífskjör seinustu árin leitt til þess að ferðum fólks hefur fjölgað mjög mikið vegna þess að fólk hefur meira efni á að stunda trómstundir eins og að fara í leikhús, bíó, á tónleika og svo framvegis og þær ferðir eru oft á þeim tíma sem sgtrætósamgöngur eru stjálar en umferðatafir engar og því eru mun hærra hlutfall þeirra farnar á bíl en í ferðum til og frá vinnu eða skóla sem eru meðan tíðni almenningssamgangna er hvað mest og umferðatafir mestar. Þess vegna verður aukng þessara ferða til þess að auka hlut einkabílsins í heildar fjölda ferða. Þar að auki hefur gengi krónunnar hækkað mikið sam hefur leitt til lækkunar á verði bíla og eldsneytis sem hefur lækkað rekstrarkostnað bíla til mikila muna. Það er því nokkuð ljóst að ef ekkert hefði verið að gert heði það leitt til umtalsverðs samdráttar í notkun almenningssamgangna. Þetta sést líka vel á því að frá 2011 til 2014 jókst notkun almenningssamgangna úr 4% í 5% en lækkaði svo aftur niður í 4% á milli áranna 2014 og 2017. Það var einmitt upp úr 2014 sem lífskjörin fóru að aukast mikið og gengi krínunnar að hækka mikið.

Það mun vissulega auka hlut álmenningssamgangna í umferðinni að auka tíðni vagna en það þarf líka að stitta tímann sem þeir eru á milli staða. Forgangsakreinar gera það vissulega en það að vera með biðstöðvar þar sem fólk er í góðu skjóli fyrr veðri og vindum og er hlýtt þar sem menn borga inn í vagninn áður en menn fara inn í hann þannig að farþegar fari inn og út um allar hurðir og ekki þarf að greiða í vagninum ásamt öðrum leiðum til að greiða fyrir hraða þeirra eins og göðng eða stokkar þar sem það á við getur aukið meðalhraðan um 50%.

Það var góð samstaða í öllum sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu um borgarlínu þangað til borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fór að setja sig upp á móti henni. Þá fóru flokkbræður þeirra í hinum sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu að bakka hann upp og hafa orð á einhverjum efasemdum um hana sem hefur væntanlega verið flokkslína til að freista þess að ná borginni aftur sem sem betur fer fyrir heill alls höfuðborgasvæðisins virðist ekki hafa tekist.

Sigurður M Grétarsson, 8.6.2018 kl. 10:30

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - eins og hefur komið fram hjá mér þá var ákveðið að setja gatnaframkvæmdastopp í Reykjavík í tíð Jóhönnustjórnarinnar, engar gatnaframkvæmdir síðustu 2 kjörtímabil, niðustaan liggur fyrir að ekki tókst að auka fjölda farðþega í strætó, er enn 4 &.

Það að gera ekki neitt í rúm 8 ár kostar mun meiri skattpengnniga en ef hefði verið haldið áfram að að byggja og laga götur og á sama tíma hefði mátt gera heilmikið varðandi strætó sem ekki hefur veirð gert, hluti til að auka hvata fólks til að ferðat með strætó.

Sú stefna fallna meirihlutans að kúga fólk inní strætó hefur ekki gengið, við búum á íslandi, þar sem fólk vill hafa frelsi til að ferðst um borgina eins og það vill.

Borgarlínan var eitthavað sem var hennt fram í kosningabaráttunni af fallna meirihlutanum, algerlega ófjármagnað og ekki einu sinn borgin var  búin að segja hvar þeir ætluðu að taka þessa peninga, en ef ég þekki fallna meirihlutann rétt þá átti að gera það með auknum álögum á fólk og fyrirtæki.

Það verður líklega myndaður meirihluti í Reykjavík með 46 % atkvæða á bak við sig.

Raunstaðan í dag varðandi borgarlínu er nákvæmlega eins og kemur fram í færslunni hjá mér.

Óðinn Þórisson, 8.6.2018 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband