Reykjavíkurflugvöllur verður áfram í Vatnsmýrinni um ókomin ár

551283_394060587387120_735076052_n[1]Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.

Það að ætla að reyna að loka Reykjavíkurflugvelli er einfaldldega stórhættulegt og hversvegna að eyðleggja flugvöll sem er á besta stað.


mbl.is Borgarlína, stokkur og göng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kópavogsbúar ráða engu um hvað er á landi Reykjavíkurborgar á Vatnsmýrarsvæðinu og þar er meirihluti flugvallarstæðisins í eigu borgarinnar.

Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið á Vatnsmýrarsvæðinu og þar að auki er eignarrétturinn friðhelgur, samkvæmt stjórnarskránni.

Þorsteinn Briem, 6.7.2018 kl. 12:19

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steini Briem - Reykjavíkurflugvöllur var gefinn Íslendingum ekki bara íbúum 101. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál íbúa 101 heldur allra landsmanna.

Ísland er eyja, flug er stór hluti af okkar samgöngum, sjórnsýslan og LSH eru í Reykjavík og þau þjóna ekk bara íbúum 101.

Óðinn Þórisson, 6.7.2018 kl. 13:27

3 Smámynd: Aztec

Það er rétt hjá þér, Óðinn. Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni um aldur og ævi. Dagur og hinir vinstrivitleysingarnir geta rembzt eins og rjúpur við staur, allir samningar um flutning 2026 verða ógildaðir þegar nýr meirihluti tekur við eftir fjögur ár.

Aztec, 6.7.2018 kl. 18:56

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Actec - ef Litla Samfylkingin vill ná einhverjum árangri í næstu alþingiskosningum á landsbyggðinni þá verður flokkurinn að fara varlega í að samþykkja áfram Dags um að loka Reykjavíkurflugvelli á næstu árum. 

Það liggur ekkert fyrir um hvar nýr flugvölur verður byggður eða hvað sú framkvæmd mum kosta og meðan það er raunstaðan þá verður Reykjavíkurflugvelli ekki lokað, það mun ríkisstjórn íslands tryggja.

Óðinn Þórisson, 6.7.2018 kl. 19:57

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Menn og konur mega reyna, flugvöllurinn verður farinn eftir ca 20 til 30 ár.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.7.2018 kl. 20:27

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það sem skiptir öllu máli núna/þetta kjörtímabil sem er að hefjast er að stoppa öll áform Dags um að loka Reykjavíkurflugvelli meðan ekkert annað liggur fyrir um hvort/hvar nýr flugvöllur verður byggður sem mun kosta okkur skattborgarana ekki minna en 100 milljarða, hvaðan á að taka þá peninga , LSH ?

Óðinn Þórisson, 6.7.2018 kl. 21:17

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

HVað sem líður góðum Degi eður ei, þá verða það ekki okkar skattpeningar sem fara í nýja flugvöll. Það vera skattpeningar flugvallarfara sem fara í að borga það hægt og rólega niður. Sjálfsstæðismenn verða að sækja dýpra í mína vasa en það til að hafa af mér aurinn. Ekki er hann sóttur annarsstaðar ;) 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.7.2018 kl. 22:54

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - peningar í stórar framkvæmdir eins og bygging nýs flugvallar verður aldrei sótt annað en í okkar vasa.

Lausn Samfylkingarinnar á öllu er að fólk og fyrirtæki  , ég og þú borgum sem hæstu skattana, t.d Reykjavík , hæsta útsvarið.

En hversvegna að eyða 100 millörðum í nýjan flugvöll þegar við islendingar eigum flugvöll sem er á besta stað fyrir flugöryggi og næst LSH okkar allra íslendigna.

Óðinn Þórisson, 6.7.2018 kl. 23:08

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hluti svarsins gæti verið að nýta þá skattpeninga sem búið er að eyða í innviði. Því að reisa ný hverfi með tilheyrandi kostnaði þegar hægt er að byggja á landsvæði sem má nýta betur ?

Ekki halda menn að skólar, leikskólar, íþróttamiðstöðvar, gatnaframkvæmdir og þess háttar séu og verði fríar ?

Nýr flugvöllur, hvar og hvort hann verður byggður verður ekki reistur að því marki að "ríkið" borgi brússnn. Mögulega leggi út startkostnað og ábyrgðir en svo munu flugvallargjöld sjá um afganginn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.7.2018 kl. 10:18

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - landsvæðið sem Reykjavíkurflugvöllur er á ekki einkamál íbúa 101, þetta er varaflugvöllur, sjúkraflug, áætlanaflug.

Auðvitað á ríkið að taka yfir alla flugvelli á landinu og sjá um þá , það á ekki að vera á valdi einstakra sveitarfélga að geta lokað flugvöllum.

Óðinn Þórisson, 7.7.2018 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 353
  • Frá upphafi: 870010

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband