18.3.2019 | 07:18
Ábyrgð Viðreisnar og Pírata mikil
Viðreisn neitað að samþykkja listann vegna kynjahlutfalls og því var ekki hægt að koma honum í gegnum þingið.
Píratar báðu ekki um að kosið yrði um hvern dómara, Þórhildur Sunna viðurkenndi þau herfilegu mistök í Silfrinu í gær.
Forsetinn skrifaði undir.
Og eini einsaklingurinn sem axlaði ábyrð er heiðurskonan Sigríður Andersen.
Ég treysti Þórdísi Kolbrúnu fullkomlega til að klára þetta mál sem fyrst þannig að Sigríður Andersen geti tekið sitt sæti í ríkisstjórn á ný.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Ráðherra fór nokkuð geyst fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kann að vera að téð þingkona, Sunna Ævars beri ábyrgð sína sem ein af 63 þingmönnum.
Höfundur virðist, viljandi, líta framhjá hinu, að ekki aðeins þáverandi Forseti þingsins, þá þingmaður Sjálfsstæðisflokksins stýrði þingfundi og bar því meiri ábyrgð á málmeðferðinni sem slíkur.
Einnig að meirihlutu þáverandi Stjórnskipunar- og Eftirlitsnefndar báru fram tillöguna þannig að hún yrði borin upp í heild sinni. Hverjir sátu þar og sitja enn ? Jú, einmitt Þingmennirnir Birgir Ármansson og Vilhjálmur Árnason.
Auðvitað er svo hægt að koma fram eins og höfundur og ráðherrann f.v, kennandi öllum öðrum um.
Hefur höfundur kannað hver var á vaktinni í mötuneytinu í Alþingi þennan dag ? Er ekki ráð að reka þau líka ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.3.2019 kl. 08:03
Jón Þór varaði forsetann við því að staðfesta lögin um skipun dómara við Landsrétt
Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2019 kl. 08:56
Sigfús Ómar - Píratar er sá flokkur sem hefur gengið hvað lengst að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrð, Hér er gott tækifæri fyrir Þórhildi Sunnu að gera nákvæmlega það, sýna gott fordæmi.
Óðinn Þórisson, 18.3.2019 kl. 12:17
Guðmundur - hversvegna óskaði hann ekki eftir því að kosið yrði um hvern dómara ? þar var hans tækifæri.
Óðinn Þórisson, 18.3.2019 kl. 12:18
Að sjálfsögðu ber hver og einn þingmaður ábyrgð hvort sem hann tilheyrir meirihluta eða minnihluta. Píratar hafa einmitt falið sig á bak við að að MEIRIHLUTINN hafi ekki samþykkt frávísunartillögu MINNIHLUTANS og þar af leiðandi beri minnihlutinn ENGA ábyrgð. Athugasemd Sigfúsar Ómars segir akkúrat hversu mikil málefnafátækt "Vinstra Liðsins" er......
Jóhann Elíasson, 18.3.2019 kl. 12:44
Jón Þór var meðal þeirra nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem skrifuðu undir minnihlutaálit þess efnis að vísa ætti málinu frá. Hann undirstrikaði þá afstöðu í ræðustól Alþingis við umræður um málið. Því miður var ekki hlustað á aðvaranir hans og frávísunartillagan var felld með 31 atkvæði stjórnarmeirihlutans.
Sá fjöldi lögfræðimenntaðra einstaklinga sem standa nú á berangri með allt niður um sig í þessu máli, hlýtur að vekja upp áleitnar spurningar um lögfræðimenntun hér á landi. Þess má geta að Jón Þór er ekki lögfræðimenntaður.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2019 kl. 12:51
Gott og vel, ef ábyrgðartilfinning Pírata er jafnmikil og höfundur kann að meta, hvað segir það þá um hina sem gerðu ekki neitt eða minna en það ?
Hver er ábyrgð þeirra ?
F.v. Dómsmálaráðherra hefur vikið, sem er gott, farið hefur fé betra. Sú sem gengdi þeirri stöðu reyndi að kenna öllum öðrum. Þórhildur Sunna hefur þó það fram yfir [dæmdan]ráðherran, ÞS sá hvað hún gerði rangt. Ráðherra f.v hefur enn ekki sýnt það eða sagt frá því. Það segir þá meira um [dæmann] ráðherrann.
Til annarra gesta, og taki það til sín sem eiga það; það þykir lágmarksmannasiðir að kynna sér málin og hafa e-ð um þau að segja áður en kassinn er þaninn út. Þekkingaleysi eins gesta hér á málefninu er algert og augljós. En svo eru bara sumir sem mæta með læti.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.3.2019 kl. 13:36
Við breytingarnar sem Sigríður Andersen gerði þá setti hún inn tvo karlmenn og tvær konur. Hún var því ekki að gera þetta til að jafna kynjahlutfallið þó vissulega hafi það gerst við það því hún tók fjóra karlmenn út. Til að jafna kynjahlutfallið var nóg að taka tvo karlmenn út og setja tvær konur inn. Hefði hún tekið þá tvo karlmenn sem neðstir voru af þessum 15 hæfustu á listanum og sett inn þær tvær konur sem næst þeim komu þá væri hægt að segja að þetta hafi verið gert til að jafna kynjahlutfallið og færa fyrir því efnisleg rök. Reyndar hefði dugað að skipta út einum katli og einni konu til að vera innan 60/40 reglunnar sem getið er um í lögum að skilyrði sé fyrir að séu ekki uppfyllt til að heimila það sem kallað er "jákvæð mismunun" í lögum um kynjakvóta. Það að skipta líka út karlmönnum er ekki að laga kynjahlutfall. Og fyrir því að taka þessa tilteknu 4 út og setja þau 4 sem komu inn í staðin var gert án nokkurrar úttektar og það voru meira að segja umsækjendur með hærri skor í þeim efnum sem Sigríður sagðist vilja taka meira tillit til en þeir sem voru valdir þannig að þau rök fyrir ráðningu þessara 4 halda ekki einu sinni. Og þegar við bætist að einn þeirra sem ráðin var með þessum hætti er eiginkona þingmanns Sjálfstæðisflokksins þá lyktar þetta svo sterkt af pólitískum klíkuskap að það hálfa væri nóg. Þetta var SPILLING með stóru S. Og nú þurfa skattgreiðendur að greiða stórar upphæðir vegna pólitísks klíkuskapar hjá Sjálfstæðisflokknum en það er reyndar ekkert nýtt.
Sigurður M Grétarsson, 18.3.2019 kl. 15:30
Jóhann - málefnafátækt eða eins og mér finnst þeir oftast vera sundurleytur hópur fólks sem tekur ekki afstöðu í grundvallarmálum, þeir höfðu tækifæri til að óska eftir að kosið yrði um hvern og einn , þeir gerðu það ekki.
Óðinn Þórisson, 18.3.2019 kl. 17:54
Guðmundur - eftiráskýringar Pírata ganga ekki upp, ég held að Píratar geti lært heilmikið af þessu, t.d óboðleg framkoma Þórhildur Sunnu í Silfrinu var henni til mikillar minnkunnar, og framhald var af því á alþingi í dag, veit ekki hvað hún skeit oft út Sjálfstæðisflokkinn, málefnafátækt alger.
Píratar verða að hætta að setja niður viðringu alþingis.
Óðinn Þórisson, 18.3.2019 kl. 17:59
Sigfús Ómar - að nota "ábyrgðatifinningu " um Pírata er fáránlegt, þeir hafa aldrei sýnt neitt sem bendir til þess að þeir sýni einhverja þá ábyrð og axli ábyrð sem þeir kalla eftir frá öðrum.
Óðinn Þórisson, 18.3.2019 kl. 18:01
Sigurður M - við skulum sleppa öllum stóryrðum sem gera ekkert fyrir umræðuna.
Staðan er þessi, Katrín Jak. fór yfir málið i dag, Áslaug Arna hefur sagt að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör dómstólum með því að áfýja til yfirdeildar.
Við getum ekki gert það sam ESB - flokkarnir eru að leggja til að leggjast kylliflöt fyrir erlendum dómstólum
Óðinn Þórisson, 18.3.2019 kl. 18:10
Höfundur þekkir greinilega lítið þá til málsins ef hann kýs að skrifa svo um Pírata sem hann vill gera. Ef einn þekkir málið e-ð, þá voru það Pírata sem gengu lengst í því að benda f.v , nú dæmdum ráðherra, á að það væru mikil mistök í gangi.
Kíktu á umræðuna frá því 1. júní 2017 á Alþingi. Þá kemur þetta allt í ljós.
Hitt stendur eftir, að nú er tjónið farið að hlaupa á milljónum nú þegar, verður fleiri hundruð milljónir þegar upp verður staðið, það í boði Sjálfsstæðisflokksins.
Menn mega gera lítið úr Pírötum en gera þá um leið minna úr sjálfum sér þegar þeir sömu sjá ekki hver var upphafsaðilill í þessu máli. Það voru ekki Píratar.
En lengi má á manninn reyna.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.3.2019 kl. 18:53
Sigfús Ómar - það er mjög sérstakt að lýðræðislega kjörinn fulltrúi ( Þórhildur Sunna ), tali nánst gegn því að ríkið nýti sér sinn lýðræðislega rétt að áfrýja.
Óðinn Þórisson, 18.3.2019 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.