Uppstokkun og endurnýjun ríkisstjórnarinnar

Mikil óánægja er meðal sjálfstæðismanna að Sjálfstæðisflokkurinn sitji í ríkisstjórn þar sem verkstjórinn er sósíalisti.

Varðandi heilsbriðgismálin þá held ég að ríkisvæða allt heilbrigiskerfið sé hvergi að finna í stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Umhverfisráðherra er fyrrverandi formaður Landverndar og nálgun hans er mjög öfgafull og ekki mjög raunsæ.

Það þarf að stokka upp í ríkisstjórnnni, VG út, Sjálfstæðisflokkurinn er að stórskaðast á samstarfi við sósíalista.


mbl.is Boðar endurskoðun reglna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er ekki hægt að kenna vg eða sósíalistum um þetta stórslys sem sjálfstæðisflokkurinn er orðinn í dag, sökin liggur alfarið hjá þeim þingmönnum og forystusauðnum sem þar er núna, ég get ekki hugsað mér að kjósa flokkinn í núverandi mynd. Bjarni Ben þarf að fara, hann hefur sýnt það núna oftar en einu sinni að hann hefur ekkert þarna að gera.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.6.2019 kl. 08:14

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er kannski ekki skrítið að Sjálfstæðisflokkurinn skuli sitja í ríkisstjórn undir verkstjórn sósíalista þar sem flokkurinn hefur sjálfur breyst í sósíalista flokk.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.6.2019 kl. 10:30

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - það voru stór mistök hjá forystu flokksins að fara í ríkisstjórn með sósíalistum og hvað þá hafa verksjórann úr þeirra röðum.

Þau mistök er hægt að leiðrétta og slíta þessu stjórnarsamsarfið við sósíalista, getur bara hagnast flokknum svo ekki sé minnst á að forystan fari að spá aðeins í vilja sinna flokksmanna og landsfunarsamþykkta.


Það eru margir sem telja að tími Bjarna sé liðinn sem formaður, búinn að vera það í 10 ár, það er óskandi að við fengjum strerk mótframboð gegn Bjarna á næsta landsfundi.

Óðinn Þórisson, 21.6.2019 kl. 11:32

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - Sjálfstæðisflokkurinn styður ríkisvæðu alls heilbrigðiskerfsins og aðför að sérlæknum, af þessari leið verður forystan að fara, það er klárt mál.

Óðinn Þórisson, 21.6.2019 kl. 11:34

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eins og íþróttamenn segja; "við lærum af þessu", tökum þá prófið núna! Við þekkjum muninn á réttu og röngu en höfum látið það ranga viðgangast a.m.k.frá hruni.VIð lítum bænaraugum á formann stærsta flokksins og bíðum eftir að hann tæki af skarið.Við sáum  stjórnleysingja vaða uppi í nær allri stjórnsýslunni.- Enginn hreyfir andmælum á þingi þótt okkar gamla góða RÚV standi að árás á forsetann sem Ólafur Ragnar sá í hæfileikana til stjórnunar. Hvar var vinurinn og samstaðan og ættjarðarástin,þeirra sem andstæðingar teiknuðu skrípó af í hjónasæng.- - Er ekki máltækið "gamalt og gott" í fullu gildi þegar við hlýðum á þá sem settu svip á Alþingi og fyrri ríkisstjórnir OG eru enn að leggja Íslandi lið með skrifum sínum.   

Helga Kristjánsdóttir, 21.6.2019 kl. 13:22

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - vandi alþings er í raun að það hefur ekki náðst að uppfæra alþingi til nútíms og þar með að þar sé fyrst og síðast unnið með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi.


Uppgangur anarkista og trúleysingja er áhyggjuefni, sjálfstæðisflokkurinn þarf að verða aftur flokkurinn sem var með eftirfarandi orð að leiðarljósi, stétt með stétt.

Óðinn Þórisson, 21.6.2019 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 870023

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 220
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband