Tímabært að Dagur B. verði settur af sem borgarstjóri

Viðreisn hefur enn möguleika til að breyta tapaðri stöðu í næstu kosningum og slitið " meirihluta " samstarfinu við Samfylkinguna.

Með þeirri ákvörðun myndi flokkurinn í raun sýna að hann er sjálfstæður flokkur en sé ekki bara hækja Samfylkingarinnar.

Þetta ár sem þessi " meirihluti " hefur verið við völd er búið að vera algert afhroð og vont fyrir hagsmuni Reykjavíkur og Reykvíkinga.


mbl.is Vilja ekki búa í 102
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála þér en ég held að þessi "feigðarför" Viðreisnar byggi meira á DJÚPSTÆÐU HATRI Á SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM EN SKYNSEMI..........

Jóhann Elíasson, 22.6.2019 kl. 11:04

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - ef svo er þá er flokkurinn á sama vona stað og Samfylkinign og Píratar. 

Það er alveg nýtt að flokkar útiloki samstarf við annan stjórnmálaflokk eins og Samfylkingin og Píratar hafa gert, kannski er Viðreisn líka kominn í þann hóp.

Óðinn Þórisson, 22.6.2019 kl. 11:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, svo virðist vera.....

Jóhann Elíasson, 22.6.2019 kl. 12:08

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - sorglegt, og fær sömu örlög og Björt Framtíð.

Óðinn Þórisson, 22.6.2019 kl. 15:22

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Téður Dagur er frábær borgarstjóri. Auðvitað, líkt og aðrir stjórnmálamenn, þá gerast hlutir á hans vakt sem hefðu mátt fara betur.

Þá stendur eftir hvað viljum við og fengjum við í staðinn ?

X-D= Eyþór Arnalds, dæmdur, fjárfestir með stuðning frá einum af stærsta sjávarútvegsfyrirtæki, rak fyrirtæki sem virti ekki umhverfisreglur og var með allt niðrum sig í skolpmálum á Selfosssi.

X-M= Vigdísi....þarf ekki að segja meir...

X-F= Kolbrúnu, já einmitt, sú sem fór fram á það fyrsta í sínu starf að fá frítt bílastæði fyrir sig í Ráðhúsinu, af því aðrir gætu gengið í vinnuna.

Nei strákar, þá held ég að við séum í betri málum með góðan Dag.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.6.2019 kl. 15:56

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - ég vona fyrir hagsmuni reykjavíkur og reykvíkinga að slæmum dögum Dags borgarstjóra sé senn lokið.

Hann átti að segja af sér eftir BraggaMegaklúðrið, verkefnið átti að kosta reykvíkinga 150 milljónir, en bragginn , fyrirlestrarsalurinn og skálinn kostað reykvíkinga 400 milljónir. Viðreisn, átti að sýna ábyrð og krejast þess að hann myndi segja af sér, en Viðreisn féll á prófinu fyrir hagsmuni borgarbúa.

Svo vil ég sjá álögur á reykvíkinga minnka og það gerist ekki með því að bæta við fleiri slæmum dögum með Dag sem borgarstjóra.

Óðinn Þórisson, 22.6.2019 kl. 16:09

7 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Þó er grátlegast að sjá hvernig þeir eru gjörsamlega búnir að rústa gamla fallega hlýlega miðbænum okkar.

Ég held að mörgum yrði brugðið núna að koma t.d í Hafnarstrætið og Tryggvagötuna. Vinstimenn voru ná áður fyrr þekktir fyrir að sjá list og í hverri fúaspýtu í miðbænum og og bólvuðu svokölluðum morgunblaðhöllum í sanh og ösku. Engir hafa verið eins duglegir við að byggja Morgunblaðhallir eins oh núberandi meirihluti.

Auk þess er grátlegt til þess að vita að nú er ástandið orðið svoleiðið að það er ekki lengur á færi allra borgarbúa að komast í miðbæinn sem senn verður lokaður fyrir allri bílaumferð.

Nei ég ráðlegg þeim sem ekki hafa komið í miðbæinn nýjalega að gera sé nú ferð þanagað og ég get fullyrt það að mörgum verður brugðið. Ástandið það er þyngra en tárum taki. Heimskur-Dagur, Holu-Hjálmar, Bjarni Ben og kata er eitthvað það versta sem fyrir íslenska þjóð hefur komið.

Siðsleysi Dags er svo sér kafli út af fyrir sig. Það slær fátt út að skipa sig í nefnd til að rannsaka sjálfan sig ( braggamálið )

En kæru Reykvikingir farið í miðbæinn við tækifæri sérstaklega þið sem ekki komið þangað oft. Ykkur mun bregða það er verið að eyðileggja hann. Ætli það liggi ekki nú þegar fyrir tillögur um að rífa MR og byggja þar hótel. Eða þjónustuíbúðir fyrir alþingismenn.

Dag í burtu hið snarasta hann er að eyðileggja borgina okkar eða ætlum við að bíða eftir því að hann láti loka Suðurlandsbrautinni og setja þrengingar á Hringbrautina.

Egill Þorfinnsson, 23.6.2019 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband