Lágkúruleg og dónaleg framkoma Viðreisnar

„Ég veit ekki hvaða treg­gáfa er hlaup­in í odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ sagði Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar "

Viðreisn hefur fullkomnað að flokkurinn er ekkert annað en hækjuflokkur Samfylkingarinnar og liklegt að flokkurinn verði ekki með fulltrúa í borgarstjórn eftir næstu borgarstjórnarkosningar.


mbl.is Kallaði Eyþór Arnalds „treggáfaðan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski menn átti sig núna á því hvers konar VIÐRIÐNISFLOKKUR Viðreisn er.....

Jóhann Elíasson, 21.1.2020 kl. 19:53

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - Rökþrota það skilar nákvæmlega svona skítkasti.

Óðinn Þórisson, 21.1.2020 kl. 20:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef aldrei skilið tilganginn með framboði Viðreisnar til borgarstjórnar þar sem ákvarðanir um eina stefnumál þeirra yrðu teknar á Alþingi en ekki í Ráðhúsinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2020 kl. 20:20

4 Smámynd: Rauða Ljónið

  Viðtal Sindra Sindrasonar við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í borginni, á Stöð 2 var … sérstakt:

Sindri: Nú Þórdís er mætt hérna til okkar, vertu velkomin.

Þórdís: Takk fyrir.

Sindri: Þið mælist með allt að 6% fylgi og einn borgarfulltrúa, segðu okkur frá helstu málunum.

Þórdís: Okkur er mjög umhugað um að setja þarfir borgarbúa í svona fyrsta sæti.

Sindri: Sem þýðir?

Þórdís: Sem þýðir að við ætlum að mæta svona þjónustuþörf fólks í borginni í þessu svona daglega lífi. Við fæðumst og deyjum í þessari borg og við förum í gegnum þessi lífskeið öll og við þurfum ákveðna þjónustu og við höfum ákveðnar þarfir á þessari vegferð okkar. Og þarna viljum við vera. Við viljum bjóða upp á góða þjónustu og framúrskarandi menntun og heildstætt skipulag og samgöngur. Og við erum bara ákveðin í því að gera Reykjavík bara að bestu borg í Evrópu.

Sindri: Þetta var ofboðslega vítt og beitt. Og sagði okkur ofboðslega lítið. Fyrir hverju brennur þú?

Þórdís: Við brennum fyrir fólkinu. Við brennum fyrir iðandi mannlífi, borginni sem er að þroskast og stækka og samt þessari nálægð við náttúruna.

Sindri: Okei.

Þórdís: Og við brennum fyrir að mæta þörfum íbúanna.

Sindri: Okei, svona helsta málefnið sem þú vilt svona ráðast í og telur að ekki sé verið að sinna akkúrat núna?

Þórdís: Við munum setja mikinn fókus á menntamálin.

Sindri: Menntamál, okei. Og númer eitt, tvö og þrjú þarf að ráðast í hvað þar?

Þórdís: Það þarf að koma með nýjar leiðir, við þurfum að vera nýjungagjörn …

Sindri hnussar

Þórdís: … já, við erum bara ákveðin í því að láta til okkar taka.

Sindri: Heyrðu, þetta segir okkur samt ofboðslega lítið. Er ekkert svona eitt sem þú vilt segja áhorfendum; sko, þetta hefur ekki verið nógu vel gert, við viljum ráðast í þetta? Komdu með eitt.

Þórdís: Besta borg í Evrópu, er það ekki flottur mælikvarði.

Sindri: Þórdís, þú segir ekki neitt. Þetta er rosalega lítið.

Þórdís: Við erum í tuttugasta og þriðja sæti núna, borgin á svona alþjóðlegum listum. Og við viljum færa okkur ofar. Það er svo margt sem kemur inn í þetta, það er menntun og það eru skipulagsmál. Þetta viljum við setja fullan fókus á.

Sindri: Okei, er einhver ákveðinn einn … Ég ætla bara að sleppa þér með þetta í dag. Sjáum hvað gerist, sjáum hvað fólkinu fannst. Er einhver einn flokkur sem þú vilt vinna með og eru einhverjir aðrir sem þú vilt alls ekki vinna með?

Þórdís: Við göngum óbundin til kosinga …

Sindri: Okei

Þórdís: … við erum bara að byrja þetta landslag. Nú eru svona ákveðnir flokkar komnir og við erum bara fersk og ný og við erum mætt. Við erum komin með fullan lista og við erum ótrúlega ánægð með það og við erum ótrúlega stolt af þessum sex prósentum og við erum rétt að byrja.

Sindri: Okei, og ætlarðu að verða borgarstjóri?

Þórdís: Já, er það ekki bara?

Sindri: Flott, gangi þér vel og takk fyrir þetta.“

 

Kn . SIgurjón


Share on FacebookTweet about this on TwitterShare on LinkedIn

 

Rauða Ljónið, 21.1.2020 kl. 20:24

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með öðrum orðum: hafa nákvæmlega enga stefnu í neinu sem viðkemur borgarmálum.

Að verða "best í Evrópu" er ekki meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga.

Reykjavík er ekki einu sinni í Evrópu heldur Norður-Ameríku.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2020 kl. 20:31

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - sammála ákvörun um afsal fullveldis og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar verður tekin á alþingi að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að fólkið í landinu vilji afsla sér ákvörðunarétti um yfirráðum yfir auðlyndum þjóðarinnar.

Varðandi borgarmálin , þá hefur flokkurinn ekkert fram að færa nema fylgja því sem móðurflokkurinn segir þeim að gera. t.d láglaunastefnan. 

Óðinn Þórisson, 21.1.2020 kl. 20:40

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurjón - þetta viðtal er eflaust versta viðtal við stjórnmálamann í lýðveldissögunni, hafði ekkert fram að færa.

Held að kjósendur Viðreisnar hafi ekki verið að kjósa flokkinn til að verða hækja Samfylkingarinnar.

Óðinn Þórisson, 21.1.2020 kl. 20:42

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar maður hefur rennt yfir þetta viðtal finnst manni enn ankannalegra að þessi manneskja sé að bregða öðrum um heimsku.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2020 kl. 22:15

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - held að hún hafi með þessum ömurlegu framkomu í garð oddvita sjálfstæðisflokksins minnkað sjálfa sig mjög mikið og virðing fólks fyrir henni hefur minnkað.

Viðreisn mun þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, allt tómt í málefnum þar og hafa bara skítkast fram að færa.

Viðtalið sem Sindri átti við hana segir allt sem segja þarf um málefnafátækt Viðreisnar í borgarmálum.

Óðinn Þórisson, 21.1.2020 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 323
  • Frá upphafi: 870018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 227
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband