Bjarni Ben rétti maðurinn í fjármálaráðuneytinu fyrir okkar hagsmuni

ísland„Nei, þetta var ekki erfitt val fyr­ir mig sem formann Sjálf­stæðis­flokks­ins. Miklu frek­ar að ég fyndi til ánægju með að okk­ur hafi tek­ist að byggja upp þá stöðu á liðnum árum að geta tek­ist á við svona áföll,“ seg­ir Bjarni og minn­ir á að það hafi ekki verið óum­deild stefna að greiða niður skuld­ir jafnört og gert var, sum­ir hafi ein­mitt viljað verja aukn­um tekj­um til alls kyns nýrra rík­is­út­gjalda en þá hefði ekk­ert borð verið fyr­ir báru. "

Bjarni Ben. tók hárrétt á stöðunni vorið 2013 eftir Jóhönnuóstjórnina og fór að greiða niður skuldir sem er að gera það verkum í dag að við erum á þeim stað sem við erum.

En munum það verða alþingiskosningar 25.sept 2021 og það tekur ekki langan tíma að glutra niður þessum árangri ef við fengjum ráðherra frá flokknum sem vill alltaf hækka alla skatta og gjöld á almenning.


mbl.is Veiruhallinn ekki glatað fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Óðinn. Þú og svo margur Sjálfsstæðismaðurinn(og konur um leið) virðast gleyma því að forsendan fyrir því að hægt var að hefja þá vegferð að greiða niður skuldir voru aðgerðir stjórnar Jóhönnu Sig. Þar með talið niðurskurður og hagræðingaraðgerðir.

Gott að halda þeirri staðreynd á lofti hér að þegar stjórn Jóhönnu tók við, þá var hér ríflega 200 milljarða halli á rekstri ríkisstjóðs. Margt tilkomið vegna þeirra uppbygginga á vondu bankakerfi og svo vegna aðgerða Seðlabankans þar á undan. 

Þegar stjórn Jóhönnu fór frá var hér 30 milljarða halli á Ríkissjóð og kaupmáttur aftur orðinn sá sami og hann var hér á vormánuðum 2008.

Þegar þú svo setur fram fullyrðingu um "[...] flokknum sem vill alltaf hækka alla skatta og gjöld á almenning. "  þá væri gaman að sjá hvað flokka þu visar til.

Fullyrði hér að sá flokkur sem ég styð hyggur ekki á neitt slíkt. Það að hækka skatta á þá sem mest eiga, mögulega útgerðareigendur og þá eiga meir en mögulega öll þjóðin samstals gæti og ættu mögulega að greiða meira. Það er hinsvegar ekki "almenningur".

Gott að muna líka þá staðreynd að þinn formaður sendi út bréf til allrra aldraða fyrir kosningar 2013 um að nú ætti að hækkka allar bætur og gera enn betur við þann hóp. 

Það fyrsta sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs gerði í júlí 2013 var að hækka greiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins til þeirra sem höfðu hæstu greiðslur úr lífeyrissjóðum fyrir. Ekkert var hækkað til þeirra sem höfðu lægstu bætur.

Ríkisstjórn Jóhönnu lækkaðð vissulega bætur og sumar greiðslur úr sjóðum Rikisins á sínum valdatíma. En það var staðið vörð um þá sem lægstar höfðu greiðslunar. Við þeim var aldrei hróflað.

Þessi hljómplata ykkar Sjálfsstæðismanna um að ef aðrir flokkar komist til valda, þá muni "allir" hafa það verra er orðin slitin og úr sér gengin.

 

 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.8.2020 kl. 08:19

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - Samfylkingin er sá flokkur sem leggur hve oftast til að eyða peningum almennings og reykjavík er með hæsta útsvarið á landinu.

Jóhönnuóstjórnin varði ekki heimili landsins, skuldaleiðréttingin sem var farið í eftir fall þeirrar ríkisstjórnar hefði átt að fara í á því kjörtímabili.

Því miður þá skar Jóhönnuóstjórnin allt of mikið niður i velferðakerfinu og olli þar af leiðandi miklu tjóni.

Hversvegna vill borgarstjórnar"meirhlutinn " í reykjavík ekki lækka álögur á heimili og fyrirtæki. Jú vegna þess að Samfylkingin vill það ekki. Þvi miður þá er Viðreisn bara hækja Samfylkingarinnar í reykjavík og eru í meirihluta með flokknum vegna þess að DBE gaf þeim tvö af þremur stærstu embættum borgarinnar, Viðreins með sín 4000 atkvæði,

Óðinn Þórisson, 20.8.2020 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 902
  • Frá upphafi: 871490

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 634
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband