Sigríður Á Andersen einn öflugasti stjórnmálamaður landsins

Sigríður Á Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins er einn af öflugustu stjórnmálamönnum sem við íslendingar eigum í dag.

Það skiptir öllu máli fyrir okkur að eiga einstaklinga sem þora að standa á eigin sannfæringu og skoðun.

Þegar stjórnmálamður á hægri væng stjórnmálanna er kominn á þann stað að vinstri menn þola hann ekki og gera endalausar aðfarir veit maður að viðkomandi stjórnmálmaður er að standa sig mjög vel.


mbl.is Ekki ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sæll Óðinn.

Nú verð ég að játa að ég er ekki að skilja hvert þú ert að fara með skrifum þinum.

Í pistli þinum hér á undan gagnrýnir þú "Samfylkingarflokkana" og svo Pírata fyrir þá taka ekki afstöðu og svo að vera á móti beinum ríkisstyrk til fyrirtæksi eins sem jú, sýndi fram á hvernig  má koma fram við sína starfsmenn í kjarabaráttu, þá með lögbrotum og annarri framgöngu.

Svo mærir þú f.v dæmdan Dómsmálaráðherra sem gerir það sama og Píratar, er á móti ríkisstuðningi.

Auðvitað er svo ljóst að þegar á hallar, þá vilja allir Sjálfsstæðismenn að Ríkið, við hin komum ákveðnum aðilum til hjálpar en á sama tíma stendur sami flokkur ekki við loforð sín um að hjálpa þeim sem verst hafa það (bréf Bjarna Ben fyrir kosningar 2013, sem ekki var staðið við og hefur komið fram).

Hver er þá munur á því sem Píratar gera og það sem dæmdur f.v ráðherra kaus að gera ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.9.2020 kl. 15:06

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - hversvegna ? það er alltaf gott að spyrja þessarar spurningar.

Píratar eru eins langt frá hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og hægt getur og eru með þessari athvæðagreiðslu að sýna andstöðu sína við Sjálfstæðisflokkinn og fyrir hvað hann stendur.

Sigríður Á er að sýna það að hafa innan þingflokks einsaklinga sem eru reiðubúnir að standa með sinni sannfæringu er gulls igildi.

Ákvörun formanna Samfylkingarflokkana að skila auðu þegar svo stórt mál er um að ræða sýnir að þetta eru stjórnmálamenn sem eru ekki reiðubúnir til að taka erfiðar ákvarðanir.


Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var að taka afstöðu með hagsmunum islands um að tryggja samgöngur við landið.

Óðinn Þórisson, 5.9.2020 kl. 17:59

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þetta var nú fín lýsing á því sem gerðist í þinginu en ekki beint svar við því sem ég spurði um.

Hvernig má þá vera heigulsháttur hjá Pírötum en hetjuskapur hjá fyrrum dæmdum Dómsmálaráðherra,að greiða eins atkvæði um sama mál ?

Hitt er svo annað að sjá hvernig margir stuðningsmenn Sjálfsstæðisflokksins sem trúa á "einkaframtakið" finnst nú ekkert eðlilegra en að Ríkið, við öll, komum "einkaframtakinu", aftur, til aðstoðar.

En það væri nú gott að fá svar við spurningunni.

P.s Sé að þú skeytir litlu um það sem ég tæpi á um framkomu gagnvart launþegum þess fyrirtækis sem fékk ríkisstuðning. Það líklega segir mér að þú sér enn meiri Miðflokksmaður en Sjálfsstæðismaður, enda varaþingmaður Miðflokks einn af þeim sem studdi við að gengið yrði á milli bols og höfðus einnar stéttar umfram annarra hjá nú ríkistyrktu fyirtæki, með fulltingi Samtaka atvinnulífsins.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.9.2020 kl. 20:19

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - við lifum á algerlega fordæmalausum tímum eins og komið hefur fram, heimurinn hefur breyst gríðarlega mikið frá því í mars.

Ákvarðanataka stjórenda Icelandair með max - vélarnar var tekin áður en ákveðnir hlutir gerðust sem hafði ekkert að gera með ákvörðun um kaup á þeim flugvélum og fækkun flugferða er ákvörðun heilbrigðisyfivalda.

Einkaframtíð er það sem mun koma okkur út úr þessum aðstæðum en eins og staðan er núna þá var þetta fyrir ríkistjórnina eina rétta ákvörðunin að koma með ríkisstuðning við Icelandair sem skiptir okkur kerfislega miklu máli.

Píratar nálgast stjórnmál á allt annan veg en ég hef trú á að stjórnmál eigi að ganga fyrir sig og í því liggur munurinn á ákvörðun Pírata annarsvegar og Sigríðar Á hinsvegar.

Óðinn Þórisson, 5.9.2020 kl. 20:52

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sælir, ég ræddi ekkert Max-vandræði flugfélagsins sem vísað er til.

Ég er einfaldlega að reyuna að skija í þinni röksemd hvernig þú styður við dæmdan f.v ráðherra í sinni ákvörðun að vera á móti ríkisábyrgð við téð flugfélag sem sumir segja ríkisvædd tap en einkavæddur gróði, höfum séð það áður í umboði Sjálfsstæðisflokks, á meðan svo þú fordæmir Pírata fyrir því að hafna sömu ábyrgð í sama máli.

Rökin þau sömu hjá báðum aðilum, dæmdum eða ódæmdum, að það sé ekki ríkis að velja þá einkaaðila sem fái einokun á sinni þjónustu, sem forsendu ábyrgðar.

Hvað varðar svo Max-málið þá er dæmi um stórkostlega afglöp í stjórnun að mínu mati. Stjórnendur á almennum markaði básúna það ekki opinberlega, sér í lagi þegar fyrirtæki er skráð á markaði, að sama félagi sé Ford eða Volvo-rekstarfélag. Þá tryggir þú hærra verð og verri viðskiptakjör til núverandi meginbirgja.

Aftur þetta, mér þætti vænt um að fá að heyra rökin fyrur því að þú dásamar dæmdan f.v ráðherra en fordæmir Pírata fyrir nákvæmlega sömu ákvörðun á okkar Alþingi.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.9.2020 kl. 12:04

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það er mikilvægt til að skoða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að í hinu stóra samhengi að horfa á hluti sem höfðu ekkert að gera með ákvarðanir stjórnenda Icelandair.

Auðvitað mátt þú hafa þína skoðun á kaupum Icelandair á max - vélunum og verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála.

Aðgerir þríeyksins / heilbrigðisyfirvalda settu Icelandir í mjög vonda stöðu, opna og svo loka landinu nánast fyrirvaralaust.

Einnig í atkvæðagreiðslunni kom fram að þingmaður Suðurnesjabæjar Oddný Harðadóttir þar sem Garður og Sandgerði hafa nánast allt undir kef.flugvelli og Icelandair að taka ekki afstöðu með sínu fólki.

Nú hef ég svarað þinni spurningu varðandi muninn á annarsvegar ákvörðun Pírata sem vilja rífa stjórnarskrá lýðveldsins og hinsvegar þingmannsins Sigríður Á sem greiðir atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu. 

Þú verður að kynna þer og skoða betur fyrir hvað Píratar standa og hversvegna þeir taka þær ákvarðanir sem þeir taka.

Óðinn Þórisson, 6.9.2020 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 84
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 415
  • Frá upphafi: 871922

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband