29.10.2020 | 07:28
" Borgarlínan ekki þjóðhagslega hagkvæm "
Þessi nýja strætólína mun kosta okkur skattborgarana 80 - 100 milljarða næstu 15 árin.
Hverjir munu borga, jú álögurnar á þessari nýju strætólínu er nánast alfarið sett á unga fólkið.
Gera ungu fólki þannig erfiðara að kaupa sér íbúð og starta fjölskyldu, er þetta það sem Samfylkingin vill ?
Vegna Covid og hömrulegrar fjárhagsstöðu Reykjavíkur þá eru allar forsendur fyrir að fara í þessa framkvæmd fallnar.
Ég skora enn og aftur á heiðursmanninn Bjarna Ben formann Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra að rifta öllum samningum milli ríkis og sveitarfélaga um þessa nýju strætólínu enda blair líka við að þessi nýja strætólína er ekki þjóðhagslega hagkvæm.
Borgarlínan ekki þjóðhagslega hagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það rétta,Óðinn er, að forsendur fyrir þessari framkvæmd HAFA ALDREI VERIÐ TIL STAÐAR og það er þannig ástandið núna í þjóðfélaginu að það er ekki verjandi að halda þessari vitleysu til streitu. Það hljóta allir að sjá það að borgarlína getur ekki gengið og svo á að reka strætókerfið nánast óbreytt, til að flytja fólk að borgarlínunni því ekki á borgarlínan að ná alls staðar út í úthverfin og einhvern veginn verður fólk að komast að borgarlínunni. MÖRG VITLEYSAN HEFUR KOMIÐ FRÁ NÚVERANDI MEIRIHLUTA EN ÉG HELD AÐ HUGMYNDIN UM BORGARLÍNU OG AÐ FLYTJA FLUGVÖLLINN TOPPI ALLT.......
Jóhann Elíasson, 29.10.2020 kl. 08:14
Hvers vegna fær ekki fjármálaráðherra Ragnar og kannski fleiri hagfræðinga til að gera úttekt á þessu máli?
Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2020 kl. 10:00
Jóhann - sammála þetta var alltaf vonlaus framkvæmd og hefði aldrei átt að fara svona langt með þetta.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins er stórfurðuleg og gott dæmi um það sem Brynjar var að segja um dagin að flokkurinn er bara sofandi.
Hversvegna ekki að prófa frítt í strætó í eitt til tvö ár og skoða hvort að það hafi einhver áhrif á þau 96 % sem nota ekki strætó.
Sú ákvörðun borgarstjórnar"meirihlutans " að loka Reykjavíkurflugvelli sem er öryggislína fyrir landsbyggðina er merki um að þetta fólk er ekki hæft til að stjórna höfuðborginni.
Óðinn Þórisson, 29.10.2020 kl. 16:31
Þorsteinn - auðvitað verður fjármálaráðherra að skoða þessa strætólínu betur áður en að hann sóar peningum skattgreiðenda í þessa framkvæmd.
Óðinn Þórisson, 29.10.2020 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.