8.11.2020 | 15:20
Samfylkingin og atvinnulíf sem er þóknanlegt þeirrra hugmyndafræði
Er það á einhvern hátt hlutverk Samfylkingarinnar að koma nálægt því að ákveða hvaða atvinnugreynar/fyrirtæki lifa eða deyja.
Forræðishyggjan alltaf í fyrsta sæti hjá þessum stjórnmálaflokki.
Vill að loðdýrarækt verði hætt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 888609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Upphaflega átti þetta nú að vera svo gott að fá nánast ókeypis fóður frá útveginum. En svo vildi útvegurinn auðvitað fá aur fyrir sjávarfangið. Svo kostaði sitt að setja upp verksmiðjur og vinna hráefnið. Þá fór nú að hlaðast upp kostnaður á atvinnuveginn. Og var þá minna í hendi en búist var við.
Björn á Löngumýri var með þeim fyrstu sem fóru í refarækt. Hann skar mæðiveikiféið í refinn. Eitt skemmtilegasta dómsmál sem Björn fór í, var út af refaskinni.
Þannig var mál með vexti að refur slapp úr búri hjá Birni og var ómögulegt að ná honum. Ungur maður í næstu sveit skaut refinn, hirti skinnið og fékk skotlaunin hjá hreppstjóra. Þetta var í sveitinni þar sem Davíð og Jón Steinar voru sumarstrákar.
Björn sagðist eiga skinnið en fékk það ekki. Þá fór hann í mál til að endurheimta skinnið. Auðvitað féll eignarétturinn ekki af skinninu og Björn heimti skinnið. Ólöf eiginkona Björns, sagði mér að Björn hafi sagt þegar hann kom heim frá málaferlunum að hann vildi frekar láta jörð af hendi heldur enn að tapa málinu. Þetta snerist allt um sæmdina eins og í fornsögunum.
Hún sagði líka þegar við Björn vorum að kljást út af graðhestunum sem ég tók, að þar hefði andskotinn hitt ömmu sína. Björn fékk norskan hirðir til að sjá um refina og var refaræktin mjög fagleg og gæti ég vel trúað að leifar búranna séu enn til niður við Blöndu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.11.2020 kl. 16:17
Þosteinn H - takk fyrir að gefa þér tíma til að deila þessari sögu.
Óðinn Þórisson, 8.11.2020 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.