Ríksflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn

Ríkisflokkurinn mun alltaf tala fyrir meiri ríkisumsvifum, hærri og meiri álögur á þjóðina þvi í hans huga er ríkisleiðin eina leiðin.

Sjálfstæðsflokkurinn hefur hinsvegar alltaf talað fyrir frelsi í viðskiptum, einkaframtaki, lága skatta til að bæta ljóskjör fólks og að fólk fái tækifæri til að bjarga sér sjálf.


mbl.is Tókust á um mönnunarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það virðist ekki vera meira frelsi í málgangi sjálfstæðisfokksins; Mogga-blogginu en svo:

að það er ennþá ófrelsi/lokað fyrir mína bloggsíðu: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-2235376

=Að ég get ekki skrifað neinar færslur í mitt eigið blogg.

Spurningin er hvort að hægrimenn styðji TJÁNINGARFRELSI sann-kristins fólks

eða hvort að þeir ætli að fylgja stefnu kína

og loka fyrir tjáningarfrelsi fólks

sem að vil ekki ganga í takt með þeirra skoðunum?

Jón Þórhallsson, 19.11.2020 kl. 13:23

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Óðinn

Í þessu covidæði sem gengur yfir þjóðina hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra dælt út hundruðum milljarða króna út og suður eins og enginn sé morgundagurinn. Nær hefði verið að leyfa fólki að stunda vinnu sína og afla sjálfu sér og þjóðinni tekna.

Ekki er nóg með það að BB ausi fjármunum úr ríkissjóði heldur hafa skatttekjur stórminnkað þar sem mörgum hefur verið gert að loka fyrir viðskipti, margir hafa misst vinnuna þannig að tekjuskattstekjur og virðisaukaskattstekjur ríkissjóðs hafa stór minnkað.

Hverjir ætli svo þurfi að borga brúsann????? Það lendir á okkur kæri vinur, þér og mér, börnum okkar og barnabörnum. Nú eru það þau sem byggðu upp það þjóðfélag sem við lifum (lifðum fram að covid) sem líða vegna þess að þau fá ekki almennilega ummönnun vegna skorts á fjármagni í þann málaflokk. Hvernig heldur þú að það verði þegar við erum komnir í þá stöðu sem þetta fólk er í í dag??????????  Ætli Bjarni, Katrín og co. hafi hugsað út í það að sá dagur kann að koma að þau verði í þeirri stöðu að þurfa á ummönnun að halda??? hver ætli staðan verði þá????????????

Með ósk um góða og bjarta framtíð fyrir íslensku þjóðina!!!!!!!!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2020 kl. 13:51

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - 28.10.2020 | 17:24, skrifaði ég færslu um að blogg,is myndi opna bloggið þitt.

Óðinn Þórisson, 19.11.2020 kl. 16:16

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas Ibsen - sóttvarnaræknir / landlæknir hafa stjórnað þessum lokunum að mestu leyti, heilbrigðisráðherra ber ábyrð á þeim og samþykkir þeirra tillögur.

Þetta er mjög slæmt ástand sem covid hefur skapað, fyrirtæki , fólk hefur skaðast mikið, en það sem ég er að benda á ef flokkurinn sem hefur aðeins þá lausn að ríkisvæða allt þá erum við í vondum málum.

Einkaframtakið mun leysa þetta fyrir okkur, þegar icelandair fær aftur að fara af stað, þá mun ferðamannaiðnaðurinn taka við sér. 

Við erum eins og BB hefur sagt erum að taka velferð að láni næstu 2 árin, ég hef bent á að hætta t.d við strætólínuna, hætta við að loka reykjavíkurflugvelli, stórir fjármunir sem munu skipta miklu máli næstu 10 árin.

Óðinn Þórisson, 19.11.2020 kl. 16:23

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sóttvarnarlækni er gert að huga að sóttvörnum, hann kemur með tillögur er lúta að sóttvörnum. Stóra spurningin er hinsvegar sú, hverjir eða hver tekur ákvörðun um að fara eftir tillögum hans??? er það Svanhvít ein eða er það ekki öll ríkisstjórnin??? Ég myndi handa að öll ríkisstjórnin komi þar að málum.

Samþykkja þá Sjálfstæðismenn hugsunarlaust allar þær skerðingar sem eiga sér stað??? Sjálfstæðisflokkurinn er í þessari ríkisstjórn og ber fulla ábyrgð á öllum gjörðum hennar jafnt á við hina flokkana. Ég fæ ekki séð að hann sé á bremsunni þegar að skerðingum og lokunum kemur.

Mig hryllir við þeirri hugsun að skuldir ríkisins fari upp úr öllu valdi sem mun leggjast á hinn vinnandi mann og koma niður á þeim sem síst skildi þegar fram í sækir með skerðingum til örorku- og ellilífeyrisþega.

Auðvitað á að hætta þessari borgarlínu dellu og lokun reykjavíkurflugvallar, en það er bara allt annað mál.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2020 kl. 16:44

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, það er rétt að þinn flokkur hefur talað fyrir þeim orðum sem þú vísar til.

Staðreyndin er hinsvegar sú að þegar þinn flokkur hefur verið völd, þá vex báknið, minnkar minna.

Horfa má til stjórnarára ritstjóra Morgunblaðsins, og svo núna síðari ár. 

Tölurnar tala sínu máli, ekki verkin.

Menn verða einfaldlega að meina það sem þeir segja og segja það sem þeir meina, já og minnka mismuninn eins og má sjá nú t.d í Sjávarútvegsráðuneytinu þar sem embættismaður í skjóli ráðherra tryggir sömu öflum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum tryggði við útgöngu sem ráðherra, örfáum, milljarða við eldi í sjó.

Eins má minnast á dóm yfir fyrrum formanni Sjálfstæðisflokks við sölu á Íslenskum Aðalverktökum, SR-mjöl fór nú í réttar hendur, þannig að "vinavæðing" flokksins ber honum nú ekki góða söguna.

Hvað varðar Covid stöðuna, þá virkar það nú ekki þennig einn ráðherra í ríkisstjórn ákveði e-ð ef hinir flokkarnir í samstarfinu eru því andsnúnir. Því þyðir lítið að draga úr ábyrgð Sjálfstæðisflokks á þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gangi.

Upphlaup sætaskiptaþingmannanna, þeirra Brynjars og Andersen eru nokkuð fyrirséð og til heimabrúks.

Styttist í prófkjör og líkega vilja þau ekki, sér í lagi Brynjar, ekki gefa eftir sæti sitt, enda maki hans komin með djobbið, þannig ég og margur annar tekur lítið mark á þessum "trumphisma" gagnvart reyndu fólki í sóttvarnarmálum.

Eini flokkurinn sem hefur minnkað ríkisbáknið er Samfylking, þeir þora og geta. Sjallar geta minna en tala þess meira.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.11.2020 kl. 17:13

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að vilji mogga-bloggsins væri fyrir hendi

að standa vörð um TJÁNINGARFRELSI SANN-KRISTINS-FÓLKS

að þá mættu þeir gjarnan senda mér leiðbeiningar um það 

hvernig ég gæti opnað fyrir mitt gamla blogg

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-2235376

eða byrjað með hreint borð frá grunni.

Jón Þórhallsson, 19.11.2020 kl. 17:15

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - ráðherrar bera ábyrð á sínum málaflokkum þannig að það væri mjög sérstakt ef ráðherrar annarra málaflokka færu að skipta sér mikið af ákvörðunm annarra ráðherra.

Það hefur komið fram í máli Bjarna að honum finnst t.d ekki hefði átt að loka rakarstofum sem er rétt ábening hjá honum og í dag þá eru þær opnar.

Ég held einmitt að það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn er í þessari ríkisstjórn að ekki hafi verið farið í strangari lokanir sem hefðu leitt til meiri vandamála og erfileika.

Bjarni er búinn að vera nú í raun 7 ár í fjármálaráðuneytinu, hann fór í að greiða til skuldir, lækka álögur á fólk og fyrirtæki sem hefur sett okkur á þá góðu stöðu sem við erum þó á í dag.

Ferðamanniðnaðurinn, það var slokkt á honum, það var reynt að setja hann aftur i gang, því miður þá hefur covid haft þau áhrif að fólk er hætt að ferðast og ótrúlegt afrek hjá Icelandair að vera enn til staðar til þjóðina. Miklvægt að við íslendingar séum með okkar eigin flugvélag en ekki háð erlendum flugfélögum.

Óðinn Þórisson, 19.11.2020 kl. 19:01

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - í dag er Dagur B. að biðja ríkið um ca. 50 milljarða til að geta haldið áfram að sinna grunnskildum sínum við höfuðborgarbúa.

Bragginn var stórkostlegt klúður þar sem sú framkvæmd var sett í forgang fram fyrir að sinna sínum grunnskildum.


Þetta var póltitískt harakíri fyrir Viðreisn að fara í samstarf við Samfylkinguna í Reykjavík og þeir mun fara sömu leið og Björt Framtíð í næstu borgarstjórnarkosningum. Duttu úr meirihluta í Kópavogi þegar kom í ljós að ekki væri hægt að treysta þeim.

Brynjar og Sigríður er með ein af okkar sterkustu stjórnmálamönnum og það sem þau eru að segja skiptir máli og það er alveg ljóst að þeirra málfuningur er að skila árangri, Svandís og hennar fólk eru hægt og bítandi að gefa eftir. Svaníds er t.d fara mjög illa út úr ákvörðnum sínum með íþróttastarf.

Þessi útlokunarstefna Samfylkingarinnar er stórfurðuleg og mjög liklega þá er flokkurinn að dæma sig áfram til áhrifaleysis, sem er bara gott.

Óðinn Þórisson, 19.11.2020 kl. 19:11

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - hefur þú sent á þá tölvupóst og fengið að vita hversvegna þeir lokuðu fyrir bloggið þitt. Það eru mjög stífar reglur hér.

Ég nálgst þetta þannig að allir fá að segja sína skoðun, ég reyni að svara öllum, enda er ég talsmaður tjáningarfrelsisns og vill verja það.

Þessvegna setti ég inn færslu til að vekja athygli blog.is að opna þitt blogg. Endilega ræddu við þá og reyndu að fá niðurstöðu, þeir hjólta að opna bloggið fyrir þig.

Óðinn Þórisson, 19.11.2020 kl. 19:16

11 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þeir lokuðu fyrir bloggið af því að ég tók upp hanskann fyrir okkar KRISTNU TRÚ

og var að gagnrýna lífstíl gaypride-göngu-fólksins.

Ég er sannfærður að stjórnendur þessa bloggs munu frétta af þessu samtali okkar 

og það er þá í þeirra valdi að opna fyrir mitt blogg aftur 

standi vilji þeirra til þess.

Jón Þórhallsson, 19.11.2020 kl. 22:29

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - hér á íslandi er skoðana & tjáningarfrelsi, og réttur þinn að tjá þínar skoðanir er óumdeildur.

Það er mikil skoðanakúgun hér á landi, ef þú hefur ekki þá skoðun sem fólk á að hafa þá færðu yfir þig allskonar dónaskap, þetta sést daglega á ákveðnum miðlum sem bjóða upp á fésbókarcommentakerfi við fréttir.

A.m.k skora ég á blog.is að opna þitt blogg aftur með tjáningarfrelsið að leiðarljós, 

Óðinn Þórisson, 20.11.2020 kl. 07:12

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það var einmitt sem Bjarni fór í eftir Jóhönnustjórnina að taka til í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir.

Ríkisflokkurinn sem hefur þá einu lausn , ríkið sé allt í öllu  og útilokar samsarf við borgarleg og kristileg öfl á ekki að stjórna okkar góða landi , það er bara þannig.

Óðinn Þórisson, 20.11.2020 kl. 09:12

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, þú gleymir staðreyndum en hendir fram fyrirsögnum.

#1. Þegar ríkisstjórn Sigmundar og Bjarna tók við var halli á rekstri Ríkissjóðs um 30 milljarðar, hann var nefnilega 230 þegar ríkisstjórn Geirs Haarde fór frá. Þar var feikilega erfitt starf unnið við að snúa við úr erfiðri varnarstöðu í jarðveg fyrir sóknarleik Ríkissjóðs. Þar var þinn formaður þiggjandi.

#2. "Dagur vill fá 50 milljarðar". Rangt. það rétta er að Samtök sveitarfélaga hafa farið fram á téða upphæð og RVK þar með líka, ásamt öllum hinum 68 sveitarfélögunum. Eðlilegt að öll sveitarfélögin fái aukna aðstoð þegar mikil þörf á næraðstoð fyrir íbúa fer vaxandi vegna C-19.

#3. Sammála með "Braggann", það var ekki góð stjórnsýsla en gleymum því ekki að með þeim málatilbúnaði sem var unnin af minnihlutaflokkum í RVK, þá misstu 18 manns sína vinnu vegna þess rekstur sem var rekinn af einkaaðila, fór í þrot vegna stöðugrar neikvæðar umræðu um bygginguna, sem er nauðsynleg vegna þess að fram að því höfðu nemendur í HR ekki neina nemendaaðstöðu fyrir sig. Líka gott að muna að allar breytngar á "Bragganum" voru gerðar að beiðni leigutakans, Háskólans í Rvk.

#4. Þingmennirnir tveir, þau Brynjar og Andersen mega svo sem hafa hátt en það er þá bara eins og í tunnunni. Ekki viss um að þó svo að Andersen telji sig kunna allt, þá séu ekki allir tilbúnir að láta þingmanið skera sig upp eða búa um fótbrotið af því að hún telji sig vita bezt, sem fyrr. Ef ekki nema væri fyrir aðdáendur Miðflokks og háværs minnihluta innan þíns flokks sem myndu þiggja frekari læknisaðstoð frá þeim Brynjari og Andersen. Ég er ekki einnn af þeim. En svo vita þeir sem vilja vita að þessar æfingar standa yfir vegna þess að það styttist í prófkjör. Spurning hvað Brynjar fái næst við að gefa eftir sæti sitt. Kannski sæti í Hæstarétti ? FLokkurinn þinn hefur nú áður sett sitt fólk, óhæft sem hæft, þangað inn þegar mikið liggur við.

Sé svo að þú vilt ekki ræða þann skandal sem á sér stað innan Sjávarútvegsráðuneytis, þar er sannaleg spilling í gangi, fyrir örfá hagsmunaraðila.

Líklega vilja fáir Sjallar ræða það mál núna.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.11.2020 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 302
  • Sl. sólarhring: 316
  • Sl. viku: 865
  • Frá upphafi: 870890

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband