15.5.2021 | 07:35
Sjálfstæðisflokkurinn treystir flokksmönnum til að velja á framboðslista
Það var ótrúlegt og í raun óskyljanlegt hversvegna hvorki Samfylkingin eða Viðreisn treystu ekki sínum flokksmönnum til að velja á sína framboðslista.
Það var illa farið með síðasta kratann í flokknum Ágúst Ólaf og mun það að öllum líkindum skaða flokkinn þegar talið verður upp og kjörkössunum í nóv.
Það er gott að vera flokksmaður í flokki þar sem einstaklingurinn er settur i 1 sæti , barist fyrir mannréttindum og réttarríkinu.
Flokkur sem vill efla og gefa atvinnulífinu súrefni með lægri sköttum og álögum á fólk og fyrirtæki ólíkt Samfylkingunni og Viðreisn.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Slegist um efstu sætin í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óðinn
Þú treystir Sjálfstæðisflokknum til að láta flokksmenn kjósa lýðræðislega á framboðslista?
Ertu nú alveg handviss um að "flokkseigendur" fari ætíð í einu og öllu eftir niðurstöðunni ef þeim líkar ekki niðurstaðan?
P.S.
Þú veist trúlega að karlar og konur á Íslandi eru u.þ.b. jafn stórir hópar, þannig að ef niðurstöðu forvalsins er breytt, þá er feminískt einræðis fyrirkomulag Samfylkingar og Viðreisnar einfaldlega skömminni skárra.
Jónatan Karlsson, 15.5.2021 kl. 09:48
Sæll Óðinn og takk fyrir síðast. Ákaflega þægilegtt að losna úr miðjum átökum í miðausturlöndunum þar sem ég var að reyna að tala fyrir friði en heyrist bara lítið í mér vegna hávaðans í eldflaugum Hamas og ísraelsmanna. En að sjálfsögðu á fólkið aem kýs að velja á framboðslista. Þar kemst sjálfstæðisflokkurinn næst þeim hugmyndum mínum um einstaklingsframboð. Að sjálfsögðu eiga þá þeir sem veljast að halda fast í sína persónulegu " sjálfstæðisstefnu". Sjálfum hefði mér fundist enn betra ef ekki aðeins flokksmennirnir fengu að velja heldur allir í kjördæminu. En sennilega væri þá hætta á að væntanlegir kjósendur annarra flokka myndu haga sér eins og Hamas-liðar og eyðileggja listann. Ég held að þessi framboðsstefna þíns flokks eigi eftir að skila sér í kjörkassann og eru reyndar einhver teikn um það nú þegar.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.5.2021 kl. 10:50
Stóri gallinn er sá að treysta ekki kjósendum til að raða á listana beint í kjörklefanum sjálfum.
Ómar Ragnarsson, 15.5.2021 kl. 13:59
Jónatan - ég hef alltaf haft þá trú og treysti prófkjörsleiðinni sem besta leiðin til að kalla fram vilja flokksmanna.
Varðandi að láta fámennan hóp / klíku eins og gert er í Samfó og Viðreisn til að ákveða frambjóðendur er einfaldlega ekki leiðin til að fá fólk til að kjósa viðkomandi flokka.
Ef fólk fær tækifæri til að segja sína skoðun í prófkjöri er líklegast að það mæti á kjörstað og kjósi viðkomandi flokk sem það hefði hluta að því að velja.
Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 19:31
Jósef Smári - ef eitthvað er að marka skoðanakannair þá virðist fólki ekki líka við þá leið sem Samfó og Viðreisn fóru.
Prófkjörin og umræðan um þau virðast vera að hafa jákvæð áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins, frambjóðendur eru á fjarfundum og tala beint við sína flokksmenn og fá tækifæri til að heyra beint frá frambjóðendunm skoðun þeirra á ýmsum málum.
Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 19:34
Ómar - ég styð ekki persónukjör.
Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 19:34
Með því að bæta við þeirri leið sem Ómar bendir á fær fólk ennþá meira tækifæri til að ákveða hverjir verða kjörnir og mun að öllum líkindum auka fylgið. Að sjálfsögðu eru flokksmenn búnir á ákveða þessa röð í prófkjörinu en þá kemur að kjósendum sem ekki eru flokksbundnir til að segja sitt álit.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.5.2021 kl. 19:40
Jósef Smári - mín skoðun er sú að ef flokksmenn fá beint að taka þátt í að velja á listann þá eru meiri likur fyrir því að þeir setja x - við sinn flokk á kjördag.
Ef við förum einmenningskjördæmaleiðina er það í raun bara vinsælamæling á formanninum. dæmi J.corby sem í raun var ókjóasnlegur að frambjóðendur verkmannaflokksins töpuðu sínum sætum.
Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.