Sjálfstæðisflokkurinn treystir flokksmönnum til að velja á framboðslista

Það var ótrúlegt og í raun óskyljanlegt hversvegna hvorki Samfylkingin eða Viðreisn treystu ekki sínum flokksmönnum til að velja á sína framboðslista.

Það var illa farið með síðasta kratann í flokknum Ágúst Ólaf og mun það að öllum líkindum skaða flokkinn þegar talið verður upp og kjörkössunum í nóv.

Það er gott að vera flokksmaður í flokki þar sem einstaklingurinn er settur i 1 sæti , barist fyrir mannréttindum og réttarríkinu.

Flokkur sem vill efla og gefa atvinnulífinu súrefni með lægri sköttum og álögum á fólk og fyrirtæki ólíkt Samfylkingunni og Viðreisn.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt


mbl.is Slegist um efstu sætin í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óðinn

Þú treystir Sjálfstæðisflokknum til að láta flokksmenn kjósa lýðræðislega á framboðslista?

Ertu nú alveg handviss um að "flokkseigendur" fari ætíð í einu og öllu eftir niðurstöðunni ef þeim líkar ekki niðurstaðan?

P.S.

Þú veist trúlega að karlar og konur á Íslandi eru u.þ.b. jafn stórir hópar, þannig að ef niðurstöðu forvalsins er breytt, þá er feminískt einræðis fyrirkomulag Samfylkingar og Viðreisnar einfaldlega skömminni skárra.

Jónatan Karlsson, 15.5.2021 kl. 09:48

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sæll Óðinn og takk fyrir síðast. Ákaflega þægilegtt að losna úr miðjum átökum í miðausturlöndunum þar sem ég var að reyna að tala fyrir friði en heyrist bara lítið í mér vegna hávaðans í eldflaugum Hamas og ísraelsmannaembarassed. En að sjálfsögðu á fólkið aem kýs að velja á framboðslista. Þar kemst sjálfstæðisflokkurinn næst þeim hugmyndum mínum um einstaklingsframboð. Að sjálfsögðu eiga þá þeir sem veljast að halda fast í sína persónulegu " sjálfstæðisstefnu". Sjálfum hefði mér fundist enn betra ef ekki aðeins flokksmennirnir fengu að velja heldur allir í kjördæminu. En sennilega væri þá hætta á að væntanlegir kjósendur annarra flokka myndu haga sér eins og Hamas-liðar og eyðileggja listann. Ég held að þessi framboðsstefna þíns flokks eigi eftir að skila sér í kjörkassann og eru reyndar einhver teikn um það nú þegar. 

Jósef Smári Ásmundsson, 15.5.2021 kl. 10:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stóri gallinn er sá að treysta ekki kjósendum til að raða á listana beint í kjörklefanum sjálfum. 

Ómar Ragnarsson, 15.5.2021 kl. 13:59

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónatan - ég hef alltaf haft þá trú og treysti prófkjörsleiðinni sem besta leiðin til að kalla fram vilja flokksmanna.

Varðandi að láta fámennan hóp / klíku eins og gert er í Samfó og Viðreisn til að ákveða frambjóðendur er einfaldlega ekki leiðin til að fá fólk til að kjósa viðkomandi flokka.

Ef fólk fær tækifæri til að segja sína skoðun í prófkjöri er líklegast að það mæti á kjörstað og kjósi viðkomandi flokk sem það hefði hluta að því að velja.

Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 19:31

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - ef eitthvað er að marka skoðanakannair þá virðist fólki ekki líka við þá leið sem Samfó og Viðreisn fóru.

Prófkjörin og umræðan um þau virðast vera að hafa jákvæð áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins, frambjóðendur eru á fjarfundum og tala beint við sína flokksmenn og fá tækifæri til að heyra beint frá frambjóðendunm skoðun þeirra á ýmsum málum. 

Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 19:34

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ómar - ég styð ekki persónukjör.

Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 19:34

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Með því að bæta við þeirri leið sem Ómar bendir á fær fólk ennþá meira tækifæri til að ákveða hverjir verða kjörnir og mun að öllum líkindum auka fylgið. Að sjálfsögðu eru flokksmenn búnir á ákveða þessa röð í prófkjörinu en þá kemur að kjósendum sem ekki eru flokksbundnir til að segja sitt álit.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.5.2021 kl. 19:40

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - mín skoðun er sú að ef flokksmenn fá beint að taka þátt í að velja á listann þá eru meiri likur fyrir því að þeir setja x - við sinn flokk á kjördag. 


Ef við förum einmenningskjördæmaleiðina er það í raun bara vinsælamæling á formanninum. dæmi J.corby sem í raun var ókjóasnlegur að frambjóðendur verkmannaflokksins töpuðu sínum sætum. 

 

Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 870027

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 213
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband