Dilja Mist Einarsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um Borgarlínuna

"Hugleiðing um Borgarlínu sem verður einsdæmi í sögu samgönguframkvæmda í heiminum: að komið sé til móts við eftirspurn sem ekki er til staðar til að verða við kröfum þeirra sem enga þörf hafa fyrir þjónustuna.
🚲Staðan er nefnilega sú að þeir sem minnsta nota almenningssamgöngur, þeir sem minnsta þörf hafa fyrir að almenningssamgöngu, þeir sem eru þannig í sveit settir að komast flestra sinna ferða gangandi eða á hjóli, þeir eru helstu stuðningsmenn Borgarlínu."

Mjög góð greyning hjá Dilju Mist og er ég sammála henni.

Borgarlínan er fyrst og síðsst framtíðarskattur á Reykvíkinga og við því segi ég NEI.

mbl.is Vilja bensínstöðina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta var einmitt mjög góð greining hjá Dilju Mist. 

Annars skil ég ekki af hverju menn þurfa alltaf að stjórna öllu frá ráðhúsunum. Samgöngumál eru flókin. Þau eru öðruvísi fyrir svæði A en B. Þau þurfa að þjónusta ekki bara háskólanema heldur barnafjölskyldur, einyrkja, stóra bíla og litla, með mörgum eða fáum farþegum, með stór eða lítil farangursrými. Öllu þessu má koma til einkaaðila sem keppa þá um gjöld notenda en ekki skattgreiðslur borgara. Margar borgir hafa stofnað til samstarfs við sérhæfða verktaka sem bjóða nútímalegar, hagkvæmar og fjölbreyttar lausnir.

Geir Ágústsson, 29.5.2021 kl. 13:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna og að sjálfsögðu sættir Óli Björn Kárason sig ekki við lýðræðið, enda þótt hann eigi sæti á Alþingi. cool

Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.

Í Reykjavík einni hefur til að mynda heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi. cool

Þorsteinn Briem, 29.5.2021 kl. 13:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna. cool

26.9.2019:

"
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára."

Sáttmáli undirritaður um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Stjórnarráð Íslands

Þorsteinn Briem, 29.5.2021 kl. 13:33

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Geir - þetta er ákveðin rörsýn i bland við forræðishyggju hjá borgarstjórnar"meirihlutnum" sem felst í þeir vilja stjórna þvi hvernig fólk ferðst.

Bílum mun ekki fækka á næstu árum og það að borgastjórnar"meirihlutinn" hefur ekki viljað skoðað fleiri lausnir á þeirra sjálfskapaða umferðavandanum er sá vandi sem blasir við öllum sem ferðst um götur Reykjavíkur daglega.

Óðinn Þórisson, 29.5.2021 kl. 15:43

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - mislæg gatnamót bústaðaveg/breiðholtsbraut áttu að vera tilbúin á þessu ári, hversvegna hefur borgarsstjórnar"meirihlutinn" ekki staðið við þá framkvæmd.

Sundabraut, hversvegna hefur borgarstjórnar"meirihlutinn" barist gegn henni þrátt fyrir augljósar öryggis og samgöngubætur sem hún myndi fela í sér.

10 ára framkvæmdastopp sem JóhönnuÓstjórnin gerði við þáverandi borgarstjórnarmeirihluta sem var leidd af Samfylkingunni sem átti að leiða til þess að fleiri en 4 % myndu nota Strætó , átti að verða 12 % en er hvað 5 eða 6 % þrátt fyrir að hafa þrengt kerfisbundið að fjölskyldubílnum.

Það er alveg skýrt hvað Dilja er hér að tala um , annarsvegar tilgangsleysi borgarlínunnar og hinsvegar að þessi  vanda sem er ekki til staðar.

Borgarlínan mun kosta okkur skattgreiðendur eitthvað á bilinu 63 til kannski 250 milljarða. Það er verið að setja aukaskatt á Reykvíkinga um ókomin ár og ég segi NEI við því.

Óðinn Þórisson, 29.5.2021 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 888090

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 263
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband