Gott að búa á Íslandi / Vont að búa í Reykjavík

Samfylkingin hefur stjórnað Reykjavík nánast síðustu 20 ár með aðstoð hækjuflokka eins og Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar.

Fossvogsskólamálið, Braggamálið, aðförin að fjölskyldubílnum, aðförin að Reykjavíkurflugvelli sem er öryggismál fyrir alla Íslendinga, gatnamál í algjöru klúðri , nú síðast Háaleitsbraut og svo ekki sé minnst á útsvarið er í botni. Reykjavík er í raun í rúst.

Nú ætlar Samfylkinginn í Ríkisstjórn, ég skora á fólk að hugleiða mjög vel að áður en það setur X - við S.

Samfylkingin ætlar að sjálfsögðu að innleiða sömu óstjórn við landsstjórnina og við óstjórn Reykjavíkurborgar.

Leið Samfylkingarinnar að hækka skatta á heimili og fyrirtæki mun bara leiða til þess að fólk mun hafa minni ráðstöfunartekur og fyrirtæki munu ekki geta vaxið.

Því miður skilur Samfylkingin ekki atvinnulíðið.


mbl.is Ríkisstjórnin gæti haldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hélt að Óðinn Þórisson hefði nýlega flutt úr Kópavoginum í Lágaleitið í Reykjavík. cool

Þorsteinn Briem, 24.9.2021 kl. 09:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um heila Akureyri síðastliðna tvo áratugi og væntanlega hafa þeir sjálfir valið að búa í Reykjavík. cool

Þar að auki starfa þúsundir manna í Reykjavík sem ekki búa þar, til að mynda Seltirningar, enda er nánast engin atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi. cool

Jónas Kristjánsson 12.6.2020:

"Ársreikningar eru ágæt heimild um fjármálastjórn. Séu ársreikningar Reykjavíkur, Garðabæjar og Seltjarnarness fyrir árið 2019 bornir saman kemur fram að liðurinn "skuldir og skuldbindingar" hefur hækkað frá árinu áður, 2018, um 54% hjá Seltjarnarnesi, 15% hjá Garðabæ en 4,8% hjá Reykjavík. cool

Eigið fé á íbúa á Seltjarnarnesi lækkaði um 20 þúsund krónur en hækkaði hjá Garðabæ um 5.800 krónur og í Reykjavík hækkaði eigið fé á íbúa um 10.400 krónur. Og þannig mætti lengi telja.

Reykjavík er ekki verr rekin en nágrannasveitarfélögin nema síður sé og Seltjarnarnes er eina sveitarfélagið sem er rekið með tapi. Hvernig er það hægt? Þar hafa ekki verið neinar framkvæmdir í fjölda ára." cool

14.8.2020:

Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar

Þorsteinn Briem, 24.9.2021 kl. 09:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með lögheimili á Seltjarnarnesi, samkvæmt Hagstofu Íslands:

Árið 2001: 4.673,

árið 2020: 4.726.

Þeim sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, þar sem Óli Björn Kárason býr, hefur því fjölgað um 53 síðastliðna tvo áratugi, eða 0,01%. cool

Með lögheimili í Reykjavík:

Árið 2001: 111.544,

árið 2020: 131.136.

Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 19.592 síðastliðna tvo áratugi, eða 17,6%, rúmlega fjórum sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.025 um síðustu áramót. cool

Ef þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi ættu lögheimili í Reykjavík væru þeir einungis 3,6% þeirra sem þar ættu lögheimili.

Og nú vill þessi fámenni hópur ráða því hvað er í miðbæ Reykjavíkur.

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna og að sjálfsögðu sættir Óli Björn Kárason sig ekki við lýðræðið, enda þótt hann eigi sæti á Alþingi. cool

Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina. cool

Þorsteinn Briem, 24.9.2021 kl. 09:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2021:

Um 94% foreldra leikskólabarna í Reykjavík ánægð með leikskólana

Og engin ástæða til að ætla að ánægja foreldra grunnskólabarna hér í Reykjavík sé almennt minni en ánægja foreldra leikskólabarna í borginni, þrátt fyrir allt svartagallsrausið í Sjálfstæðisflokknum. cool

4.3.2021:

Flokkarnir sem mynda meirihlutann í Reykjavík bæta allir við sig fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum

Þorsteinn Briem, 24.9.2021 kl. 09:50

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - stjórnarmálaflokkar eiga að vinna fyrir fólkið en ekki gegn því og það hefur því miður verið þannig með Samfylkinguna í Reykjavík.


Reykjavík er höfuðborg Íslands og gegnir því örðu og stærra hlutverki en nokkuð annað bæjarfélag á landinu.

Það að ætla að reyna að loka Reykjavíkurflugvelli gegn vilja landsbyggðarinnar er algerlega óboðlegt.

Götur Reykjavíkur eru í holum og tætlum , viljandi vegna þess að þetta fólk er með algert hatur á þvi að fólk ferðist um borgina á sínum eigin bíi. 

Bæði FossvogsskólaKlúðrið og BraggaKlúðrið hefði átt að leiða til þess að æðsti maður borgarinnar bogarstjórinn Dagur B. átti að segja af sér.

En Samfylkingin hefur verið klók að fá með sér í stjórn hækjuflokka sem hafa viðhaldið meirihluta borgarfullta en fólksins.

Niðurstaða síðustu borgarstjórnarkosnga var skýr, Samfylkingin tapaði fylgi, meirihlutinn féll og meirihluti borgarbúa vildi ný vinnubrögð í Reykjavík.

Nú er komið að fyrra pólitíska uppgjörinu við Samfylkinguna, ætlar fólk að verðlauna frammistöðuna flokksis við óstjórn Reykjavíkur. Ég vona ekki.

En gleymum þvi ekki að Viðreisn er alltaf til í hækjuna, hvernig var það með forseta borgarstjórnar PA, 2 flulltrúar Viðreisnar í 2 æðstuð embættum borgarinnar á sama tíma. Það þurfit júa að halda " meirihlutanum " og fórnarkostnaðurinn var eitt stikki forseti borgarstjórnar, ásamt því að vera með embætti formaður borgarráðs. Jú lýðræðið er stundum skrítið.

Óðinn Þórisson, 24.9.2021 kl. 17:36

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Breim - kannski fær Dagur B. hæstu einkun fyrir að fjölga íbúum í sveitarfélugum nálægst Reykavík. Þétting byggðar hefur snúist upp i algert öfugmæli undir óstjórn Samfylkingarinnar.

Óðinn Þórisson, 24.9.2021 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 313
  • Frá upphafi: 870020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband