16.10.2021 | 07:51
Hversvegna vill Sjálfstæðisflokkurinn heilbrigðisráðuneytið ?
Þórólfur sóttvarnarlæknir lagði bara til tillögur sem heilbrigðsráðherra VG tók ákvörðun um hve harðar aðgerðir gegn frelsi fólks yrðu.
Það hefur komið ítrekað komið fram hjá þingmönnun og formanninum sjálfum að ef flokkurinn hefði verið með heilbrigiðsráðuneytið hefði margt verið gert öðru vísi á þessu kjörtímabili og þá sérstaklega varðandi frelsi fólks í covid.
Ríkið á ekki vera allt í öllu þegar kemur að heilbrigðiskerfinu.
LSH getur ekki sinnt öllu og það eru mörg tækifæri í heilbrigðiskerfinu til að fjölga leiðum en ekki loka þeim eins og VG hefur gert.
Ég hef þá skoðun að Flokkur fólksins sé betri valkostur en VG til stjórnarsamtarfs enda er hann ekki öfga náttúru og umhverfisflokkur.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt.
Vill stíga skrefið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varðandi Covit og sóttvarnaraðgerir á að sjálfsögðu að fara eftir tillögum sóttvarnarlæknisins . Hans er að meta vegna kunnáttunnar. En varðandi það hvort á að nota útvistun verkefna frá landspítala eða ekki gegnir öðru máli. Þar er núverandi heilbrigðisráðherra úti á túni.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.10.2021 kl. 09:18
Hversvegna voru heilbrigðismálin aðalmál síðustu kosninga? Astæðan var sú að núverandi heilbrigðisráðherra var úti á túni eins og Jósef Smári segir. Og ef VG verða með þau mál áfram verður allt vitlaust í landinu og stjórnmálamenn hlusta ekki á fólkið í landinu. Út með VG og inn með Flokk fólksins.
Sigurður I B Guðmundsson, 16.10.2021 kl. 09:53
Jósef Smári - það er fínt að fá tillögur frá sóttvarnarlækni en hafa verður í huga að hann er að nálgast þetta með mjög lokuðu sjónarhorni og raun bara út frá covid ekki heildarhagsmunum.
Sammála heilbrigðisráðherra er út á túni.
Óðinn Þórisson, 16.10.2021 kl. 11:54
Sigurður I - þegar ráðherra nálgast allt út frá þessu þrönga sjónarmiði að ríkisvæða eigi allt heilbrigðiskerfið þá er það mjög skaðlegt fyrir heildarhagsmuni.
Það þarf nýja nálgun og hugmyndafræði í heilbrigðisráðuneytið og það verður ekki gert með ráðherra VG í því ráðuneyti.
Flokkur Fóksins er betri samstarfaðili þar sem öfgar stjórna þar ekki för.
Það verður t.d hægt að kúvenda hugmyndum VG um hálendisþjóðgarð og fara í þær framkvæmdir sem eru lífsnauðslynlega fyrir framtíð okkar.
Óðinn Þórisson, 16.10.2021 kl. 11:58
Fyrir hverja milljón sem eytt var á sínum tíma til að stofna þjóðgarð á Snæfellsnesi hafa komið inn 23 milljónir.
Hvað snertir ástandið í bráðaþjónustuhluta heilbrigðiskerfisins hafa allir flokkar á þingi nema kannski Flokkur fólksins átt þátt í því að gera þetta ástand það lakasta í okkar heimshluta.
Ómar Ragnarsson, 16.10.2021 kl. 12:58
Þeir sem elta frasa og fyrirsagnir skrifa svona : "Ríkið á ekki vera allt í öllu þegar kemur að heilbrigðiskerfinu.".
Það vita það allir sem vilja vita að hér er fjöldi einkarekinna fyrirtækja sem veita heilbrigðisþjónustu af mörgu tagi.
Það er ekki málið.
Sjallar vilja einfaldlega tryggja aukin einkarekstur og meira fjármagn til þeirra það koma til með að reka.
Sjallar kunna einfaldlega ekki að fara með ríkisfé þegar kemur að fjármögnun til heilbrigðiskerfa.
Gott að muna þegar þ.v Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór, fór í það að stofna nýja stofnu, Sjúkratryggingar Íslands. Starfsemi sem var unnin af annarri stofnun en Guðlaugur er búinn að kosta skattgreiðendur um 1.5 milljarð bara við kostnaðinn við stofnun Sjúkratrygginga Íslands. Bruðl var, bruðl skal það kallast.
Ætli það sé svo tilviljun að læknar vilji að Sjallar sjái um Heilbrigðisráðuneytið ?
Nei, því þá verður meira fært úr vasa almennings yfir í vasa einkarekinna fyrirtækja læknanna sjálfra.
Hér þykir það eðlilegt að það séu tvö myndgreiningarfyrirtæki í einkaeigu, fyrirtæki sem skila milljarða arði til eigenda, arði sem verður til þegar þjónusta er keypt er af íslenska ríkinu.
Nú heyrast svo raddir um að færa frekari miðlæga þjónustu frá LSH og út á land, sem þýðir afturför um 25 ár þegar ákveðið var að reyna lækkka kostnað við rekstu óhagræðilegra eininga utí á landi.
ERGO, Sjallar klappa það upp til að stækka báknið.
Sjallar breytast svo aldrei, meira fyrir færri, sér í lagi ef greitt er af fleirum.
En þetta vill um 24% þjóðar.
Verði þeim að góðu.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.10.2021 kl. 15:33
Ómar - um 1300 einstaklingar flugu til íslands, m.a einkaþvotum til að segja okkur að menga minna.
Allir flokkar hafa haft áhrif á heilbrigðskerfið , sumir jákvæð áhrif , sumur neikvæð áhrif.
Óðinn Þórisson, 16.10.2021 kl. 18:05
Sigfús Ómar - Samfylkingin fékk minna en 10 % atkvæða og aðeins 6 þingsæti sem er algert afhroð hjá flokki sem ætlði einu sinni að verða beiðfylkingin en er í dag smáflokkur vinstra megin við VG.
Ég fór yfir þetta margsinnis hér að hvernig var skipað á lista Samfylkingarinnar myndi aldrei geta skilað góðri niðurstöðu í alþingiskosningum enda var það raunin.
Nú er strax farið að tala um stöðu formanns Samfylkingarinnar enda skipstjóri sem fiskar ekki fer í land og annar fenginn í staðinn.
Samfylkngin hefur á ótrúlega stuttum tíma í raun sett sig á þannn stað að flokkurinn er búinn að fæla frá sér alla krata og meira að segja esb - já fólk enda þorði flokkurinn ekki að tala um það í aðdraganda kosninga.
Þetta eru aðrar kosningarnar í röð og þriðju ef talið er með borgarstjórnarkosningarnar 2018 sem Samfylkingin er tapari kosninga.
Kannski er að það þurfi að endurskoða þessa útilokunarstefnu flokksins og fara aftur að vinna í anda þeirrar hugmyndafræði sem Samfylkingin var stonuð um.
En í borgarstjórn hefur flokkurinn verið heppinn en bara líka klókur að fá hækjuflokka með sér sem hafa ekkert fram að færa nema fá stóla.
Óðinn Þórisson, 16.10.2021 kl. 18:15
Ég þakka þér óðinn þína sýn á stöðu Samfylkingarinnar en það var nú ekki kannski það sem lagt var upp í pistli þinum.
Eigum við kannski að halda áfram að ræða stefnu þins flokks í heilbrigðismálum frekar en fylgi annarra flokka ?
Ég er allavega til.
Staðreyndir síðustu ára sýna að þegar þinn flokkur hefur verið með Heilbrigðismálin þá hefur útgangspunkturinn að koma sem flestu í sölu til ríkisins, til okkar og án kostaðargreiningar, bara að láta skattgreiðendur kaupa af einkareknum fyrirtækjum í eigu aðila sem eru mögulega líka í hlutastarfi hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum.
Það verður ekki betur séð að hér verði að setja upp verðmiða á grunnnám í heilbrigðisvísindum og þannig þá þeir sem geta skila starfi til þá ríkisins, samfélagsins greiði minna fyrir námið á meðan þeir sem velja mammon sem aukaáfanga í sínu heilbrigðisnámi greiði meira.
Það einfaldlega gengur ekki lengur að keyra læknakostinn á LSH t.d þar sem um 30% lækna eru í hlutastarfi á meðan við sambærilegt sjúkrahús í Svíþjóð (Uppsala) er hlutfallið 3% (Heimild Mackenzie skýrsla, unnin fyrir Heilbrigðisráðuneytið 2016.
Eins þekkist það ekki í USA að læknar taki hlutastarf og vinni svo með sömu sjúklinga á einkastofum. Læknar eru annað hvort í eigin rekstri eða í fullu starfi sem slíkir.
En þessu vilja Sjallar ekki breyta, þeir vilja halda áfram að færri hagnist á þjónustu veitt út í samfélagið.
Óðinn, næst þegar þú þarft að leita lækninga og mögulega til sérfræðings, veist þú hvað slíkt kostar ?
Ekki ég, enda vilja læknar hafa það einmitt þannig, og rukka svo umframgjald (Heimild: Kveikur 11 mars 2021).
P.s Samfylking bætti við sig í einu RVK-kjördæminu og hélt sjó í öðru, þannig að styrkur Samfylkingarinnar er enn góður í RVK. Veit á gott fyrir vorið.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.10.2021 kl. 20:38
Sigfús Ómar - ef það er almennt viðhorf Samfylkinarfólks að það sé sátt með að flokkurinn sé innan við 10 % flokkur þá erum við þá a.m.k sammála um það að SF verði lítill flokkur.
Hvernig myndi Samfylkingin vilja stjórnar heilbriðisráðuneytinu.
Til þess að skýra það þarf að skoða hvernig Samfylkingin hefur stjórnað þegar hann hefur veirð í stjórn landsins og nú undanfarin hvað 20 ár verið með stjórn höfuðborgarinnar og þar fær flokurinn algera falleinkun. Dæmin sanna það , búiinn að margfara yfir það hér.
Eftir að alþjóða bankahrunið skall á íslandi þá sprakk Samfylkingin í tætlur, var með bankamálaráðueneytið, bankamálaráðherra Samfylkingarinnar vissi ekkert hafði verið að gerast. OG Jóhann hafði veirð í 4 manna ráðherranefnd um ríkisfjrármál.
Á engum tímapunkti hafði Samfylkingin í ríkisstjórn eða á öðrum vettvangi varð íslensku þjóðina við það sem væri framundan okt 2008.
Sigmundur Davíð hefur sagt að það hafi verið verstu ákvörðun sína að verja minnihlutastjórn VG og SF , hann sagði að ekkert hafi verið staðið við sem lofað var Framskókn.
Tæra vinstri óstjórnin 2009 - 2013, hef rakið það margsinnis hvað hún gerði fjölmörg mistök, t.d að ætla að skatta þjóð út úr kreppu gengur ekki.
Af þessu öllu upptöldu er alveg morgunljóst að það væri ekki hægt að treysta Samfylkingunni hvorki fyrir Heilbrigðisráðuneytinu né öðru ráðuneyti.
Samfylkingin var með heilbrigðsráuenytið á sínum tíma, til að gæta alls sanngirnis þá reyndi Guðbjartur heitinn að breyta, ætlaði að hækka laun þáverndi forstjóra en allt varð vitlaust og hvar er hann núna og hvaða árangri er hann að ná með viðkomandi spítala.
Sú hugmyndafræði og þær breytingar sem þarf að fara í , í heilbrigðskerfinu samrímist ekki ríkisstefnu SF þannig að er getur ekki verið neinn þáttandi í því að taka til á LSH.
Ég vona að það verði ekki skipaður nýr forstjóri LSH fyrr en vitað er hver verður i heilbrigðisráðuneytinu, því sá einstaklingur og um það skrifaði læknir í gær að skiti öllu máli varðandi hvort LSH nái að leysa þau gríðarlega stóru vandamál sem eru þar innandyra . rekstrarlega, hugmyndafræðilega, það þarf alveg nýja hugsun og VG verður að skylja það að krafan er ný vinnubrögð í heilbrigðskerfinu.
Óðinn Þórisson, 17.10.2021 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.