" Heildarskuldir borgarinnar eru komnar yfir 400 milljarða króna "

"Heildarskuldir borgarinnar eru komnar yfir 400 milljarða króna og hafa aldrei verið hærri. Það þýðir að borgin hefur skuldsett hvern íbúa um 3 milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um 12 milljónir. Staðan er grafalvarleg og samkvæmt áætlunum borgarinnar er áfram stefnt að ósjálfbærum rekstri hennar og frekari skuldsetningu."
Kjartan Maganússon varaþingmaður Sjálfstæiðisflokksins


Ég vil þakka Kjartani Magnússyni fyrir að upplýsa okkur Reykjvíkinga um afleita skuldastöðu Reykjavíkurborgar.

Samfylkinigin verður að fara í frí eftir 15.mai og svo verður bara að taka slaginn hvernig á að bjarga Reykjavík eftir frjármálaóráðsíu flokksisins síðustu 20 árin


mbl.is Segir fjárhagsstöðu borgarinnar grafalvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þar sem flokksfélaginn þinn nýtti ræðupúlt Alþingis Íslendinga í sinni prófkjörsbaráttu, eins og fallegt og það kann að vera, veistu hvort hann nefndi hver eignarstaðan er á móti skuldunum ? 

Ef ég les ekki vitlaust í hlutaársreikning f/ 2021 þá ekki annað sjá að það séu til eignir upp á verulega rúmlega skuldastöðuna.

Nefndi hann það e-ð sérstaklega, e-ð sem er venjulega gert þegar rætt er um eignar- og skuldastöðu ?

Hitt er svo annað að það er þekkt á meðal þinna flokksfélaga að fjárfestingar eru leiðin út úr efnanhagslægð.

Sé ekki betur en að hluti þess að fjárfesta sé að skuldsetja sig. 

Nema flokksfélagar þínir og samherjar eigi fé á erlendum reikningu  og dragi hingað heima þegar á að versla eitt eða annað.

Er það svo ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.2.2022 kl. 13:42

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - "Verðmat í fyrsta fasa bensínstöðvadílsins eru 20 milljarðar

Það er nákvæmlega sama upphæð og borgin ætlar að taka að láni á árinu 2022"

Vigdís Hauksdóttir

Kjartan Magnússon er v.þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykvínga og ber því skylda til að upplýsa Reykvíkinga um afleita skuldastöðu borgarinnar.

Ertu sáttur við að ef Samfylkingin verður við völd í Reykjavík næstu 4 árin að það verði áframhaldandi skuldasöfnun Reykjavíkurborgar og svo er líklegt að þinn flokkur muni setja á Borgarlínuskatt á okkur Reykvíkinga þar sem borgin er fjárhagslega í rúst eftir 20 ára valdatíð Samfylingarinnar.

Það verður að breyta um kúrs, nýr meirihluti án Samfylkingarinnar bíður hrikalega stórt verkefni að bjarga Reykjavík. Neyðarstjórn er líkleg niðurstaða.

Óðinn Þórisson, 9.2.2022 kl. 16:26

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, veit ekki hvernig "borgarfulltrúinn" með aðeins 3614 atkvæði á bak við sig gat reiknað 2 milljarða uppí 20 en það er þitt að finna út úr því.

Borgin, eins og önnur fyrirtæki taka lán til að standa í fjárfestingum, ekki ósvipað eins og þeir sem kaupa sér fasteign, taka lán, nema náttúrulega niðjar sumra sem vilja borga minna til samfélagsins.

Ef Kjartan vill láta taka sig alvarlega, sem hann er ekki mínum huga, þá hefði hann átt að birta eignarstöðuna um leið, eins og debet og kredit. 

Líklega kann Kjartan bara debet, enda hálfdrættingur í sjtórnmálum .

Ég er hlynntur því að núverandi meirihluti haldi áfram , svo það góða starf sem unnið er í samgöngumálum, menningu, starf fyrir jaðarhópa, börn með fatlanir, mannréttindamál og þá miklu uppbyggingu í íbúðarmálum fyrir tekjulága.

Eina sem skiptir máli að eiga meir en einn skuldar. 

Það gerir Borgin. Það vildi Kjartan ekki tala um enda óþægilegt.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.2.2022 kl. 17:44

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - þú ættir að lesa nýja grein eftir Kjartan Magnússon. " Grunnþjónusta í stað gæluverkefna ".

Eigum við að ræða 10 000 000 000 í gæluverkefnið stafræn þróun. Eigum við að ræða " Bensínstöðvardíl borgarstjóra " Vigdís Hauksdóttir

Þessum krónum verður ekki eitt í grunnþjónustu, það liggur alveg fyrir.

Hvernig list þér að að snúa við ákvörðun Samfylkingarinnar og fækka borgarfulltrúum aftur niður í 15 með hagsmuni reykjavíkur og reykvínga að leiðarljósi.

Hversvegna vill Samfylkingin ekki lækka álögur á fyrirtæki og heimili í reykjavík, útsvarið í botni.

Aðalatriðið er þetta Samfylkinigin er búin að vera allt of lengi við völd í Reykjavík  og það einfaldlega verður að skipta um kúrs svo ekki fari illa fyrir okkur sem búum í þessari borg.

Óðinn Þórisson, 9.2.2022 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 871944

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband