Samfylkingin ekki lengi að snúa Framsókn

"Ár eftir ár heyrum við fulltrúa meirihlutans tala um sögulega uppbyggingu framundan en tölurnar tala öðru máli,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Framsókn kom fram að margir héldu sem mótvægi við meirihlutann. Upp úr kjörkössunum komu 4 borgarfulltrúar og ljóst að þetta fólk var ekki að kjósa Dag B og sama meirihluta.

Það tók Samfylkinguna/Dag B. ekki langan tíma að fá Framsókn til að endurresa fallinn meirithluta og taka að sér hækjuhlutvek og framfylgja stefnu Samfylkingarinnar varðandi þróun Reykjavíkurborgar.



mbl.is Skortstefna ein orsök húsnæðisvandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um meira en heila Akureyri síðastliðna tvo áratugi og væntanlega hafa þeir sjálfir valið að búa í Reykjavík. cool

Í fyrra, árið 2021, fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 2.426, samkvæmt Hagstofu Íslands, sem er um þriðjungurinn af íbúum Akraness en þeir voru 7.841 um síðustu áramót.

Og síðastliðin fimm ár hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um tólf þúsund og fimm hundruð, sem er um það bil heill Mosfellsbær en þar bjuggu 13.024 um síðustu áramót. cool

Með lögheimili í Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands:

1. janúar 2002: 112.411,

1. janúar 2022: 135.688.

Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 23.277 síðastliðna tvo áratugi, eða 21%, og um 3.600 færri íbúar eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.642 um síðustu áramót. cool

Þar að auki starfa þúsundir manna í Reykjavík sem ekki búa þar, til að mynda Seltirningar, enda er nánast engin atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi.

Í fyrra, árið 2021, komu 1.285 nýjar fullbúnar íbúðir inn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, sem var um 30% yfir markmiðum borgarinnar.

Og þar af voru 792 íbúðir, eða 62%, á vegum húsnæðisfélaga án hagnaðar. cool

1.4.2022:

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík

Á Vatnsmýrarsvæðinu verða um 740 íbúðir á Hlíðarenda og um 700 íbúðir í Nýja Skerjafirði, samtals um 1.440 íbúðir. cool


Og þessar íbúðir verða nálægt stærstu vinnustöðum landsins. Landspítalinn er með um fimm þúsund starfsmenn, Háskóli Íslands með um sextán þúsund nemendur og kennara og Háskólinn í Reykjavík um fjögur þúsund nemendur og kennara, samtals um 25 þúsund manns.

Verið er að byggja íbúðir fyrir mörg hundruð nemendur Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á Vatnsmýrarsvæðinu og þar er verið að reisa Vísindagarða.

Um 300 íbúðir verða á Héðinsreit, rétt hjá matvöruverslunum á Granda, til að mynda Bónus, en ekki var pláss fyrir þá verslun á Seltjarnarnesi. cool

Verið er að reisa eða nýbúið að byggja um 360 íbúðir við Útvarpshúsið í Efstaleiti, um 100 á Höfðatorgi, um 300 á Kirkjusandi og um 1.500 íbúðir í Vogabyggð.

16.11.2018:

"Gef­in hafa verið út bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir 1.344 íbúðir í borg­inni á fyrstu tíu mánuðum árs­ins og árið er orðið metár í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík." cool

"Fram­kvæmd­ir á nýj­um íbúðum eru hafn­ar á 32 bygg­ing­ar­svæðum í Reykja­vík, þar sem má byggja alls 4.828 íbúðir."

Metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík - Um fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi í borginni

4.10.2021:


""Í fyrra voru tekn­ar í notk­un 1.572 nýj­ar íbúðir í Reykja­vík. Það var met. cool

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru þær orðnar 1.422. Það stefn­ir því í annað met.

Og verið er að byggja tvö þúsund íbúðir í þess­um töluðu orðum," segir Pawel Bartoszek formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar." cool

4.809 íbúðir eru á framkvæmdastigi í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 7.10.2022 kl. 09:53

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - hvort sem það er um að ræða alþingskosningar eða sveitarstjórnarkosningar snúast þær að miklu leyti um hvort ríkisstjón haldi meirihluta og sama á sveitarstjórnum um að meirihlutar haldi velli.

Hvað efir  annað hefur meirihluti Samfylkingarinnar fallið og hækjuflokkar tekið að sér að endurreisa fallna meirihluta flokksins.

Niðurstaðan er skýr, Björt Framtíð bauð ekki fram, Viðreisn var með 2 borgarfulltrúa en fékk nú síðast 1 fulltrúa og nú kemur Framsókn og endurreisir fallinn meirihluta, sagan segir okkur að þeir fái ekki 4 borgarfulltrúa eftir næstu borgarstjórnarkosningar.

Ætla ekki að ræða óheilindi Viðreisnar að ganga óbundnir til kosninga en daginn eftir mynda kosningabandalag með Samfylkingunni og Pírötum.

En flott hjá Samfylkingunni/Degi að snúa á Framsókn á nokkrum dögum og fá þá til að halda áfram með stefnu Samfylkingarinnar.

Hvert var erindi Framsóknar í þessum kosningum ?  Ætluðu þeir ekki að vera mótvægi við þá óstjórn sem hefur verið í Reykjavík og koma innn með breytingar ? svarið liggur fyrir er það ekki ?

Óðinn Þórisson, 7.10.2022 kl. 11:25

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óðinn.

Upp til hópa, þá er ég þér algjörlega sammála, líkt og hvað varðar umferðar- og húsnæðis(vanda)mál borgarinnar, en heldur þú í alvöru að Hildur og hennar félagar séu beinlínis líkleg til að vilja breyta einhverju?

Jónatan Karlsson, 7.10.2022 kl. 15:37

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónatan - 11227 / 18.7 % settu x - sitt við Framsókn, ég dreg það verulega í efa að þetta fólk hafi verið að kjósa engar breytingar og haldið yrði áfram leið Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Það verður að gera þá kröfu á kjörna fullra að þeir hlusti á hvað kjósendur eru að segja þegar þeir fara inn í kjörklefann og segja sína skoðun.

Meirihluti Samfylkingarinnar eins og svo oft áður féll og það var raunvöruleg krafa á kjörna fulltrúa að skipta út meirihlutanum.

Fulltrúar Framsóknar fengu þetta tækifæri en gerðu eins og Björt Framtíð og Viðreisn höfu gert endurreist fallinn meirihluta og tekið að sér hækjuhlutverk frekar en taka sjálir til sín málin.

Sjálfstæðisflokkkurinn hefur ekki fengið tækifæri í 20 ár að breyta Reykjavík vegna hækkjuframboða Samfylkingarinnar.

Óðinn Þórisson, 7.10.2022 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 319
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 224
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband