14.11.2022 | 22:50
Afsökunarbeiðni frá fréttastofu Rúv til fjármálaráðerra okkur íslendinga
Þetta var mjög undarlegt viðtal sem Bjarni Ben fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var boðaður í Kastljós í kvöld.
Endalokin á viðtalinu var stórfurðuleg spurning og spyrja mætti hvort Rúv verði ekki eitthvað bæta sín vinnbrögð því eins og kemur skýrt fram frá heiðursmanninum Bjarna Ben þá lá það aleg fyrir að hann myni mæta einn í þetta viðtal,
Allt tal um að hann hefði ekki viljað eiga samtal við formann eins af þríburaflokkunum held ég að það hafi í raun ekki skipti engu máli.
Stjórnaranstaðan hefur næg tækifæri til að eiga samtal við Bjarna Ben en þetta er eitthvað upppþvot um ekki neitt og Kritrún og Sigmar komu þarna sem einn maður og skilaði engu fyrir almenning.
Það er afar mikilvægt að þeir fréttamenn sem eru að boða í viðtöl á Rúv séu alveg með það á hreinu með havaða forsendum formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra okkar íslendinga sé kallaður í viðtal í Kastljósi.
Forsenda að Bjarni væri einn í viðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2022 kl. 10:22 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blaðamenn og til dæmis fréttamenn á RÚV eru orðnir pólitískir aktívistar. Það er ekki hægt. Stjórnmálamenn þurfa að setja lög til að búa aftur til skil þarna á milli þannig að fréttamennskan verði eins og hún á að vera, hlutlaus, uppfræðandi, ekki til að kasta rýrð á suma flokka og pólitíkusa.
Ég ólst upp við þannig RÚV, og Morgunblaðið var miklu hlutlausara en vinstriblöðin. Nú er jafnvel komin vinstrislagsíða á Morgunblaðið með femínistainnrásinni þangað inn.
Bjarni Benediktsson stendur sig vel í því að draga línuna einhversstaðar og gagnrýna það sem þörf er á.
Það er aldrei að vita nema Bjarni verði betri formaður eftir að hafa heyrt gagnrýnina sem Guðlaugur Þór kom með á hann með mótframboði sínu. Þannig á lýðræðið að vera.
Ingólfur Sigurðsson, 14.11.2022 kl. 23:19
Svo er spurning hvað nefndarmaður Alþingis skrifaði milli línanna í skýrslueintakið sem hann sendi völdum fjölmiðlum á sunnudaginn til að tryggja „rétta“ umfjöllun
„ lesa það víða út úr 72 síðum skýrslunnar og þá ekki síður á milli línanna“
svo vitnað sé í Sigmundur Ernir
Grímur Kjartansson, 15.11.2022 kl. 07:12
"Hersir Aron Ólafsson
Óðinn Þórisson, 15.11.2022 kl. 09:00
Ingólfur - það er mikil ábyrð sem ríkir að fá að stjórna þætti eins og Kastjósi og Silfinu sem eru stjórnmálaþættir á Ríkisfjölmiðli.
Ríkisjölmiðill verður a.m.k að reyna að sýna að hann sé hlutlaus en mín skoðun þá vantar talsvert upp á það í dag og hefur um langan tíma gert.
Ég er alveg sammfærður um að mótframboð GÞÞ hefur fengið BB til að reima á sig takkaskóna og mæta sterkaði til leiks.
Óðinn Þórisson, 15.11.2022 kl. 09:05
Grímur - hver lak skýrunni, það var a.m.k ekki hagsmunamál stjórnarflokkana að leka henni þannig að það ætti að minnka hópinn talsvert.
Óðinn Þórisson, 15.11.2022 kl. 09:06
Hverjum hentaði að láta umræðuna snúast um lekann fremur en innihald skýrslunnar sem var lekið? Ef það er skoðað minnkar "hópurinn" alveg niður í einn.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2022 kl. 12:23
Guðmundur - lekinn er mjög alvarlegur og það er alveg ljóst að það þurfi að reyna upplýsa hann. Trúnaður skiptir miklu máli á alþingi okkar íslendinga.
Óðinn Þórisson, 15.11.2022 kl. 14:00
Trúnaður í sólarhring frá því að nefndarmönnum var afhent skýrslan þar til fjallað var um hana í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði þann eina tilgang að nefndarmenn þyrftu ekki að fá hljóðnema framan í andlitið og vera beðin um að tjá sig um efni sem þau hefðu ekki náð að kynna sér.
Áður en nefndarmenn fengu skýrsluna í hendur hafði fjöldi aðila fengið hana til umsagnar og er því engin leið að fullyrða hvort sá sem lak sé í nefndinni eða utan hennar. Tímasetning lekans er reyndar til þess fallin að beina sjónum frá því að sá sem hafði mesta hagsmuni af lekanum er alls ekki í nefndinni.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2022 kl. 14:14
Vísir hefur undir höndum drög að skýrslunni sem voru send Bankasýslunni til umsagnar og samkvæmt því sem þar segir var orðalagi breytt á ýmsum stöðum til mildunar áður en gengið frá lokaútgáfu skýrslunnar. Ekki nóg með það heldur eru þau drög birt sem fylgiskjal með fréttinni: Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ - Vísir
Þar sem umrædd drög bárust aldrei til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ljóst að enginn nefndarmanna gat lekið þeim.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2022 kl. 15:03
Guðmundur - ég held að við séum sammála um það að skýrslan kom út í gær og henni var lekið sem er ekki gott.
í dag á alþingi okkar íslendingar eyddi stjórnarandstaðan mikilvægum tíma alþingis undir liðnum fundarstjórn forseta í málþóf sem skilar aldrei neinu.
Það að kalla á eitthhvað annað lögfræðilegt álit um skýrsluna áður en alþingi tekur skýrsluna til skoðunar og efnislegrar meðferðar er ekkert annað en frumhlup stjórnarandstöðunnur.
Auðvitað verðum við að taka það mjög alvarlega að skýrslunni var lekið til fjölmiðla og sá/þeir sem gerðu það gerðu það ekki með lýðræði að leiðarljósi og ég held að við verðum bara að vera ósammála um hvaðan líklegast er að leikinn hafi komið.
Óðinn Þórisson, 15.11.2022 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.