22.2.2023 | 11:59
Samfylkingin ætlar að senda komandi kynslóðum óútfylltan tékka
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er búinn að einangra sig frá öðrum bæjarfélögum með því að fella tillögu okkar, þar sem bæjarstjórar annarra sveitarfélaga hafa lýst áhyggjum sínum af þessum samgöngusáttmála og þessum vanefndum og vanáætlunum, segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ekki átti ég von á öðru en Samfylkingin og viðhengisflokkar hans í meirihlutanum í Reykjavík myndu fella tillögu Sjálfstæðisflokksins.
Nú þegar liggur fyrir að verkefnið er komið langt fram úr öllu sem talað var um hvort sem það er tími eða peningar.
Þetta er óútfylltur tékki sem Samfylkingin ætlar að senda á komandi kynslóðir, þetta hljómar eins og þegar flokkurinn ætlaði að senda komandi kynslóðum Icesave - reikniginn.
Vilja ekki endurskoða samgöngusáttmálann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alvarleg valdbeiting meirihlutans í Reykjavík og krefst mótmæla eins og voru gegn Icesafe. Ekki nóg með að Dagur hafi náð völdum með klækjum, nú á að nota það ótrausta vald til að gera eitthvað sem er í óþökk flestra, sem er borgarlínan.
Jafnvel áður en neikvæðar afleiðingar af Úkraínustríðinu voru komnar fram var borgarlínan gagnrýnd. Hefur ekki Dagur og hans fólk farið nóg fram úr fjárlögum? Hversvegna segir ekki Bjarni Ben stopp við þessu?
Ingólfur Sigurðsson, 22.2.2023 kl. 15:58
Algjörlega sammála Ingólfi þarna...
Jóhann Elíasson, 22.2.2023 kl. 16:05
Ingólfur - Samfylkingin talar mikið um þjóðaratkvæðagreiður en þegar það hentar þeim ekki eins og í Icesave og ESB þá er flokkurinn á móti.
Þetta eru í raun hálfgert alræði sem meirihlutinn í Reykjavík er að beita og það er mjög alvarlegt.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bæjarstjórinn í Kópavogi og Hafnarfirði hafa sagt að það verði að taka upp Borgarlínuruglið og nú bíð ég eins og margir aftir því að heyra það sama frá Bjarna.
Það verður að stoppa þessa peningasóun sem Borgarlínan er og verður byrði á komandi kynslóðir.
Óðinn Þórisson, 22.2.2023 kl. 20:42
Jóhann - góðir puntkar hjá Ingólfi.
En hvar er Framsókn í Reykjavík , þeir virðast vera orðinn bara hækja Samfylkingarinnar.
Óðinn Þórisson, 22.2.2023 kl. 20:43
Ég hafði nú ekki meiri trú á Einari Þorsteinssyni en það að ég reiknaði ekki með öðru frá honum og hann sannaði það að hann var ekkert annað en "SKÍTABOMBA" sem Framsókn henti á kjósendur í Reykjavík eins og þeir hafa gert um allt land og í landsmálunum líka.....
Jóhann Elíasson, 22.2.2023 kl. 21:00
Jóhann - fyrrv. fréttamaður Rúv og hans borgarfulltrúar hafa klárlega svikið kjósendur sína miðað við að flokkurinn ætlaði að stokka allt upp í Reykjavík vegna slæmrar fjárhagsstöðu borgarinnar.
Nei það fyrsta sem flokkurinn gerði sem fékk 4 fulltrúa samdi nánast daginn eftir kosningar við Dag og hans hækjuflokka og hafa engu skilað nema bætast í þann hóp.
Óðinn Þórisson, 23.2.2023 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.