Hætta að Ríkisfjölmiðilinn verði einn eftir á fjölmiðlamarkaði.

„Það er búið að dæla fjár­magni inn í Rík­is­út­varpið, millj­örðum á hverju ári, til að það geti stækkað og fært út kví­arn­ar, farið út í net­frétt­ir og nýmiðlun, lengi vel í trássi við lög um Rík­is­út­varpið,“ seg­ir Andrés

Það má spyrja hvort Rúv hafi sama öryggishlutverk 2023 og það hafði 1980 ? Mín skoðun NEI.

Eina sem stjórnvöld eiga að gera er að viðurkenna að gríðarlega öflug staða Ríkisfjölmiðilsins hefur mjög neikvæð áhrif á rekstur einkarekinna fjölmiðla.

Því miður fyrir mig a.m.k er erfitt að átta sig á því hvort formaður BÍ sem er starfsmaður Ríkisfjölmiðilsins með hvorn hattinn hann er að tala þegar kemur að málefnum sem varða hans vinnustað Ríkisfjölmiðilinn.

Ég hef haft alveg skýra skoðun að það verði að taka Ríkisfjölmiðilinn af auglýsingamarkaði og taka út skylduskattinn.


mbl.is Gefa lítið fyrir orð formanns BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Frétta og blaðamenn sem eru ekki nú þegar á RÚV þora að sjálfsögðu ekki að gagnrýna neitt sem varðar RÚV því ef viðkomandi missir vinnuna þá fær viðkomandi ekki vinnu hjá aðila sem hann er búinn að gagnrýna. 

Sigurður I B Guðmundsson, 7.4.2023 kl. 11:03

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður I B - Ríksfjölmiðillinn er nánast að komst í einokunarstöðu á fjölmiðlamarkaði og því erfitt fyrir blaðamenn að gagnrýna eina vinnustaðinn sem er i raun eftir á markaðnum.

Óðinn Þórisson, 7.4.2023 kl. 13:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tel, að það yrði til mikilla bóta, ef framteljendur til skatts fengju að velja það á skattframtalinu hvaða fjölmiðils "útvarpsgjaldið" (sem er í dag 20.200 krónur á hverja kennitölu í landinu) ætti að renna.  Ég er nokkuð viss um að "útvarpsgjaldið" verður aldrei lagt niður...undecided

Jóhann Elíasson, 7.4.2023 kl. 14:17

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þessi breyting sem þú talar um myndi gjörbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla.

Óðinn Þórisson, 7.4.2023 kl. 15:37

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óðinn, þessi hugmynd er EKKI frá mér komin heldur heyrði ég hana frá innhringjanda á Útvarpi Sögu.  Ég vil alls ekki vera að skreyta mig með "stolnum fjöðrum" mér fannst hugmyndin góð og vildi bara koma þessu á framfæri.......

Jóhann Elíasson, 7.4.2023 kl. 16:18

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - afsaka, hefði átt að orða þetta aðeins öðruvísi, heyri þetta einmitt líka á Útvarp Sögu.

Útvarp Saga er eini fjölmiðilinn sem Lilja Alferðsdóttir menningarmálaráðherra lét ekki fá fjármagn frá ríkinu.

Óðinn Þórisson, 7.4.2023 kl. 19:33

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Útvarp Saga er eina útvarpsstöðin sem sinnir þeim skyldum sem RÚV er ætlað að gegna með lögum, að láta allar skoðanir landsmanna heyrast og allskonar fréttir. Þetta sýnir hvað réttlæti heimsins er lítið. 

RÚV má fara sömu leið og Fréttablaðið. Fjölmiðlar verða þá bara að rísa upp að nýju ef fólkið telur þá nauðsynlega. Lilja Alfreðsdóttir hefur að vísu sagt að hún vilji taka RÚV af auglýsingamarkaði, en hefur ekki efnt það.

En eitt er víst, vinstriflokkarnir yrðu ekki skárri en Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn í þessu. Því hef ég sagt að Frelsisflokkurinn, Íslenzka þjoðfylkingin, Miðflokkurinn og slíkir flokkar sem koma með gagnrýni þurfa að styrkjast og komast til valda.

Áhugaverður pistill.

Ingólfur Sigurðsson, 8.4.2023 kl. 01:44

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur - Lilja sagði um daginn að ef það myndi skipta einhverju máli þá væri hún búin að taka Ríksfjölmiðilinn af auglýsingamarkaði sem ég er henni algerlega ósammála.

Útvarp Saga er fjölmiðill sem gengur út á það að leyfa ólíkum skoðunum fólks að koma fram meðan Ríkisfjölmiðill reynir að hafa áhrif og stýra umræðuna út frá hvað skoðun hann hefur.

Miðflokkurinn er eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur verið málefnalegur en ekki verið í skítkasti í garð ríkisstjórnarflokkanna og væri gott ef hann myndi styrkjast í næstu kosningum.

Óðinn Þórisson, 8.4.2023 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 211
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 295
  • Frá upphafi: 870248

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband