Leggja niður auglýsingadeild Rúv jákvætt fyrir frjálsa fjölmiðla

Þingmaður Viðreisnar og fyrrv. starfsmaður Rúv sagði á alþingi í dag að ef Rúv myndi missa auglýsingatekjur hefði það neikvæð áhrif á fréttir og íslenskt efni.

Ég er algjörlega ósammála honum og mín skoðun er sú að það er engin erftirsjá af hlutdrægum fréttaflutningi Rúv eða íslenskum þáttum á Rúv.

Með því að leggja niður auglýsingadeild Rúv er stigið jákvætt skref í átt að minnka RúV.

Fyrirtæki geta áfram auglýst á Rúv, gegnum netið og tekjur af auglýsingum fyrir fréttir, stórviðburði og stórmót í íþróttum færi í pott fyrir frjálsa fjölmiðla.


mbl.is Telja æskilegt að leggja niður auglýsingadeild RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þarna er ég þér sammála. Rúv er ekki lengur eign landsmanna heldur vinstrimanna. Jafnvel Stöð 2 finnst mér betri fréttastöð núorðið, og Hringbraut var einnig sjálfstæðari fréttastöð en Rúv, því þótt Sigmundur Ernir sé Samfylkingarmaður vann þarna fréttafólk með sjálfstæðari fréttaumfjöllun en á Rúv, þar sem stefnan er samkvæmt Reuters og slíku, án sjálfstæðra vinnubragða.

Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið í landinu að Rúv sleppi klónni af fólki. Styðja þarf fjölmiðla eins og Útvarp Sögu eða Fréttina, og stjórnmálafólk þarf að vita þetta, að til að lýðræði ríki þurfa hægriöfl og vinstriöfl að hafa jafnsterka rödd og fá svipaða útbreiðslu.

Nú þarf enn meiri áhuga stjórnmálamanna á þessu.

Annað vandamál er Google, Facebook og þeir risar. Þessi fyrirtæki eru fjölþjóðafyrirtæki í einkaeigu. Réttast væri að þau greiddu ríkisstjórnum um allan heim hluta af tekjum sínum, úr því þær taka auglýsingatekjur í öllum lönndum þar sem fólk nýtir sér þá.

Ég er sammála þessum pistli.

Ingólfur Sigurðsson, 1.6.2023 kl. 20:51

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur - Miðflokkurinn hefur laggt fram þá tillögu að fólk fái að ráða því sjálft með því að velja í skattaskýrslunni sjálft hvaða fjölmiðil viðkomandi styður.

Rúv er stóra vandamálið í íslenskum fjölmiðlum, tekur allt of mikið til sín, ca 5 - 7 milljarða á ári sem er í raun hræðilega illa farið með okkar skattpeninga.

Að tala um að Rúv gengi einhverju sérstöku öryggishlutverki í dag er bara ekki rétt því með breyttum tímum þá hefur tæknin til að koma upplýsingum til fólks með t.d gsm skilaboðum breytt því að öllu leyti og það verður að fara að hætta að tala um þetta " öryggishlutverk " Rúv til að réttlæta tilveru þessarar risaeðlu sem Rúv klárlega er.

Hversvegna er það að Lilja Alferðsdóttir menningarmálaráðherra styrki ekki Útvarp Sötu eins og aðra fjölmiðla ?

Ég sammála þér varðandi Facebook og Google um að þessir fjölmiðalrisar eiga að borga til þjóða hluta af þeirra hagnaði.

Óðinn Þórisson, 1.6.2023 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 906
  • Frá upphafi: 870943

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 629
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband