Píratar setja niður virðingu alþingis

Þórhildur Sunna þingmaður Pírata braust siðareglur alþingis 2019 og nú er það Arndís Anna þingmaður flokksins sem er handtekin.

Píratar hafa verið duglegastir í því að kalla eftir að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrð en nú i tvígang hafa þingmenn flokksins ekki gert það sem þeir kalla á eftir gagnvart öðrum.

Brenglað siðferði Pírata.


mbl.is Þingmaður Pírata var handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Óðinn,

Mér finnst nú ennþá skrítnara að það séu svo strangar reglur um klósettferðir á skemmtistöðum og framfylkt með slíku offorsi að fólk sé handtekið fyrir þær sakir einar að ílendast við taflborð páfans.  

Furðufénaður klausturflokksins þurfti ekki að hafa áhyggjur af slíku þegar þeir rökkuðu niður vinnustað sinn og samsrarfsmenn um árið og engir eftirmálar, allavega ekki hjá miðaldaflokknum sem fannst það alveg út í hött að ætlast til þess að þeir bæru ábyrgð á sjálfum sér yfirleitt, hvað þá ef þeir væru fullir úti í horni inni á bar að bera skít á náungann.  Þá var það allt saman sök konunnar sem tók óþverrann upp, en ekki þeirra, sem ekki þeirra sem suðu hann saman.  

Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af "virðingu" Alþingis enda lítið eftir af henni.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 26.11.2023 kl. 15:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefur nokkuð komið fram um að hún hafi gert eitthvað af sér? Er það glæpur að vera lengi á klósettinu að mati einhvers dyravarðar? Hvað má vera lengi á klósettinu? Eru gestir viðkomandi skemmtistaðar almennt upplýstir um einhver tímamörk á klósettnotkun? Væri kannski ástæða til að rannsaka framferði dyravarðanna? Er þetta kannski bara allt einhver misskilningur?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2023 kl. 15:32

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Arnór - þetta er eins og var í tilviki Þórhildar Sunnu frábært tækifæri til að sýna gott fordæmi og axla pólitíska ábyrð og segja af sér en hvorug þeirra gerir það.

Þessir þingmenn eru raun búnir að gera sig ómarktæka þegar kemur að allri umræðu um ábyrð stjórnmálamanna. 

Auðvitað er það grafalvarlegt þegar eins og þessir þingmenn hafa gert að setja niður virðingu alþingis okkar íslendinga.

Óðinn Þórisson, 26.11.2023 kl. 15:39

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - þingmaðurinn streytist á móti dyravörðum sem eru að vinna sína vinnu og er því snúinn niður. 

Þingmaður á að virða þá  viðringarstöðu, ábyrð og á að sýna framkomu sem er þingmanni sæmandi og sem við ætlumst til af okkar þingmönnum.

Óðinn Þórisson, 26.11.2023 kl. 15:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef dyravörður gengur lengra en eðlilegt er í slíku starfi, þá er hann ekki að vinna sína vinnu, eins og hefur verið áréttað í dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands.

Það er enginn glæpur að streitast á móti offorsi og ofríki sem fer yfir eðlileg mörk. Hvort svo hafi verið í þessu tilviki er ekki fyrir okkur að dæma um hér.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2023 kl. 15:57

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hefur það komið fram hversu lengi hún var á salerninu? Ef það var 20-30 mínútúr er ástæða til að kalla slíka dyraverði til að gæta að, og þá til að athuga hvort sé í lagi með manneskjuna. Var hún kurteis við dyravörðinn eða reiddist af offorsi? Klósett hafa nú verið notuð til kynferðisathafna áður bæði af gagnkynhneigðum og samkynhneigðum, veikindi geta hafa valdið þessu eða einhver iðja sem við vitum ekki um.

Í fréttinni kemur ekki vel fram með smáatriði. Það er mögulegt að þessi dyravörður sé í fullum rétti og hafi verið að gæta að því hvort hún hafi verið veik eða þurft aðstoð.

Ingólfur Sigurðsson, 26.11.2023 kl. 17:36

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Er ekki nokkuð augljóst að dyraverðir hafa talið hana vera gera eitthvað allt annað inn á klósettinu en að pissa og/eða kúka

Grímur Kjartansson, 26.11.2023 kl. 17:38

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við vitum ekkert nákvæmlega hvernig þetta atvikaðist og ættum því að spara ályktanirnar. Það er ekki glæpur að vera lengi á klósettinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2023 kl. 17:49

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Grímur - vinna dyravarða er að koma í veg fyrir og leysa öll þau mál sem snúa að öryggi staðarins. Ólíklegt þó ekki útilokað að þeir hafi brugðist við engu , en eins og ég segi ólíklegt að ekkert hafi verið að gerast þarna á skemmtistaðnum sem leiðir til þess að þingmaðurinn er snúinn niður enda virðst einhver áktök hafa átt sér stað milli þingmannsins og dyravarða.

Það er ekki góð nýting á tíma lögreglunnar okkar að keyra þigmann heima af skemmtistað eftir að vera handtekin.

Óðinn Þórisson, 26.11.2023 kl. 18:01

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - Píratar hafa alltaf laggt mikla áherslu á að hafa allt upp á borðinu.

Er eitthvað sem við almenningur vitum ekki og ef svo er hvað er það ? Það sem vitum er að hún er handtekin eftir átök við dyraverði.

Óðinn Þórisson, 26.11.2023 kl. 18:04

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn. Er þetta ekki allt uppi á borðinu? Greint var frá atvikinu opinberlega og þingkonan hefur birt yfirlýsingu. Segist þakklát lögreglu fyrir viðbrögðin

Þar kemur fram að fyrirsvarsmaður skemmtistaðarins hafi beðist afsökunar á óþarflega harkalegri framgöngu dyravarðanna. Ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2023 kl. 18:42

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - auðvitað er þingmaðurinn þakklátur lögreglu fyrir skutl heim af djamminu, sparaði þingmanninum leigubíl.

Þú mátt eiga það að þú hefur staðið þig mjög vel að verja þennan þingmann. 

Óðinn Þórisson, 26.11.2023 kl. 20:13

13 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er tvennt í þessu. Lögreglan snýr ekki fólk niður af engu tilefni, og enn síður þingmann því það vekur athygli fjölmiðla. Þar af leiðandi, eitthvað hlýtur að hafa verið að gerast meira en friðsamlegt. Síðan er það að af hverju ætti að vera að hafa afskipti af henni ef það var ekki lengur en tíðkaðist sem hún var þarna inni?

Hún er klár kona og gerir lítið úr þessu með því að þakka lögreglunni fyrir viðbrögðin. Hún er lögfræðingur líka, er það ekki? Hún er ekki að kæra lögregluna fyrir valdbeitingu. Það bendir til þess að hún hafi ekki verið alveg friðsamleg í þessum samskiptum. 

Í Ameríku er þetta "resisting arrest" og þykir slæmt að veita lögreglu mótspyrnu, og erum við Íslendingar ekki alltaf að herma eftir Könum?

Þetta kom í RÚV og Stöð 2 í gærkvöldi. Hún veitir ekki viðtal. 

Getur maður trúað því að fordómar dyravarðarins séu orsökin að þessu öllu vegna kynheigðar? Eða ofbeldishneigð dyravarðarins? Nei, það er mjög, mjög ótrúlegt á okkar tímum. Hlýtur að vera annað.

Alla vega eins og Guðmundur skrifar, við vitum ekkert nákvæmlega hvernig þetta atvikaðist. En það er ágætt að ekki bara Miðflokksmenn séu gallaðir og lendi í klúðri. 

Ingólfur Sigurðsson, 26.11.2023 kl. 22:59

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur - ." Ég er þingmaður og ég hugsaði með mér: „Það er kannski ekki al­veg ástæða til að bera mann hér út“. þetta er stórfurðuleg skoðun þingmannsins, þingmenn eru ekki fyrir ofan lögin.

"Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri Alþing­is seg­ist í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki kann­ast við nein dæmi þess efn­is að þingmaður hafi verið hand­tek­inn áður."
Þetta staðfestir að þetta er mjóg stórt mál.

Setjum þingmann Sjálfstæðiflokksins í spor þingmanns Pírata, vinstra - öfgaliðið væri alveg að fara á límingunum, fundarstjórn forseta, kastljós þeirra á rúv og væru að kerfjast afsagnar.


Óðinn Þórisson, 27.11.2023 kl. 08:25

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta fólk ætti að fletta BIBLÍUNNI en þar stendur "SÁ YÐAR SEM SYNDLAUS ER KASTI FYRSTA STEININUM" í það minnsta ættu þeir að hafa þetta að leiðarljósi.....

Jóhann Elíasson, 27.11.2023 kl. 09:13

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - nákvæmlega, hárrétt hjá þér.

Óðinn Þórisson, 27.11.2023 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 335
  • Frá upphafi: 871947

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband