15.1.2008 | 18:30
Er þetta ekki orðið ágætt
allir búnir að fá að segja sína skoðun á þessum ráðningum. ég a.m.k orðinn þreyttur á þessari umræðu. ráðherrra er búinn að skipa í þessar stöður og þeim verður ekki breytt.
Embættisveitingar innan marka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað gerist þá næst þegar gengið er framhjá hæfari mönnum við skipun dómara? Sama umræðan í 1 - 2 vikur, og svo verða menn bara að sætta sig við orðinn hlut?
Ömurlegt ef þetta á bara að vera þannig. Það er eins og almenningur eigi enga heimtingu á að gagnrýna neitt; því ráðherrar hafa jú völdin.
Svo breytist aldrei neitt sama hvað maður kýs.
Finnst þér þetta skemmtileg hugmyndafræði?
Þarfagreinir, 15.1.2008 kl. 18:36
Nei, þetta er ekki búið. Breytingar þurfa að verða á skipunarferli dómra þannig að geðþóttavald ráði ekki ferðinn. Ef þú ert þreyttur á þessari umræðu, þá skaltu bara hætta að blanda þér í hana og hugsa um eitthvað annað.
Helgi Viðar Hilmarsson, 15.1.2008 kl. 18:41
Nei, þessi umræða þarf að halda áfram
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 18:57
Einhverskonar staðfesting aukins meirihluta Alþingis er eina leiðin sem ég get séð sem ásættanlega leið til að ráða dómara. Það verður að vera concensus, sátt, um ráðningar til dómstólanna.
Gestur Guðjónsson, 15.1.2008 kl. 21:43
Úr þessu verður líklega að taka upp eitthvert slíkt kerfi, Gestur - alla vega annað kerfi en nú er við lýði.
Leitt er að ekki virðist hægt að treysta ráðherrum í þessum efnum, en ef þeir geta ekki axlað þessa ábyrgð með sómasamlegum hætti hafa þeir ekkert með hana að gera.
Þarfagreinir, 15.1.2008 kl. 22:22
Þakka commentin
Árni talaði um það í Kastljósi að nefndin hefði gert mistök og rýrt álit almennings á dómstólum. Veitingavaldið er hjá ráðherra en ekki hjá nefndinni.
Ég vona að nú róist þetta mál og Þorsteinn geti farið að sinna sínu starfi án þessarar óþolandi umræðu um hans stöðuveitingu.
Ef menn vilja breyta þessu þá verða menn bara að breyta lögunum.
Ég segi bara eins og Þorgerður Katrín "menn eiga ekki að þurfa að líða fyrir ætterni sitt"
Óðinn Þórisson, 15.1.2008 kl. 22:23
Vona þú sért ekki seinþreyttur til vandræða!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2008 kl. 22:50
Fyrst Árni segir nefndina hafa gert mistök ætti hann að geta útskýrt í því hverju þau fólust. Fyrst hann lá svona vel yfir þessu og var svona miklu klárari en nefndin ætti honum ekki að reynast erfitt að útskýra það allt saman nákvæmlega. Af hverju kemur ekkert slíkt frá honum? Ber honum kannski engin skylda til að bakka svona niðrandi gífuryrði upp?
Menn eiga ekki að sleppa svona billega - og röfl um að einhver sé að "líða fyrir ætterni sitt" kemur þessu ekkert við. Þú virðist ekki einu sinni gera þér grein fyrir um hvað umræðan snýst, fyrst þú hefur ekki meira fram að færa en þetta.
Mæli með því að þú lesir ítarlega pistla mína (á blogginu mínu þá auðvitað) um málið og segir mér svo álit þitt á þeim, og þá sérstaklega hvernig þér finnst málflutningur ráðherrana koma út, svona að lestri loknum. Ekki er ég nefnilega mikið að tala um Þorstein sjálfan í mínum pistlum, heldur að miklu leyti til ráðherrana og aumlegan málflutning þeirra.
Eiga ráðherrar að fá að geta sagt okkur hvaða bull sem er án þess að vera gagnrýndir harðlega fyrir það? Þetta er bara sorgleg framkoma hjá þeim og ólíðandi með öllu ... að mínu (að vísu vel rökstudda, að ég held) mati.
Þarfagreinir, 15.1.2008 kl. 23:05
Þarfagreinir
Tek ekki mikið mark á einstaklingum sem ekki þora að koma fram undir nafni en leyfi þó ath.semd þinni að standa. Ég veit nákvæmlega út á hvað þetta mál gengur og þarf enga nafnlausa snillinga til að fræða mig.
Óðinn Þórisson, 16.1.2008 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.