Sterkir frambjóðendur hjá Repúblikönum

Þetta verður gríðarlega spennandi og erfitt að spá enda mjög sterkir frambjóðendur sem eru í slagnum um að taka við af G.W Bush í Hvíta húsinu.
Hver sem verður fyrir valinu má segja að demókratar verði að senda eitthvað annað ef eiginkonu fyrrverandi forseta ætli þeir sér að eiga einhverja möguleika í baráttunni.
mbl.is Romney vann í Michigan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú hefur litla trú á Hillary 

Hvort  er það vegna þess að hún er kona, fyrrverandi eiginkona „besta“ forseta Bandaríkjanna, eða bara vegna þess að hún er demókrati? 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.1.2008 kl. 08:51

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Átti þetta að vera kaldhæðni? Frambjóðendaflóran hjá Repúblikönum er einstaklega dapur. Litlaus leikari, bísnissmaður sem skiptir um skoðun eftir því hvort hann er að berjast innan Repúblikanaflokksins eða í hinu frjálslynda Massachusett, eldgamall fyrrverandi hermaður sem má muna sinn fífil fegri, umdeildur fyrrverandi sem lengi hafði forskot í skoðanakönnunum en virðist hafa gleymt því að það þarf að taka þátt í baráttunni til að fá atkvæði og síðan trúarnött frá Arkansas. Til hliðar er síðan virðingarverður últrafrjálshyggjumaður sem á auðvitað álíka mikla möguleika til að ná kjöri sem forseti eins og Ralph Nader. Það eina sem er þó hægt að segja um alla þessa frambjóðendur er að þeir eru allir illskárri en Bush.

Guðmundur Auðunsson, 16.1.2008 kl. 11:51

3 identicon

Repúblikanar virðast allir vera eins.

Miðaldra hvítir Suðurríkja(karl)menn, sitjandi í ruggustólnum á veröndinni sinni (sem þeir hafa aldrei stigið fæti út fyrir) með Biblíuna í einni hendinni og byssu í hinni, hrópandi: "Get out of my property!"

Óli (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Tómas Þórsson

Ég vill hvetja alla sem eru að fylgjast með þessum kostningum að kynna einn frambjóðanda repúblikana. Það er Ron Paul, ef að það er einhver af öllum þessum frambjóðendum sem getur bjargað BNA frá glötun þá er það hann. Því miður er hann ekki mikið þekktur en 1 af hverjum 3 sem hafa heyrt af honum styðja hann. Hann vill hætta starfsemi þeirra rúmlega 700 herstöðva sem her Bandaríkjana hafa um allan heim. BNA hefur áhrif á alla heimsbyggðina og gjörðir þeirra skipta okkur öll máli. Ég bendi hér á eitt video á youtube sem er frá kappræðum repúblikana í South Carolina þar sem Ron Paul vann með 34% fylgi.

http://www.youtube.com/watch?v=QKjhNa6PGLk

Hérna er svo linkur á heimasíðuna hans.

http://www.ronpaul2008.com

Byltingin er núna.

Tómas Þórsson, 16.1.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 870036

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 222
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband