Umfjöllun komin yfir strikið

Umfjöllun pólitískra andstæðinga Ólafs er komin langt yfir strikið og nú er nóg komið.
Ég ætla hér með að biðja alla moggabloggara um að hætta allri umfjöllun um heilsufar Ólafs sem er hans einkamál.
Ólafur er með læknisvottorð. Hver var það sem krafði hann um slíkt, var það Margrét Sverrisdóttir sem gerði það, kæmi mér ekki á óvart enda ætlar hún ekki að styðja þau málefni sem hún stendur fyrir og hefur lýst vantrausti á oddvita sinn.
Þetta var a.m.k skrítin leið að bjóða hann velkominn aftur til starfa enda kom í ljós að áhuginn á hans kröftum og stefnumálum sem hann stendur fyrir voru ekki í hátt skrifuð í gamla meirihutanum.

Til hamingju Reykvíkingar með nýja borgarstjórnarmeirihlutann. Smile


mbl.is Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Alveg finnst mér merkilegt hvað fólk skrifar og talar af mikilli fávisku. Þá á ég bæði við þá sem fara offörum gegn Ólafi og þá sem skrifa jafn kjánalega pósta og þennan sem þú varst að skrifa. Stígur þú upp eins og verndari réttlætisins, setur upp smá plott um samsæri til að skíta Margréti út og leiða athyglina frá valdagræðginni sem í raun stjórnar ferðinni í þessu máli og talar eins og Margrét hafi svikið málstaðinn frekar en að hún var skilin eftir í græðgisplotti Óla og Villa.

Hamingja mín er lítil með þennan meirihluta, eindaldlega af því að það hefur ekkert komið fram sem sýnir mér að sú tilfinning sem ég hef fyrir honum sé röng. Sú tilfinning segir mér að græðgin stýri borgarskútunni nú um mundir. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Óskar, 26.1.2008 kl. 09:42

2 identicon

Kejll Magne Bodevik norski forstætisráðherrann sýndi afar gott fordæmi með því einfaldlega að gera þjóð sinni grein fyrir veikindum sínum eftir að hann lagðist á sjúkrahús vegna þunglyndis - og uppskar skilning og ef einhverjir hafi ekki treyst sér til að styðja hann á eftir voru a.m.k. jafn margir nýjir stuðningsmenn sem komu í staðin.

Davíð Oddsson veiktist með allt öðrum hætti en að sjálfsögðu gerði hann þjóð sinni grein fyrir veikindum sínum og uppskar ekkert nema skiling, stuðning og sammúð á móti.

Það eru mikil og alvarlega mistök hjá Ólafi F að gera borgarbúum ekki grein fyrir veikindum sínum og ekki síður það að ímynda sér að fólk sé af illgirni að skálda uppá hann þegar það einfaldlega skortir upplýsingar en byggir umræðu á því litla sem það veit.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:10

3 identicon

Ég hef dýpstu samúð með öllum þeim sem þjást af þunglyndi.  Þetta er viðbjóðslegur sjúkdómur sem getur leynst öllum nema viðkomandi en samt breytt öllum hugmyndum fólks um sjúklinginn. 

En spurningin um heilsufar nýs borgarstjóra hefur í sjálfu sér ekkert með það að gera að hvers eðlils það er.   Málið snýst um það að varafulltrúi hans styður ekki nýja meirihlutann og  ef veikindin taka sig upp að nýju þá er meirihlutinn sprunginn aftur - það er stóra málið!  Það að veikindin sem hráðu Ólaf hafi verið tengd andlegu álagi skiptir reyndar líka máli í þessu sambandi því það getur vissulega fylgt mikið álag því að vera borgarstjóri.

Þetta er svona svipað því að maður sendir ekki mann sem er nýskriðinn upp úr lungnabólgu í það að ýta bíl úti í snjóstormi - sérstaklega ef það væri ljóst að það væri enginn til að taka við þegar bíllinn er kominn út í miðjan skafl.

Ef að Margrét Sverrisdóttir hefði stutt Ólaf í verkum hans þá hefði heilsufar hans ekki skipt neinu einasta máli - á sama hátt og heilsufar Vilhjálms Vilhjálmssonar skiptir ekki máli - hann hefur varaborgarfulltrúa sem styður meirihlutann.

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin.
Það er mín skoðun að heilsufar hvers og eins er hans mál, ef Ólafur kýs að ræða það ekki er það hans mál.
Varðandi Margréti, hún verður að svara því sjálf hversvegna málefni sem hún hefur barist fyrir skipa ekki lengur máli.
Það er mikilvægt að þessum nýja meirihluta gangi vel því þá mun Reykvíkingum vegna vel.
Þessi meirihluti mun láta verkin tala enda með málefnasamning á bak við sig sem fyrri meirihluti hafði ekki treyst sér til að gera á 100 dögum. Hallgrímur Helgason gagnrýni Dag B. Eggersson harðlega í kastljósi í gær fyrir að hafa ekki gert málefnasamning, treysti hann sér ekki til að leyða hópinn í gegnum slíka vinnu.

Óðinn Þórisson, 26.1.2008 kl. 11:52

5 identicon

Getur það verið að Margrét hafi vitað að hún gæti betur komið þessum stefnumálum í eldra samstarfinu?   Ég minni á að málefni F listans voru meira en bara Flugvöllur og gömul hús.

"málefnasamningurinn" er upp á 17 atriði - gott ef tvö þeirra eru ekki um flugvöllinn.  Í borgarstjórn Reykjavíkur er farið yfir tugi ef ekki hundruða mála.  Hvað gerist þegar kemur að því að afgreiða mál sem ekki er á "málefnasamningnum"?

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband