26.3.2009 | 19:12
Frelsi án ábyrgðar
Ég ætla í sjálfu sér ekki hafa þetta langt enda fór Geir Hilmar Haarde vel yfir aðdragenda bankahrunsins. Þeir er þar stjórnuðu fór mjög ógætilega með það frelsi sem þeim var veitt.
Hafa ber í huga eins og Geir benti á gagnrýnu hinir flokkarnir ekki stærð bankana fyrir kosningarnar 2007.
Sjálfstæðisflokkurinn ber sína ábyrgð og axlar þá ábyrgð og baðst Geir afsökunar á þeim mistökum sem að honum snúa.
Allir flokkar bera ábyrgð og geta ekki skorast undan því.
Það stendur uppúr varðandi stjórnarsamstarfið við Sf að það fólk virtist eins og Geir sagði meira upptekið af einstaklingum í Seðalbankanum en málefnum sem snúa að lausnum varðandi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann.
Hægt er að líta til baka að ein af stærstu mistökum Geirs var að fara í stjórnarsamstarf við splundraðan og sundurtættan stjórnmálaflokk.
Ég á von að því að niðurstaða landsfundar varðandi Esb-aðild verði sú er mér huggnast best er tveggja skrefa leiðin.
Ég er sammála Geir að ég er hvorki stuðningsmaður né á móti ESB-aðild - ég er stuðningsmaður Íslands.
Sf getur ekki og má ekki komast upp með að svara öllum spurningum varðandi framtíðina með því að Esb-aðild sem lausn á allt og öllu.
Geir Hilmar lætur nú af sem formaður Sjálfstæðisflokksins, ber að þakka honum sitt framlag til flokksins og óska ég honum og hans fjölskyldu hans alls hins besta í framtíðinni.
Stétt með Stétt
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.