Of mikið fylgi

Þetta eru svipaðar tölur og við höfðum verið að sjá undanfarið.
Margir hljóta að velta fyrir sér hvað veldur því að sf mælist stærsti flokkurinn. Stjórnmálaflokkur sem sprakk þegar mest á reyndi og er í raun og veru í dag einsmálsflokkur.
Ég hef ekki áhyggjur af fylgi við framfarahemlaflokkinn því þegar kemur inn í kjörklefann þá á fólk mjög erfitt með að merkja x við forræðishyggju, hærri skatta og aukin ríksafskipti.
Ekki ætla ég að fjalla um Framsókn en hann á ekki skilið neitt annað en að þurkkast út fyrir það eitt að segjast verja þessa vondu stjórn falli.
Nú er verið að ræða stjórnarskrá okkar Íslendinga. Það er alveg ljóst að þetta er mál sem krefst mikillar og ábyrgrar umræðu og þar er einn flokkur, jú Sjálfstæðisflokkurinn sem tekur þetta mál alvarlega ólíkt hinum flokkum.
Að hans tillögu verður meiri umræða en áður hefði verið og ef hinir flokkarnir vilja vera ábyrgir þá samþykkja þeir að taka málið af dagskrá.

Og svona ábyrg vinnubrögð ættu að skila sér hjá Sjálfstæðisflokknum í hinni raunvörulegri skoðanakönnun sem verður 25.apríl.


mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er fréttnæmt við þessa frétt er það að fjórðungur þjóðarinnar er búinn að gleyma því hver ber ábyrgð á efnahagshruninu. Hvergi í heiminum gæti það gerst að 25% einnrar þjóðar myndi kjósa flokkinn sem bæri ábyrgð á viðlíka skandal og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er kannski ekki það sem er verst við þetta allt saman, það er að fólkið sem kýs þennan blessaða flokk myndar sér aldrei sjálfstæða skoðun. Meira að segja formaðurinn lætur flokkinn ráða skoðunum sínum. Á fimmtudegi segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn verði að gefa forystu flokksins skýrt umboð til að fara í aðildarviðræður við ESB. Á sunnudegi á landsfundi segist hann mjög sáttur við þá niðurstöðu FLOKKSINS að Íslandi sé best borgið utan ESB. Ég vorkenni fólki sem getur ekki myndað sér sjálfstæðar skoðanir og þarf að láta flokk segja sér hvað það á að hugsa. Bjarni lét flokkinn segja sér hvaða skoðun hann ætti að hafa og skósveinar flokksins láta svo forystu þessa flokks segja sér hvaða skoðun þaeir eigi að haf.

Valsól (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Valsól
Við verðum að horfa það hvernig stjórnmálaflokka við erum með. Gildi og stefnu sem þeir hafa. Þau mál sem viðkomandi flokkur vill berjast fyrir, vill setja á dagskrá og klára. 
Og hvaða mál eru nú það í dag, það eru mál er skipta heimilin og fyrirtækin mestu máli.
Ég tel að þegar óábyrgir stjórnmálamenn ætla að keyra í gegn jafn mikilvægt mál er varðar breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins er mikilvægt að til sé ábyrgur og þroskaður stjórnmálaflokkur sem er tilbúinn að fara rólega í endurskoðun á henni.
Ég undrast ákveðið sem kemur fram þarna hjá þér i þessu kommenti en ég skil það kanski mjög vel þar sem ég tel mig þekkja skrif vinstrimanna nokkuð vel.

Eitt er ljóst Sjálfstæðisflokkurinn er skýr valkostur.

Óðinn Þórisson, 2.4.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband