Á Jóhanna hrós skilið ?

Í annarri frétt hér á MBl er fyrirsögnin " Jóhanna glansaði á prófinu"

Þessi frétt er um að Öryrkjabandalag Íslands, (ÖBÍ) og Landssamband eldri borgara (LEB) sem ætla að efna til mótmæla á þingpöllum til að mótmæla lágtekjusköttum.

Það er vissulega við hæfi að hrósa henni fyrir að hafa slegið "GJALDBORG" um heimilin og ráðast gegn þessum hópum.
mbl.is Mótmæla lágtekjusköttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ER fólk hætt að gera sér grein fyrir stærðargráðunni á þessu vandamáli, hallanum, hvað leggur fólk til?

Það verður skorið niður allstaðar, auðvitað verður skorið niður í stærstu útgjaldaliðum félagsmálum,heilbrigðis og menntamálum.

Ég hefði alveg viljað sjá sjálfstæðisflokkinn reyna redda málunum, þeir hefðu að sjálfsögðu ekki hækkað skatta, þeir hefðu bara lokað hinu og þessu sjúkrahúsi, kannski nokkrum skólum. Það leit nú allt fyrir að það hefði orðið að veruleika í boði guðlaugs.

Árni Páll Jónsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 11:49

2 identicon

hvernig væri að samspillingin og kommahyskið legðu niður eitthvað af þeim störfum og stofnunum hjá ríkinu,þar sem menn eru einungis áskrifendur að laununum sínum,en skila ENGU í staðinn,þar má nefna t.d.svokallaða aðstoðarmenn ráðherra,og marga fleiri,það væri stór sparnaður fyrir okkur að hafa þetta lið á atvinnuleysisbótum frekar en að borga þeim ofurlaun fyrir EKKERT.Og að endingu, megi þessi óæfa ríkisstjórn aldrei þrífast.

Magnús Steinar (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 12:27

3 identicon

Ég fæ ekki séð að þessi stjórn hafi slegið upp skjaldborg um nokkurn skapaða hlut, nema kannski einna helst eigin völd. Flokkakerfið sýnir hér að því er einungis fært að standa vörð um sjálft sig og að það skiptir engu hvort það heitir samfylking, framsókn, Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur allt er þetta sama tóbakið.

Velferðarstjórn? Það er ekki einu sinni hægt að hlægja að því. Velferð og skjaldborg eru langt frá því sem þessi stjórn hefur lagt upp með. Skattpína ákvörðunarfælni og hroki eru það eina sem þessi stjórn, sem og aðrar flokkastjórnir, stundar. Niður með flokkakerfi og framapot.

Höjkur Ísbjörn (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: ThoR-E

árni:

afleiðing af græðgi útrásarvíkinganna og spillingu stjórnmálamanna er slæm, virkilega slæm. ég efast um að nokkur viti það ekki og geri sér ekki grein fyrir hve stórt vandamálið er.

en að skera niður hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum??? ... ég set spurningamerki við það.

ThoR-E, 26.6.2009 kl. 12:40

5 identicon

Ætli ,,öryrkinn" Helgi Hjörvar finni fyrir þessari skerðingu?

Spyrillinn (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 13:46

6 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki hægt að brúa bilið án þess að það bitni á þegnum þessa lands,  það er þó verið að reyna að láta hökkið koma sem minnst við þá sem minna meiga sín, ef sjáfstæðisflokkurinn væri við völd þá væri bara verið að hugsa um að hækka almennan tekjuskatt og skera niður, reir vinna alltaf fyrir hina ríku, ólikt þeim sem eru í ríkisstjórn núna

Jóhann Hallgrímsson, 26.6.2009 kl. 13:55

7 Smámynd: ThoR-E

sammála Skorrdal!

ThoR-E, 26.6.2009 kl. 18:02

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir kommentin

Þessi árás á þessa hópa innsiglar það endanlega fyrir þeim sem héldu að sú ríkisstjórn sem nú situr væri " Velferðastjórn" að hún er það EKKI.

Ef menn ætla vinna sig út úr vandanum er það ekki gert með því að skatta okkur úr þessari kreppu

Það verður að reyna að koma með hvata inn í kerfið sem gera það að verkum að fyrirtækin geti ráðið fólk - það að fyrirtæki ráði einn starfsmann leiðir af sér að þessi einstaklingur hættir að vera á atvinnuleysisbótum og fer að borga skatta.

Hversvegna gefur t.d heilbrigðisráðerra ekki strax leifi á að heilbrigðistsofnun suðurnesja megi nýta þessar skurðstofur og um leið að bæta þjónustuna og fjölga störfum - þetta er stórfurðulegt - hversvegna ætlar hann að bíða með að svara þessu til 15.ágúst - gæti það verið vegna þess að  þetta er einkaframkvæmd sem er eydur í hans beinum -

Eina skjaldborgin sem þessi ríkisstjón hefur slegið, er um völdin

Óðinn Þórisson, 26.6.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 871187

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 584
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband