Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.6.2023 | 17:54
Að tala niður Þjóðhátíðardag okkar íslendinga
Gleðigangan og Menningarnóttin eiga alveg rétt á sér en að tala um þessa viðburði í einhverju samhengi við 17.júní þjóðhátíðardag okkar íslendinga er ekkert annað en lítilsvirðing við lýðveldið ísland.
Það hefur verið nánast markvisst unnið að því hjá borgarstjórnarmeirihlutum undanfarinna ára að minnka vægi 17.júní og er það miður.
![]() |
Þrjár hátíðir tóku við einni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2023 | 15:46
Framsókn í Reykjavík og þeir sem minna mega sín
Framsókn í Reykjavík var að hafna tillögu um að vinnuskólabörn fengju verðbætur þannig að ég velti fyrir hvort þeir hafi í raun nokkurn áhuga að endurreisa dagforeldrakerfið ?
Framsókn í Reykjavík er undir forystu Samfylkingarinnar sem hefur kannski haft meira áhuga á að eyðileggja götur, reyna að loka Reykjavíkurflugvelli og kúga fólk inn í strætó en einhverjum aðgerðum fyrir þá sem minnst mega sín.
![]() |
Segir loforð Einars vera innantóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2023 | 08:31
Skrautsýning sem skilaði þó auknum búnaði fyrir lögregluna okkar
Ég hef aldrei falið þá skoðun mína að lögreglan þarf auknar valdheimildir og búnað til að takast á við öll þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir á hverjum degi.
Utanríkisráðherra tók mjög stórt skef í átt að setja Ísland á lista mestu óvinaþjóða Rússlans með því að í raun að loka sendiráði þeirra hér á landi og vísa sendiherranum þeirra úr landi
Þetta var ekki í samráði við aðrar norðurlandarþóðir.
Það ríkir almennt mikið traust á milli lögreeglunnar og alennings og við verðum eins og ég segi að veita þeim allar þær valdheimildir og búnað sem þeir þurfa á að hafa til að tryggja öryggi í okkar landi.
![]() |
Ýmist trúnaður eða ríkisöryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2023 | 15:55
Borgarlínan byggir á Rörsýn á Framtíðina
Allir sem koma að því að samþykkja þessa framkvæmd sem er nefnd Borgarlína eru með rörsýn á framtíðina.
Það að ætla að henda milljörðum í eitthvað sem er líklegt til að verða úrelt þegar þessari framkvæmd er lokið eftir einhver 15 - 20 ár er móðgun við virðingu þessa fólks fyrir okkar skattpeningum.
Það er svo miklar tæknibreytingar sem við erum að fara í gegnum og verða á næstu árum að setja öll eggin í samgöngum í eina körfu er nálgast eitthvað sem ég get ekki sett í lýsingarorð hér.
Það að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki þetta bruðl með almannafé segir meira en mörg orð um á hvaða stað flokkurinn er kominn.
![]() |
92 milljarðar í almenningssamgöngur til 2038 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2023 | 08:31
Aðförin að Miðflokknum og framtíðartækifæri flokksins
Ég skil mjög vel að formaður Miðflokksins vilji ekki upplýsa um hver skipulagði hlerunarmálið svokallaða sem var ekkert annað en gróf aðför að flokknum. Hann mun upplýsa það á réttum tíma.
En tækifæri flokksins og kannski síðasta tækifæri flokksins að koma til baka er á næstu tveimur árum áður en landsmenn ganga aftur að kjörborðinu.
Ríkisstjórn snýst bara um stólana og allir stjórnarflokkarnir hafa sýnt að þeir eru komnir mjög langt frá stefnu og hugsjónum sínum til að halda völdum.
Miðflokkurinn hefur verið lang öflugasti stjórnaranstöðuflokkurinn, hefur skýra sýn og hugsjónir meðan aðrir stjórnaranstöðuflokkar hafa ekkert fram að færa nema koma endalaust í fundarstjórn forseta og röfla og málþóf.
![]() |
Veit hver skipulagði Hlerunarmálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2023 | 08:33
Skerðing málfrelsis er aðför að lýðræðinu
Lýðræðið er bara eins sterk og fólkið í sínu landi er tilbúð til að berjast fyrir því.
Við erum að sjá þessa baráttu í lýðræðislegum löndum þar sem lýðræðið hefur horfið á mjög stuttum tíma og einræðisherrar hafa tekið við.
Þetta er í sjálfu sér ekki stór breyting en sýnir einbeittan vilja í átt að þrengja að málfrelsi borgarfulltrúa Reykjavíkur.
![]() |
Ræðutími styttur í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2023 | 19:46
Leggja niður auglýsingadeild Rúv jákvætt fyrir frjálsa fjölmiðla
Þingmaður Viðreisnar og fyrrv. starfsmaður Rúv sagði á alþingi í dag að ef Rúv myndi missa auglýsingatekjur hefði það neikvæð áhrif á fréttir og íslenskt efni.
Ég er algjörlega ósammála honum og mín skoðun er sú að það er engin erftirsjá af hlutdrægum fréttaflutningi Rúv eða íslenskum þáttum á Rúv.
Með því að leggja niður auglýsingadeild Rúv er stigið jákvætt skref í átt að minnka RúV.
Fyrirtæki geta áfram auglýst á Rúv, gegnum netið og tekjur af auglýsingum fyrir fréttir, stórviðburði og stórmót í íþróttum færi í pott fyrir frjálsa fjölmiðla.
![]() |
Telja æskilegt að leggja niður auglýsingadeild RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2023 | 11:58
Hversvegna Rúv af auglýsingamarkaði
Ríkisfjölmiðilinn gegnir ekki sama öryggishlutverki í dag og það gerði fyrir um 30 árum enda er fjölmiðlaheimurinn mjög breyttur.
Það er miklvægt að minnka og þrengja að öllum rekstri Ríksfjölmiðilsins þar sem hann hefur mjög neikvæð áhrif á frjálsa fjölmiðla.
N4 og Hringbraut hafa neyðist til þess að loka fyrir sjónvarpsútsendingar sínar og tel ég að meginorsökin sé sú að Ríksfjölmiðillinn rigsugar upp allan auglýsingamarkaðinn t.d fyrir stórmót.
Þó svo að einhver fyrirtæki segjat hætta að auglýsa ef Ríksfjölmiðillinn fer af auglýsingamarkaði þá er það ekki þannig.
Þessi fyrirtæki munu ekki hætta að auglýsa vörur og þjónustu sína þannig að skaðinn er enginn og þessi fyrirtæki myndu einfaldlega leita annað.
![]() |
Vilja ekki frumsýna á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er vont fyrir landsbyggðina þegar eru flokkar við völd i Reykjavík sem hafa engan skiling á hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborgar og Reykjavíkurflugvallar fyrir m.a sjúkraflug.
Það hefur komið fram að það hafi verið staðið mjög ólýðræðislega að öllum undirbúningi að þessum framkvæmdum sem eiga að hefjast þarna.
Hvorki tekið mark á skoðunum íbúa eða skýrslum um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir flugöryggi.
Hver er staða veiks fólks út á landi og þá hver er ábyrð borgarstjórnarmeirihlutans ef hann skerðir svo notagildi flugvallarins að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi ?
Það hefur verið unnað í því markvisst undir forystu Samfylkingarinnar að þrengja að flugvellinum til að minnka notagildi flugvallarins ENDA ÆTLAR SAMFYLKINGNIN AÐ LOKA FLUGVELLINUM ÞRÁTT FYRIR GERÐA SAMNINGA.
Samfylkinign hefur einnig markvisst unnið að því að þrengja götur og ekki farið í neinar gatnaframkvædmir til að auðvelda bílaumferð og því ljóst að þessar götur í Skerjafirði munu ekki bera þennan auka bílafjölda sem þessum framkvæmdum fylgir.
RÖRSÝN SAMFYLKINGARINNAR Á HÖFUÐBORGINA ER VONT FYRIR LANDSBYGGÐINA OG LÝÐÐRÆÐIÐ.
![]() |
Algjörlega fráleitt að tala um eignaupptöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2023 | 08:51
Ólýðræðisleg vinnubrögð Samfylkingarinnar varðandi Reykjavíkurflugvöll
Það ætti ekki að koma neinum á óvart en Samfylkingin hafi ekki viljað hlusta eða taka mark á samingum eða rannsóknum sem gerðar hafa verið um Reykjavíkurflugvöll.
Það hefur verið augljóst í mörg ár að Samfylkingin ætlar að loka Reykjavíkurflugvelli enda er flokkurinn einfaldlega á móti flugvellinum.
Samfylkingin sýndi lýðræðinu óvirðingu þegar flokkurinn gerði ekkert við yfir 60 þús undirskritir um að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni.
Þetta er gott dæmi um þau frekju, ólýðræðisleg og yfirgangsstjórnmál sem flokkurinn stendur fyir.
![]() |
Hitafundur í Öskju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 143
- Sl. sólarhring: 225
- Sl. viku: 807
- Frá upphafi: 906938
Annað
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 101
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar