Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.4.2023 | 09:32
Hætta að Ríkisfjölmiðilinn verði einn eftir á fjölmiðlamarkaði.
Það er búið að dæla fjármagni inn í Ríkisútvarpið, milljörðum á hverju ári, til að það geti stækkað og fært út kvíarnar, farið út í netfréttir og nýmiðlun, lengi vel í trássi við lög um Ríkisútvarpið, segir Andrés
Það má spyrja hvort Rúv hafi sama öryggishlutverk 2023 og það hafði 1980 ? Mín skoðun NEI.
Eina sem stjórnvöld eiga að gera er að viðurkenna að gríðarlega öflug staða Ríkisfjölmiðilsins hefur mjög neikvæð áhrif á rekstur einkarekinna fjölmiðla.
Því miður fyrir mig a.m.k er erfitt að átta sig á því hvort formaður BÍ sem er starfsmaður Ríkisfjölmiðilsins með hvorn hattinn hann er að tala þegar kemur að málefnum sem varða hans vinnustað Ríkisfjölmiðilinn.
Ég hef haft alveg skýra skoðun að það verði að taka Ríkisfjölmiðilinn af auglýsingamarkaði og taka út skylduskattinn.
![]() |
Gefa lítið fyrir orð formanns BÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.4.2023 | 09:04
Að tala sem formaður BÍ og líka sem starfsmaður Rúv
Formaður Blaðamannafélags íslands er starfsmaður Rúv
Er formaður BÍ sem er starfsmaður Rúv ekki í vanda þegar hún er að ræða, Rúv af auglýsingamarkaði og hvað þá þegar hún dylgjar um að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki taka Rúv af auglýsingamarkaði.
Talar um að ákveðnir þingmenn taki alltaf umræðuna i gíslingu með þvi að benda á að það þurfi að taka Rúv af auglýsingamarkaði.
Verður ekki að taka orð frá þessum starfsmanni Rúv/Formanni BÍ með ákveðnum fyrirvara um það að Sjálfstæðisflokkurinn vilji halda fjölmiðlum veikum ? Er það hennar skoðun ?
Endurspeglar afstaða hjá þessa einstalkings kannski að almennu viðhorfi starfsmanna Rúv gegn Sjálfstæðisflokknum ?
Umræðan um fjölmiðla mun alltaf hverfast um Rúv, hversvegna, jú auglýsingatekjur og skylduskattinn.
Fyrrv. starfsmaður Rúv og nú þingmaður Viðreisnar fékk mjög stóran hluta af Silfrinu í gær. Nýbúinn að vera í Kastljósi.
Er rétt að fyrrv. þingmaður mæti til að ræða um sinn fyrrum vinnustað, getur hann tekið umræðuna hlutlaust ?
Ef ekki verður fljótt gripið til stórra aðgerða gegn rekstri Rúv gæti sú staða komið upp að aðeins Ríkisfjölmiðinn er hér eftir.
![]() |
Óvissa vegna Torgs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2023 | 11:07
Útgáfu Fréttablaðisns hætt á meðan Ríksfjölmiðilinn heldur áfram að styrkjast og eflast.
Þetta er enn eitt áfallið fyrir frjálsa fjölmiðla meðan staða Rúv heldur áfram að styrkjast og eflast.
Íslenska þjóðin er skylduð til að borga fyrir Rúv " allra " landsmanna.
Skylduskatturinn er alger tímaskekkja.
Það er alveg ljóst á þessum tíðindum að breytinga er þörf varðandi reksur Rúv með hagsmuni frjálsra fjölmiðla að leiðarljósi.
Skylduskatturinn - það væri hægt að útfæra hann þannig að skattgreiðendur fengju að ráða því hvort eða hvað fjölmiðil þeir styðja.
Þannig fá þeir sem styðja ríkisfjölmiðilinn merkt við Rúv og ég fæ að velja frjálsan fjölmiðil eins og Morgunblaðið.
Auglýsingamakaður - það er fáránlegt að Ríksfjölmill sé á auglýsingamarkaði 2023 og ég kvet Sjálfstæðisflokkinn til að koma þessari breytingu í gegn í ríkisstjórn og það sem allra fyrst.
![]() |
Útgáfu Fréttablaðsins hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2023 | 13:32
Hversvegna var vantraust á Jón Gunnarsson felld
Það er mikil ábyrð sem fylgir því að vera kosinn alþingsmaður á þjóðþing okkar íslendinga.
Hvernig alþingismenn fara með tíma alþingis og hvernig þeir haga sínum tíma á alþingi.
Alþingsmenn verða að vera meðvitaðrir um að það hvílir mikil ábyrð á þeim og þeir eru fulltrúar allrar þjóðarinnar.
Það var aldrei líklegt að þessi vantrauststillaga gegn Jóni Gunnarssyni yrði samþykkt.
Hversvegna, að hún var byggð á persónulegumm og pólitískum forsendum.
Þessi tillaga hefur verið lengi að koma frá Pírötum sem ég held að hafi farið fyrir hinum flokkunum í þessu máli enda hefur andað mjög köldu frá Pírötum til dómsmálaráðherra,
Niðurstðan er skýr, meirihluti kjörinna fullrúa á þjóðþingi okkar íslendinga sagði NEI við vantrauti á okkar dómsmálaráðherra.
![]() |
Vantrauststillagan felld á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2023 | 16:00
Vantraust á Jón Gunnarsson verður felld
Stjórnarandstaðan kemur sundruð fram í þessu máli þar sem ekki allir flokkarnir leggja fram þessa fáránlegu og tilgangslausu tillögu.
Þessi hluti stjórnarandstöðunnar hefur verið á mjög undarlegri vegferð þá sérstaklega þríburaflokkarnir og þessi tillaga er ekki líkleg til að verða samþykkt.
Íslenska þjóðin hefur ekki borið mikið trausts til alþingis og svona tillaga er ekki til þess gerð að auka það.
Vantraust á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra íslands setur alþingi í vonda stöðu og er tímasóun eins og liðurinn fundarstjórn forseta sem stjórnarandstaðan misnotar að mínu mati.
![]() |
Leggja fram vantrauststillögu á Jón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2023 | 08:43
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra Íslands
Það kemur skýrt fram í svari Katrínar að réðherrar ákveða það sjálfir hvort þeir telji að þær breytingar sem þeir gera og tillögur í viðkomandi ráðuneyti vera það miklar hvort þeir telji sig þurfa að bera þær undir ríkisstjórn.
Katrín bendir einnig á að það er grundvallarmunur sé á afstöðu VG til þessa máls og Sjálfstæðisflokksins og mat Dómsmálaréðherra er annað en hennar.
Jón Gunnarsson hefur verið öflugasti réðherrann í þessari ríkisstjórn og styð ég hann 100 % í öllum hans ákvörðunum og verkum.
Það þarf að auka heimildir lögreglu og auka þær varnir sem lögreglan þarf að hafa þegar hún fer á vettvang og það er það sem Jón Gunnarsson er að gera.
Eru Píratar á móti því ?
![]() |
Erfitt að regluvæða ólíkt mat á málum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2023 | 18:13
Endurspeglun gjaldþrota-stefnu Samfylkingarinnar
Samfylkinign er búin að vera við stjórn Reykjavíkur síðustu 20 ár og ljóst að grunnþjónustan hefur ekki verið forgangsverkefni flokksins.
Aftur og aftur fellur meirihluti Samfylkingarinnar í Reykjavík en alltaf eru flokkar, nú síðast Framsókn sem lofaði breytingum vegna ömurlegrar stöðu borgarinnar gengið til liðs við flokkinn og haldið áfram gjaldþrota- stefnu Samfylkingarinnar.
Nú þegar liggur fyrir að leikskólamálin í Reykjavík eru í tætlum ætti öllum að vera morgunljóst að borgin má ekki við því að Samfylkingin stjórni borginni lengur.
![]() |
Enn langt í verklok framkvæmda á leikskólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Ein af stóru ástæðunum fyrir því hversu hægt þetta hefur gengið er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki gert neitt til að liðka fyrir skipulagsmálum samkvæmt samkomulaginu.
Vihjálmur Árnason
Það hefur verið þannig að meirihlutinn í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar síðustu 20 ár hefur verið í stríði gegn fjölskyldubílnum.
Það er rétt að minnast á 10 ára framkvændastopp í Reykjavík varðandi götur sem Samfylkingin skrifaði undir sitjandi báðum megin við borðið, ríkisstjórnar og borgarstjónar.
Það átti að vera búið að gera mislæg gatnamót Bústaðaveg/Reykjanesbraut fyrir lok síðasta kjörtímabils borgarstjórnar.
Sundabraut, þar ber Samfylkingin alla ábyrð að ekkert hefur gerst þar þrátt fyrir fögur löforð.
Það verður að vísa málinu aftur til alþings, kjörinna fulltrúa þjóðarinnar að taka ákvörðum um hvort ekki sé rétt að staldra við þennan samgöngusáttmála.
Gerum strætó raunvörulegan valkost og leyfum okkur sem viljum nota okkar einkabíl og hætt verði að þrengja götur eins og t.d Grensánsveg.
![]() |
Áhyggjur af sáttmálanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2023 | 22:09
Skýr vilji þjóðarinnar að Útlendingafrumvarpið var samþykkt
Stærsta hlutverk allra þingmanna á löggjarfarþingi okkar íslsendinga er að verja og setja hagsmuni íslendinga og íslands í algeran forgang.
Það er nsuðsynlegt að þrengja að því hverjir fá að setjast hér að til þess að verja grunninnviði okkar íslendinga.
Píratar föru hamförum í málþófi í þessu máli sem varðar að verja okkur fyrir því að hér munum við halda grunnþjónustunni ganganddi sem er nánast komin á rautt ljós.
Það er staðreynd að það er aðeins þannig að ríkið og sveitarfélög geta bara eitt hverri krónu einu sinni.
Á að verja þeirri krónu til þeirra sem t.d byggðu upp þetta land eða til útlendinga ?
Ef flokkar sem styðja opin landdamæri komst í stjórn er ljóst að hér munu allir grunninnviðir brotna með ófyrirséðum hörmunum.
![]() |
Útlendingafrumvarpið samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2023 | 09:01
Framsókn 0 í Borgarstjórn Reykjavíkur
Framsóknarflokkurinn fór inn í síðustu borgarstjórnar með þau skilaboð til kjósenda að flokkurinn ætlaði að breyta
Bæta og laga það sem aflaga hefur farið í rekstri Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar síðustu 20 ár.
18.7 % fóru á kjörstað og treystu Framsóknarflokknum fyrir því að gera það.
Því miður gekk flokkurinn beint inn í samstarf við Samfylkinguna.
Framsóknarflokkurinn hefur engu breytt og ekkert gert til bæta ömurlega stöðu Reykjavíkur, heldur unnnið samkvæmt áætlun Samfylkingarinnar.
![]() |
Það hefur ekki nokkur árangur náðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 112
- Sl. sólarhring: 187
- Sl. viku: 878
- Frá upphafi: 907274
Annað
- Innlit í dag: 88
- Innlit sl. viku: 712
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar