1.7.2010 | 07:58
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi
Hafa ber í huga að skoðanakannanir eru bara vísbending um stöðu mála.
Það er vissulega ánægjulegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6% fylgi og hefur því bætt við sig 11% frá síðustu kosningum OG er klárlega stærsti stjórnmálaflokkur landsins.
Eflaust er hægt að skylgreyna þetta á marga vegu - hefur verið ábyrgur og málefnalegur, flottur 1000 manna velheppnaður landsfundur þar sem Bjarni var endurkjörinn formaður og Ólöf kjörinn varaformaður - afgerandi afstaða varðandi ESB - jafnréttisstefna flokksins o.s.frv -
Vissulega kemur það manni á óvart að vg mælist með 21,5% fylgi, flokkur sem hefur að margra mati svikið sína kjósendur - sett stefnumál sín og hugsjónir til hliðar fyrir völd -
Og svo er það Samfylkingin sem mælist með 23,8% fylgi OG er í frjálsu falli OG kemur kanski fáum á óvart, ólýðræðisleg vinnubrögð - leyndarhyggjan og hafa brugðist algjörlega þjóðinni - ef flokkurinn hefði ekki þetta ESB væri flokkurinn 0.
Framsóknarflokkurinn mælist aðeins með 7,6% fylgi OG þeir verða sjálfir að spyrja sig hvort ekki sé kominn tími til að leggja flokkinn niður -
![]() |
Sjálfstæðisflokkur í sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Nýjustu færslur
- Hafa brugðist gíslunum sem hafa verið í haldi Hamas frá 07.10.23
- Ísrael staðfestir fimm skylirði um framtíð Gaza og þjóðkrikja...
- Hver er grundvallarmunurinn á Donald Trump og esb - stjórninn...
- Hversvegna getur Samfylkingin og Viðreisn unnið beint í aðlög...
- Þessu brjálæði hryðjuverkasamtakanna Hamas verður að ljúka
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 906148
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mér verður óglatt
Sigurður Helgason, 1.7.2010 kl. 08:03
Sigurður ég á fötu handa þér...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 09:02
Frábært að þeir flokkar sem eru með hvað skýrustu stefnu gegn ESB eru í meirihluta samkvæmt þessari könnun. Nú verður V-G að hlýða vilja fólksins í landinu og berjast fyrir því að ESB umsóknin verði dregin til baka, eða hreinlega að slíta ríkisstjórn.
Guðrún Sæmundsdóttir, 1.7.2010 kl. 16:43
Sigurður&Ingibjörg - málefnaleg innlegg
Guðrún - alveg sammála þér - vg hlítur að hlusta á vilja fólksins - SVO kemur það í ljós í haust þar tillagan um að draga umsóknina til baka verður borin fram á alþingi -
Óðinn Þórisson, 1.7.2010 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.