Kúvending Sjálfstæðisflokksins í Icesavemálinu

Kúvending Sjálfstæðisflokksins í þessu er með öllum ólíkindum. Það er alveg klárt mál að þessi afstaða flokksforystunnar er í hróplegri mótsögn við landsfunarályktun flokksins.

Krafa flokksmanna er skýr, það þarf að halda landsfund sem allra fyrst og þeir sem bera ábyrgð á þessari ákvörðun svari fyrir það eða er búið að gera eitthvað samkomulag bak við tjöldin.

Það er alveg klárt mál að það er mikil ólga sem kraumar meðal flokksmanna og þessi ískalda niðurstaða formannsins er einfaldlega röng og ekki samræmi við stefnu flokksins eða er það ný stefna flokksins án umræðu í flokknum að almenningur borgi skuldir einkabanka og ef svo er, er ég í röngum flokki - það er klárt mál.  
mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Ekki ólíklegt að Bjarni hafi selt sálu sína, stjórnlagaþingið slegið af og alþingi skipi fulltrúa frá flokkunum til að fara í stjórnarskrárbreytingar ..

GAZZI11, 3.2.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Benedikta E

Óðinn - Þjóðaratkvæðagreiðslu á Æsseif III - og Landsfund snarlega!

Benedikta E, 3.2.2011 kl. 17:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott mál...rofar til á þingi.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.2.2011 kl. 18:36

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það rofaði til já, en þegar þokunni léttir, er ekki alltaf fallegt um litast Jón

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 3.2.2011 kl. 19:46

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Kúvending Sjálfstæðisflokksins?  Geir Haarde og Árni Matt mörkuðu þessa stefnu strax. Byrjuðu að semja við Breta og Hollendinga.  Ef þeir hefðu staðið í lappirnar frá upphafi þyrftum við kannski ekki að kyngja þessu.

Þorsteinn Sverrisson, 3.2.2011 kl. 22:14

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Gazz11 - það á eftir að koma í ljós hvað þarna liggur á bakvið
Benedikta - landsfundi verður flýtt og þjóðaratkvðagreiðsla - annað er ekki í boði
Jón Ingi - það verður engin sátt hvorki á þingi eða þjóða fyrr en ríkisstjórin fer frá
Kristján - takk fyrir innlitiið
Þorsteinn - ríkisstjónin ber alla ábyrð á icesave kúðinu m.a með því að senda út óhæfan mann til þess að fara fyrir nefndinni og ætla að keyra í gegn vesta saming sem gerður hefur verið - þau eiga að segja af sér - það er klárt mál -

Óðinn Þórisson, 4.2.2011 kl. 07:15

7 Smámynd: GAZZI11

Fréttablaðið í dag ..
 
Fimm skipaðir í nefnd vegna stjórnlagaþings
Stjórnmál Allir þingflokkar hafa tilnefnt fulltrúa í nefnd forsætisráðherra sem á að fara yfir næstu skref í kjölfar ógildingar stjórnlagaþingskosninganna.

Stjórnmál Allir þingflokkar hafa tilnefnt fulltrúa í nefnd forsætisráðherra sem á að fara yfir næstu skref í kjölfar ógildingar stjórnlagaþingskosninganna.

Í nefndinni verða Álfheiður Ingadóttir fyrir Vinstri grænt, Birgitta Jónsdóttir fyrir Hreyfinguna, Höskuldur Þórhallsson fyrir Framsóknarflokkinn, Pétur H. Blöndal fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Valgerður Bjarnadóttir fyrir Samfylkinguna.

Formaður nefndarinnar mun koma úr forsætisráðuneytinu.

Nefndin heldur sinn fyrsta fund í dag. - sh

GAZZI11, 4.2.2011 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 870422

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 296
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband