Landsfundur í haust

SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn er stærsta stjórnmálaafl á Íslandi og er landsfundur æðsta vald flokksins.
Það liggur fyrir að landsfundurinn 2010 var aðeins aukalandsfundur vegna m.a kosningar varaformanns þar sem Ólöf Nordal var kosin varaformaður.
Því miður virðast ákveðnir aðilar vera að reyna koma þeirri sögu af stað að formðarinn ætli að reyna komast hjá því að halda landsfund.
En Bjarni er formaður í lýðræðislegum stjórnmálaflokki og myndi aldrei reyna að koma í veg fyrir landsfund þar sem hann má alveg eins búast við mótframboði sem hann mun að sjálfsögðu taka fagnandi enda á enginn neitt í Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt


mbl.is Kristján vill landsfund í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

OkkurSjálfstæðismönnum gefst þá tækifæri til að vinsa skemdu Eplin úr Flokknum.Forusta Flokksins er gjörsamlega ónothæf sem Stjórnarandstaða á þingi í dag.Hún hefur gengið þvert á samþykttir síðasta Landsfundar.Nú sitja tvær Konur á þingi í nafni Flokksins sem vilja offra auðlidum okkar og ganga í ESB.það gengur ekki upp.  

Vilhjálmur Stefánsson, 30.4.2011 kl. 22:19

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hverjum er ekki sama um hvað þessi ömurlega og siðspillta spillingarsamkunda aðhefst?

Guðmundur Pétursson, 30.4.2011 kl. 23:24

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er sorglegt að Kristján Þór Júlíusson skuli vera talsmaður níðings-flokksins!

 Kristján Þór Júlíusson stóð fyrir því að borga afbrotamönnum á Árborgar-heimilinu verðlauna-greiðslu fyrir koma þeim, án dóms og laga, burtu frá ábyrgð á að misnota saklaus og umkomulaus börn á því barnaverndar-svika-heimili!

 Hvenær ætla Íslendingar að vakna, og verja minnimáttar og saklausa á Íslandi? Hversu langt halda þessir svikarar að þeir geti gengið?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2011 kl. 00:42

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Óðinn. Ég segi ekki spurning ef kallað er eftir því, það er óánægja innan flokksins og alveg ljóst að fólk er ekki ánægt... Það er eins og það vanti allann kraftinní flokkinn...

Vekur ýmsar spurningar í hugan en ætla að eiga þær fyrir mig eins og er.

Guðmundur þér er greinilega ekki sama... 

Anna Sigríður var það ekki Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon sem stóð fyrir þessari greiðslu, það er eins og mig minnir það...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.5.2011 kl. 01:56

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Vilhjálmur - það er alveg ljóst að það þarf að hreinsa loftið. Hvort Bjarni og Ólöf sitja áfram verður ákvörðun landsfundarfulltrúa.
Ragnheiður R. og Þorgerður K. fóru sína leið í esb - málinu og voru flestir sjálfstæðismenn ósáttir við þeirra ákvörðun.
Guðmndur - þú virðist vera blinaður af hatri á Sjálfstæðisflokknum eins og margir vinstri menn
Anna - ef þé líður betur að kalla flokkinn eitthvað sem á ekki við hann þá hefur þú það bara þannig. Skoðaðu t.d ríkisstjórnarflokkana - hvað hafa þeir gert fyrir þá sem minna mega sín og fólki í landinu, ekkert, matarraðir, fólk flýr land, atvinnuleysi, svikið allt í stöðugleiksáttmálanum o.s..frv.
Ingibjörg - það er alveg rétt hjá þér að flokkurinn er frektar kraftlaus og það þarf að endurvirkja þann kraft sem var í honum og ef Bjarni og Ólöf geta það ekki þá verður einfaldlega að fá nýtt fólk í brúnna.
Við erum með ömurlegustu stjórn allra tima sem hefur svikið allt sem hún lofaði og situr aðeins til að sitja rúin trausti og virðingu.
Það á vera hægt að koma svona stjórn frá en björgunarleiðangur 11 þingmanna þar á meðan formanns í  icesave - málinu styrkti ekki flokkinn og hans trúverðugleika - því miður

Óðinn Þórisson, 1.5.2011 kl. 09:10

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég mundi nú seint flokka Sjáfstæðisflokkinn sem hægri flokk eða mig sem vinstri mann. En ég lít á Sjálfstæðisflokkinn miklu frekar sem grímulaust og spillt hagsmunagæsluafl heldur en stjórnmálaflokk. Hvernig er annað hægt? Það er ekki þar með sagt að ekki sé spilling innan annara stjórnmálaflokka. Stjórnmálastéttin á Íslandi í heild nýtur bara lítillar virðingar og það er ekki að ósekju.

Ég ber mjög litla virðingu fyrir allflestum stjórnmálamönnum sama við hvaða flokk þeir spyrða sig, en ég hata engann :) Það má kannski segja að þeir sem spyrða sig við Sjálfstæðisflokkinn séu fremstir meðal jafningja þegar kemur að spillingu og vanhæfni.

Guðmundur Pétursson, 1.5.2011 kl. 12:54

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Guðmundur
Eins og þú veist þá er Sjálfstæðisflokkurinn hægri flokkur þar sem sjálfstæðisstefnan er nr.1 og frelsi og efla landið til framfara og framþróunar.
Kannski segir þetta, stétt með stétt meira en mörg orð um flokkinn

Óðinn Þórisson, 1.5.2011 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 69
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 485
  • Frá upphafi: 870504

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 343
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband