Guðlaugur Þór í mál við Björn Val

Það hefði verið gjörsamlega út úr karatker að halda það eitt augnablik að Björn Valur þingmaður vg myndi biðast afsökunar á orðum sínum og draga þau til baka.
Björn Valur og flokkssystkini hans í vg eru heltekin af hatri á Sjálfstæðisflokknum og var bjartur dagur í lífi þeirra þegar þau náðu að senda fyrrv. formann Sjálfstæðisflokkinn fyrir landsdóm sem er ein mesta lágkúra sem vinstrimenn hafa gert.
Ég styð Guðlaug Þór í þessu máli og hef trú á að réttlætið verði sigurvegari.


mbl.is Ætlar að stefna Birni Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Ertu að grínast???

ThoR-E, 2.5.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég styð Guðlaug Þór líka í þessu. Björn Valur er maður sem á bágt ef hann sér ekki sjálfur hversu lágkúruleg orð hans eru honum til lítillækkunar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.5.2011 kl. 12:29

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú sýnir bloggheimi þitt rétta andlit Óðinn.. Fínt að hafa það endanlega á hreinu..

hilmar jónsson, 2.5.2011 kl. 12:39

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er um að gera og fara með svona mál fyrir dómstóla. Ásakanir um að þiggja mútur eru alvarlegar. Ef Björn Valur teldi sig hafa mál í höndunum hefði hann og ætti hann að kæra Guðlaug til lögreglu og láta það eiga sig að láta fjölmiðla vita fyrr en sú kæra hefði fengið meðhöndlun.

Geir Ágústsson, 2.5.2011 kl. 12:51

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Mútur er sem sagt leyfilegt ef um mann í réttum flokk er að ræða....

hilmar jónsson, 2.5.2011 kl. 12:51

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Guðlaugur þór er ekki á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, algjörlega á eiginn forsendum.Hann er einn af skemdu eplum Flokksins.      

Vilhjálmur Stefánsson, 2.5.2011 kl. 12:58

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hilmar,

Þú veist að mútuþægni er refsiverð skv. íslenskum lögum, er það ekki? (skv. 109. gr. hegningarlaga)

Á það skal minnt að menn skulu álitnir saklausir uns sekt er sönnuð. Einnig að ef menn hafa vitneskju um að glæpur hafi verið framinn, þá eigi að láta lögreglu vita, en ekki lesendur bloggsíða. 

Geir Ágústsson, 2.5.2011 kl. 14:39

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
AceR - finnst þér það líklegt ?
Ingibjörg - ég bíst ekki við öðru en lágkúru frá Birni Val
Hilmar - ég hef aldrei falið mínar skoðanir hér og mun alltaf berjast gegn pólitískum ofsóknum og árásum ykkar sósíalista.
Farðu varlega í þínum sleggjudómum á Sjálfstæðisflokkunum en kannski getur þú það ekki þar sem þú ert blindaður af hatri en ég óska þér alls góðs
Geir - hann fór ekki með þetta til lögreglu þar sem hann hefur ekkert í höndunum og ef Gulli hefur gert eitthvað rangt sem hann hefur ekki þá eru allir þingmenn Samfylkingarinnar í sömu sporum -
Gulli mun vinna þetta mál - annað kemur ekki til greyna - svona lítilmenn eins og BVG verða að fá að vita það að svona framkoma gengur ekki í okkar samfélagi

Óðinn Þórisson, 2.5.2011 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 907
  • Frá upphafi: 870944

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 630
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband