Áróðurstofa ESB

íslandÞað á ekki fara í neinn feuleik með tilgang þessaar upplýsingamiðstöðvar því hennar hlutverk er bara eitt að koma að sjónarmiðum og skoðunum esb.
Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir esb að í ísland verði aðili þessu miðstýrða ríkjasambandi.
En það er rétt að halda því til haga að það er ekkert annað í boð en aðild að esb og ganga undir lög og reglur þess.
Þó það verði erfitt þá verða þeir sem styðja að ísland verði áfram frjálst og fullvalda land með fult vald yfir auðlyndum sínum bara að herða baráttuna.


mbl.is Upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Til hvers í óskupunum ertu að fussa yfir þessu? Það þykir bara sjálfsagður hlutur að koma upp upplýsingamiðstöð ESB hér á Íslandi til að upplýsa almenning hér...Þó fyrr hefði verið.

Síðan segirðu að það séu "gríðarlegir hagsmunir fyrir ESB að í ísland verði aðili þessu miðstýrða ríkjasambandi"

Það er ekki eins og ísland séu nafli alheimsins!

Síðan er þetta engin Áróðurstofa ESB eins og þú nefnir, kannski þú ættir að fara kynna þér málin í upplýsingamiðstöð ESB frekar en að bulla eitthvað út í loftið.

Friðrik Friðriksson, 21.1.2012 kl. 12:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rúmenía þurfti ekki að vera "nafli alheimsins" til að Þjóðverjar ágirntust hana – ekki heldur Súdetahéröðin og afgangurinn af Tékkó-Slóvakíu. Afríka var heldur ekki miðpunktur heimsins, þótt stórveldin evrópsku ágirntust löndin þar og voru í því ða fullu á 19. öld að bæta við sig nýlendum.*

Það eru staðfestar heimildir um, að Evrópusambandið ágirnist Ísland og vilji fá hér sína nyrztu og vestustu höfuðborg, og þetta er sannarlega það land í Evrópu sem hefur upp á mestu sjávarauðlindir að bjóða, fyrir utan að hér er gríðarleg jarðorka og sennilega olíulindir undir hafsbotni og jafnvel á Tjörnessvæðinu, en Esb. búið að áskilja sér í Lissabon-sáttmálanum heimildir til frekari löggjafar um orkumál, þ.m.t. orkuauðlindir.

Svo er þetta að sjálfsögðu áróðursmaskína, þessi skrifstofa, sett hér upp í gegnum keyptan lepp, Athyglis hf., sem er að liðsinna Esb. við að brjóta hér landslög gegn erlendri íhlutun sendiráða og erlendra ríkja.

* Leiðum svo enn hugann að því, að af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru ekki færri en tíu fyrrverandi nýlenduveldi. Þessi tíu ríki munu (frá 1. nóv. 2014) ráða 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði ("ráðinu") og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi, en verður vonandi ekki partur af þeim stórveldaklúbbi.

Jón Valur Jensson, 21.1.2012 kl. 13:04

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athygli hf. heitir það.

Jón Valur Jensson, 21.1.2012 kl. 13:06

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - er það að fussa yfir hlutunum að hafa skoðun á málinu og þetta er jú upplýsingamiðstöð ESB - það seigr allt sem þarf.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér, ég hef kynnt mér evrópusambandið mjög vel en það  er ekki frekar þú sem þyrftir að leita þér upplýsinga um esb og ekkir ráðlegg ég þér aað ara í þessa upplýsingamiðstöð ef þú vilt fá hlutlausar upplýsingar.
Jón Valur - takk iítarlegt innlegg og kannski segir þetta 0.06 % allt sem segja þarf um áhrif okkar þar.
Það eiga allir að vita fyrir hverja þessi " upplýsingamiðstöð " er vinna og hvaða hagsmunir þar eru.

Óðinn Þórisson, 21.1.2012 kl. 14:59

5 Smámynd: Elle_

Friðrik er alveg úti á túni þarna og pistillinn hárréttur.  Hins svokallaða ´Evrópustofa´ er ekkert nema EVRÓPUSAMBANDSÁRÓÐURSSTOFA og ÍHLUTUNARSTOFA og ofbýður fullveldi landsins og á ekki að fá að vera opin.  Og síðan hvenær heldur Friðrik að bákn sem nær yfir 42% af Evrópu geti verið Evrópa? 

Elle_, 21.1.2012 kl. 18:12

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - esb er að leggja um 200 miiljónir í þetta og 5 starfsmenn á næstu 2 árum og það er ekki gert til þess að upplýsa þjóðina um galla esb - það er klárt mál.

Óðinn Þórisson, 21.1.2012 kl. 21:13

7 Smámynd: Elle_

Nei, ekkert verður gert til að upplýsa um neitt í ÍHLUTUNARSTOFUNNI sem er vissulega ætluð til að blekkja almúgann undir Stór-Þýskalandsríkið.  Nákvæmlega eins og verið er að gera núna í Króatíu.  Hversu fáfróðir geta menn verið eins og Friðrik að ofan?  Eins og það sé ekki augljóst að stórríkið vill yfirráð yfir landinu?  Man þetta fólk ekki neitt um hvað gerðist á síðustu öld og oft þar á undan?  Getur ekki fólk eins og Friðrik bara lesið sáttmálana við sambandsríkin þar sem segir skýrum orðum að lög sambandsins séu?: NOT NEGOTIABLE=ÓUMSEMJANLEG.

Elle_, 21.1.2012 kl. 22:55

8 Smámynd: Elle_

Og ekki bara óumsemjanleg heldur munu þeirra lög alltaf vera æðri okkar. 

Elle_, 21.1.2012 kl. 23:40

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ellle - það eiga allir að sjá í hvaða átt esb stefnir - meira forræði og völd í þeirra. Þjóðverjar eru óundeilanlega það land sem ræður mest innan esb og það er spuring hvort við viljum sjálf  ( okkar þjóðþing ) að þjóðverjar eða við höfum meira yfir okkar málum að segja.
Evvrópudómstóllinn er æðsta dómsvaldið meðal evrópusambandsríkja.
Jón Valur - takk fyrir þessa tengla.

Óðinn Þórisson, 22.1.2012 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband